Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrafn Jónassonfæddist á Melum í Bæjarhreppi í Strandasýslu 7. júlí 1954. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans 14. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Elín Þórdís Þór- hallsdóttir, f. 2.11. 1929, og Jónas Reynir Jónsson, f. 5.8. 1926. Systur Hrafns eru Elsa, f. 4.1. 1952, Ína Halldóra, f. 5.7. 1953, Þóra, f. 15.7. 1956, og Birna, f. 29.10. 1959. Hrafn ólst upp á Melum og gekk í barnaskóla á Hvammstanga og Borðeyri, stundaði nám við Hér- aðsskólann á Reykjum og Miðskól- ann á Hvammstanga, en lauk námi frá Gagnfræðaskól- anum við Ármúla í Reykjavík 1973. Að skólagöngu lokinni vann hann við trésmíðastörf í Reykjavík og Stykk- ishólmi. Einnig stundaði hann sjó- mennsku. Árið 1989 tók hann við búi foreldra sinna á Melum og stundaði búskap allt til ársins 2002 er hann flutti til Reykjavíkur, þar sem hann bjó til dauðadags. Hrafn var ókvæntur og barn- laus. Hrafn verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hann var alltaf sérstakur. Við sjáum það á myndunum af honum. Smástrákur stendur í hópi margra annarra krakka, en hann er svolítið öðruvísi, snoðaður, tileygður, gónir spekingslega út í loftið. Við sjáum líka þrekinn fullorðinn mann, sér- stæðan útlits, með mikið hár og skegg og mikla sögu í andlitsdrátt- unum; skin, skúra og visku. Hálf- gleymd æskuatvik leita svo fram í hugann: Þegar við létum lýsisflösk- urnar dúndra niður í súrheys- turninn á Melum af því það var svo gaman að heyra þær brotna lengst niðri á botninum. Og þegar hann veðjaði við stóru strákana um að hann kæmist niður brekkuna í hjól- börum. Það tókst, en gleraugun brotnuðu enn einu sinni! Æska hans var vörðuð löskuðum gler- augum því alltaf varð hann að vera með þar sem eitthvað var að gerast og mundi þá sjaldnast eftir gler- augunum fyrr en um seinan. Skólagangan varð ekki löng. Þar réð auðvitað mestu skert sjón því þó að Krummi væri alla tíð mikill lestrarhestur og bókamaður tor- veldaði sjónskerðingin honum þá samfelldu einbeitingu og lestur sem skólanámið krafðist. Þarna kann einnig að hafa ráðið nokkru bráður þroski hans. Karlmaður sem í öðrum bekk gagnfræðaskóla hafði komið sér upp ræktarlegu al- skeggi og rámri bassarödd hlaut að eiga erfitt með að beygja sig undir sama aga og mjóróma smásveinar. Við tók skóli og ólgusjór lífsins. Hann fór víða og kynntist fjölda fólks en hélt um leið mikilli tryggð við vini sína frá æskuárunum. Þessi fjölbreyttu kynni kenndu honum margt, ekki síst vegna þess að hann var snillingur samræðunnar, að hlusta og spyrja, koma með mótrök og laða þannig fram allt það besta og snjallasta í viðmæl- andanum. Þetta, menningarlegt veganestið úr foreldrahúsum, fróð- leiksfýsn og meðfædd hneigð til djúpra pælinga um lífið og til- veruna skapaði menntaðan mann. Árin sem hann bjó á Melum ræddi ég oft við hann um landbúnaðarmál og ástand og horfur í sveitinni. Hann reyndist ótrúlega skyggn á vankanta landbúnaðarkerfisins og vandamál sveitarinnar hafði hann kortlagt af mikilli skarpskyggni. Raunar hefði hann getað orðið snjall félags- eða hagfræðingur. Þetta með hagfræðina kunna sumir að staldra við því vandfundinn gæti orðið maður jafn frábitinn söfnun veraldlegra gæða, en það er al- kunna að víðsýnum hagfræðingum er ekki alltaf sýnt um smámuni eins og eigin fjármál. Það var þó kærleikurinn og vinarþelið sem mest og best einkenndi hann. Systrabörn hans áttu flest hjá hon- um annað heimili á Melum, ekki af því að þeirra eigið væri ekki full- boðlegt, heldur vegna þess að hjá honum var einfaldlega gott að vera og það vissu þær systur. Svo var um fleiri, unga sem aldna, og ekki frítt við að ýmsir undruðust strauminn til hans því ekki var þar íburðinum fyrir að fara í ytri að- búnaði og á stundum farið á svig við ströngustu reglur um húshald. Allt þetta fólk og sveitunga einnig átti hann að þegar heilsan tók að bila síðustu búskaparárin. Hrafn Jónasson var ekki gæfu- maður í venjulegum skilningi þess orðs. Vöggugjafirnar voru