Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 21
ffUEDUR I vtáftúrurmar Þiö hafið vafalaust einhvcrn tima séð kakkalakka og hrollur farið um suma við þá sjón. En vitið þið, að hann er mcðal elztu dýrategunda á jörðu? Kakkalakkinn var á sveimi fyrir 300 milljónum ára. Hann lifði á gullöld risaskriðdýranna og sá þau deyja út. Ein ástæða þess, að kakkalakkanum tókst að lifa af all- ar brcytingaaldir í náttúrunni er sú, að hann er alæta. Hann étur blómfræ sem tré, sápu sem skósvertu. t ineltingarvegi hans eru efni, sent leika sér að því að leysa sundur torveldustu sambönd sellulósu. Sá, sem reynir að kremja kakka- lakka til dauðs undir hæl komast að raun um að skel hans hefur náð furðulegri hörku. Enginn skyldi undrast, þótt liann hlaupi brott heill á húfi, þegar skóhælnum er lyft. Hann hefur bjargast vegna hörku sinnar og skjótleiks. Reynt hefur vcriðaö frysta hann, en þegar hann þiðnaði, tók hann til fótanna frárri en nokkru sinni fyrr. Tegundir kakkalakka eru dreifð- ar um allan hnöttinn að kalla. Menn rekast á hann jafnt i strákof- um svertingja i Afriku scm i eski- móasnjóhúsi á Norðaustur-Græn- landi. /»r vtv vtwn %’*** t trv *.»tatÆ. Viðkoma kakkalakka getur orðið ótrúlega mikil. Þeir eru smitberar og skemmdarvargar, scm verður að herja á. t kofa einum i Suöur- Ródesiu höfðu menn grautarkollu sem gildru, og einn morgun voru 2500 kakkalakkar i grautnum. Kvendýriö elur af sér eggjakerfi með harðri skel. Sumar tegundir bera kerfið fast við afturenda búks- ins, en aðrar fella það, og lirfurnar klekjast út fjarri móðurinni. Þær tegundir dreifast mcira en hinar. Vegna hörku sinnar og mikillar viðkomu þykja kakkalakkar góð tilraunadýr við hjarta- og krabba- meinsrannsóknir. Geimvisinda- menn leita vitncskju hjá þessu líf- seiga dýri. Það hefur margt reynt og þolað á 300 iniiljónum ára. Sunnudagsblað Tímans 45

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.