Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1973, Blaðsíða 19
Árelíus Níelsson: Kirkju- þáttur Fram til starfa - gróandi þjóðlíf Það voru fluttar margar ágætar ræður um áramótin, biskup, ritstjóri, forseti, for- sætisráðherra. Forsætisráð- herrann taldi þekkingu og starf vera hverri þjóð nauðsynlegt til frama og heilla. Forsetinn sagði hamingjuna að finna i skapandi starfsemi. Hvort tveggja er mjög vitur- lega mælt. Bæri þjóðin gæfu til að leita þekkingar — leita sannleikans og vinna að skapandi störfum á komandi ári og árum, þá mætti vel við una, og minna yrði þá um geðveiki, uppgjöf og trúleysi á tilgang lifs en nú virðist rikj- andi. 1 þjóðsöng Islendinga er þetta kallað gróandi þjóðlif. En hvernig er þetta þá á ný- ársdag eða um áramót 1973? Hvert stefnir i starfsemi og leit að sannleika hjá þjóð, sem lög- leiðir, ef svo mætti segja, tveggja daga iðjuleysi i hverri viku, með tilheyrandi eyðslu og óhemjuskap á öllum sviðum? Hvert stefnir þar, sem fórn- andi starf er fyrirlitið eða litils- virt, þegnskapur, skyldurækni og fórnarlund taldar úreltar dyggðir meðal fjöldans. Jafnvel trúmennska og dugur eru settar út i horn, en köld krafa um enn meira iðjuleysi og enn meiri eigin hagsmuni er i öndvegi þokað? Hvar verður þekkingarforð- inn, sannleiksleitin og starfs- gleðin, sem foringjar islenzku þjóðarinnar töluðu um á nýárs- dag, ef þannig verður áfram haldið á nýja árinu og i framtið- inni? ,,Hve fagurt er orð i tima tal- að”, segir einhver spekingurinn i bibliunni. En þvi aðeins er það fagurt aö timinn gefi þvi gró- andi lif i framkvæmd og starfi. tslendingar voru einu sinnu auðugir af trúmennsku og fórn- arlund, sem mótaði marga til kærleiksþjónustu, án allra krafna til annarra. En nú er sá auður alveg.dvin- andi. Nú er launasjónarmiðið eitt að verða alls ráðandi. En hvað verður þá um kærleiks- þjónustu og starfsgleði? Nýlega kom kona — husfreyja á stóru heimili — með börn sin til hjálpar við áriöandi en ekki vinsælt starf i safnaðarheimili. Þegar hún og börnin höfðu unniö þarna bæði innan og utan dyra erfitt starf i að minnsta kosti tvær klukkustundir og kvöddu, vildi foringinn i starfi þetta kvöld gleðja börnin með nokkr- um krónum að launum og minntist á það við konuna. Þá sagði hún: ,,Nei, þau verða að læra að fórna tima og kröftum án launa. Það væri hræðilegt uppeldi, ef þau lærðu það ekki”. Þessi kona á fyrirmyndar- börn, bæði ung sem eldri. En væri ekki rétt að athuga, hvort öll islenzka þjóðin og þá ekki sizt uppeldisfræðingar og pólitiskir foringjar þyrftu ekki að læra af henni. Hér i velferðai;rikjunum svo- nefndu er fórnarlund mannssál- ar og fúsleiki til þjónustu að verða úti i köldum hriðarbyljum kröfu og eigingirni. Hér er þó ekki átt við sjálfsögð laun og réttlæti öllum jafnt til handa. En vel má gæta þess, að eigin- hagsmunastreitan, óhófið, eyðslusemin og — þótt undar- lega hljómi — umsjá hins opin- bera og kröfur á hendur þess, eru ekki að eyða, misþyrma og meinga — ég meina að meinga — en ekki menga — beztu og tærustu heillabrunna mannssál- ar. Mannúð og gjafmildi eru dýrmætar eigindir. Þær þarf að efla með skynsamlegu uppeldi, ekki siður en listrænar gáfur og snilli. „An vegabréfs vors hjarta er leiðin glötuð”. Sú speki Einars Ben. á ekki eingöngu við um trúarkennd. Það gildir ekki sið- ur um kærleikskenndir mannshjartans til hamingju. Unnið góðverk i sjálfgleymi gefur eina ljúfustu hamingju, sem hægt er að njóta, Það er ekki út i bláinn, er ein hollasta uppeldisstefna og starfsemi veraldar, skátareglan, hvetur til að vinna að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Og góðverk vinnur þú, þegar þú gleymir sjálfum þér i góð- leika til annarra. Þar gildir einu, hvort þú liknar nauðstödd- um, huggar sorgmæddan, þakkar þeim, sem styöja þig, gefur til söfnunar fyrir örbjarga i framandi landi eða ofborgar köldum litlum blaðasala á göt- unni. Flest góðverk eru unnin og runnin ósjálfrátt sem andsvar frá guðlegri þrá i vitund og vild. Það er ekki vinsælt að verða nú að gera nokkuð „gratis”, sem kallað var, það er kaup- laust án launa. Börnin vita þetta vel. Þau vilja fá kaup fyrir hvert viðvik. En góð móðir veit, að þar eru ekki fyrstu spor á heillaleið, heldur þvert á móti, þar er gengið inn á brautir óhamingjunnar. En ekki skal þó vanmeta gleði yfir góðum laun- um og réttlátum fyrir vel unnið starf. „Verður er verkamaður- inn launanna”, sagði sjálfur Kristur, sem vissi þó að „sælla er að gefa en þiggja”. Einn af frægustu mönnum fórnandi kærleiksþjónustu i heiminum nú á siðari hluta 20. aldar er Abbé Pierre — „rusla- safnarinn frá Paris”, sem svo er nefndur i gamni og alvöru, Framhald á 46. siðu. Sunnudagsblað Tímans 43

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.