sumar heldur naumt skammtaðar, einkum þær sem helst hefðu orðið honum sjálfum til framdráttar í lífinu, svo sem sjón, heilsa og metnaður. En aðrar gjafir, sem hann gat leyft öðrum að njóta, fékk hann vel úti- látnar: Hjartahlýjan, húmorinn, ör- lætið og mannskilningurinn var óþrjótandi. Þess nutum við öll sem hann þekktum, í ríkum mæli. Ég þakka mínum kæra frænda og góða dreng samfylgdina. Helga Jónsdóttir frá Melum. Hæglætislegt hispursleysi og hófstillt en næsta ísmeygileg gam- ansemi voru sterkir og einkennandi þættir í eðlisfari Krumma frænda míns. Ekki þurfti nema eitt einlægt og hnitmiðað tilsvar til að kveikja tilfinningu um notalega návist og að ekkert annað kallaði frekar að en að njóta samræðunnar, leyfa huganum að hefja sig yfir áhyggjur og amstur dagsins og skoða til- veruna frá nýjum og óvæntum sjónarhornum. ,,Hér á ekki asinn við,“ átti hann til að segja í stríðn- istón, þegar hann vildi kveða niður óþolinmæði og hamagang í kring- um sig. Þessi látlausu orð gætu reyndar á sinn hátt lýst viðhorfum hans til lífsins og þeirra aðstæðna sem hann bjó sér um ævina. Sá asi sem fylgir því að afla sér auðs og metorða var Krumma að minnsta kosti lítt að skapi og hann kaus fremur að hafa óbundnar hendur en að festa sig við ákvarð- anir sem hann sá að myndu setja sér þröngar og óþægilegar skorð- ur. Krummi var ákaflega skarp- skyggn á menn og málefni, hvort sem um var að ræða hræringar í mannlífi og búskaparefnum í Hrútafirði eða samfélagsleg átök og stjórnmálabaráttu. Þar var ekki verið að tyggja almæltar skoðanir eða skipa sér í flokk með þeim sem hæst létu í umræðunni heldur varpað nýju ljósi á umræðuefnið með skarplegum og gjarna mein- fyndnum athugasemdum. Hér sótti Krummi margt í þann sjóð sem hann hafði safnað til frá barnæsku með miklum og ástríðufullum bók- lestri. Um bókmenntaáhuga Krumma geta margir vitnað, þ.á m. ferðamaðurinn þýski sem fyrir fá- einum árum baðst gistingar á Mel- um og komst að því að húsráðandi var gagnkunnugur skáldritum Günters Grass. Komumaður reynd- ist vera vinur skáldsins og sagði frá þessari óvæntu reynslu þegar heim kom. Til vitnis um það var kveðja frá Günter Grass sem Krummi dró fram og sýndi mér með verðskuldaðri ánægju og stolti. Engir skynjuðu betur þá dýr- mætu mannkosti sem bjuggu í Krumma en börn og unglingar enda löðuðust þau að honum og dvöldu mörg langdvölum hjá hon- um á Melum. Á vorin, þegar sauð- burður fór í hönd, mátti vænta fjöl- mennrar sveitar aðstoðarmanna á ýmsum aldri, svo að auðvelt reynd- ist að manna allar vaktir og gera þennan erfiða og annasama tíma að merkilegum og ógleymanlegum áfanga í lífi og þroska unga fólks- ins. Þessa fengu börnin okkar Siggu, Ágúst og Jóhanna, að njóta í ríkum mæli, og að þeirri reynslu munu þau lengi búa í minningunni um kæran frænda sem á sinn átakalausa hátt var ekki síður fé- lagi þeirra en húsbóndi. Fyrir það og alla samfylgdina vilja þau og við Sigga nú þakka, um leið og við sendum Elludís og Jónasi, systk- inunum og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Hilmar Jónsson. Ég þóttist vita að þú kæmist seint í hóp elstu manna en þú yf- irgafst okkur samt allt of snemma, elsku Krummi. Á stundum sem þessum munum við að manngæði verða ekki mæld í veraldlegum auði né í því hversu vandlega menn gæta eigin fóta á einstigum lífsins. Til þess eru aðrir mælikvarðar bet- ur fallnir og ég þekki engan betri en barngæsku. Ein af mínum elstu æskuminningum, sem er frekar minning um tilfinningu en sérstak- an atburð, er að ég stóð utan við fjárhúsin hans Jónasar fullur til- hlökkunar því ég vissi að Púmmi, eins og ég kallaði hann þá, var kominn að Melum og var vænt- anlegur í fjárhúsin. Krummi átti alltaf sérstakan frændasess í barnshuga mínum og þegar ég elt- ist sá ég að þetta átti við um flest þau börn og unglinga sem áttu því láni að fagna að umgangast hann. Hann hlustaði á vandamál þeirra og hugrenningar án þess að dæma og kom fram við þau sem jafningja. Á sjómannadaginn í Stykkishólmi, sumarið eftir fyrsta menntaskóla- árið, bauð hann mér upp á viskí eins og fullorðnum manni og kenndi mér að hlusta á Bob Dylan. Sjálfsagt er ekki mælt með slíku í uppeldishandbókum en í mínum huga var þetta meiri fullorðins- vígsla en nokkur ferming. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Vertu sæll. Eiríkur Sigurðsson. Hann Krummi frændi er dáinn. Hann frændi minn sem ég leit allt- af svo upp til þegar ég var að alast upp – frændi minn sem átti sama afmælisdag og ég – frændi minn sem alltaf trúði á hana frænku sína. Krummi var hluti af fjölskyld- unni á Melum. Fjölskyldunni sem var okkur frændsystkinunum enda- laust umræðuefni, fjölskyldunni sem stendur nú í fyrsta sinn frammi fyrir missi eins okkar. Það er sárt – guð minn góður hvað það er sárt en mikið kemur vel í ljós hvað okkur þykir vænt hverju um annað. Þú hefðir kunnað að meta það Krummi. Nú þarft þú ekkert að efast um það lengur – við elsk- um þig öll. Þú valdir þér snemma hlutverk mótmælandans. Leitaðist alltaf við að vera öðruvísi – skera þig úr og þér tókst það svo sannarlega. Eng- HRAFN JÓNASSON ✝ Þórhallur Hall-dórsson fæddist á Öngulsstöðum í Eyjafirði 12. mars 1915. Hann lést á Kristnesspítala 14. apríl síðastliðinn. Þórhallur var sonur Halldórs Sigurgeirs- sonar, bónda á Öng- ulsstöðum, og konu hans Þorgerðar Sig- geirsdóttur. Systk- ini Þórhalls eru Að- albjörg, f. 1918, búsett á Akureyri, gift séra Sigurði Guðmundssyni, Helga, f. 1920, búsett á Akureyri, Sigurgeir, f. 1921, búsettur á Öngulsstöðum, kvæntur Guðnýju Magnúsdóttur, og Jóhanna, f. 1923, búsett á Brúum í Aðaldal, gift Gísla Ólafssyni. Þórhallur bjó alla sína tíð á Önguls- stöðum, fyrst með foreldrum sínum og síðar Sigurgeiri bróður sínum og Guðnýju mágkonu sinni. Þórhallur stundaði fjárbú- skap, en hafði þó einkum atvinnu af smíðum og bygg- ingarvinnu í Eyja- firði. Útför Þórhalls fer fram frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag, föstudaginn 23. apríl, verð- ur Halli jarðaður. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í sama húsi og hann síðan 1991. Það var ekki slæmt fyrir okkur unga fólkið að deila sama húsi og „amma, afi og Halli“. Baldvin Þór var ekki nema nokkurra mánaða þegar við fluttum í sveitina, Sveina að flytja aftur heim eftir nokkur ár á Akureyri. Oft var mikið að gera á stóru heimili en allt- af hægt að treysta á þau á neðri hæðinni fyrir Baldvin, þar var alltaf nægur tími til að sinna honum. Halli hafði mikinn áhuga sauðfé og eru til í hans fórum eldgamlar ærbækur þar sem hann skráði allt vel og vandlega niður. Hann var búin að eftirláta öðrum það verk en fylgdist engu að síður vel með og sérstak- lega í kringum sauðburð og réttir. Halli var mikill handverksmaður og vann mikið við smíðar. Hann var búinn að vinna á flestum bæjum Öngulsstaðahrepps og kunni marg- ar sögur frá því þegar Laugalands- sundlaugin var byggð og þegar Freyvangur var byggður. Honum þótti vænt um að ég, Gunnar, væri kominn í smíðina. Nú síðast um páskana var ég að setja upp hillur og hann settist á stól og fylgdist með. Síðustu árin var hann flesta daga úti í skemmu við smíði. Annaðhvort að smíða einhverja hluti fyrir sig eða sína eða þá að gera upp gömul hús- gögn. Illa farin og gömul húsgögn öðluðust nýtt líf þegar Halli var bú- inn að fara höndum um þau. Við báð- um hann gjarnan að smíða eitthvað fyrir okkur og þá var það gert strax, „ef maður gerir þetta ekki strax þá er hætta á að maður gleymi því bara,“ sagði Halli gjarnan. Það var gaman að fylgjast með þegar Halli var að smíða, allt var þaulhugsað og ef einhver vafi var á, þá var smíðað lítið módel til þess að sjá hvort þessi aðferð væri nægilega góð. Halli hafði gaman af því sýna Baldvin hvernig ætti að bera sig að með verkfæri. Eitt sinn kom ég, Gunnar, að þeim í skemmunni, Baldvin þá fimm ára stóð uppi á stól og var að bora í standborvél en Halli var að saga með stingsög við hefilbekkinn. Mér leist nú svona tæplega á þetta en þá hafði Halli sett borvélina á hægan snúning og grannan bor í vél- ina og leyfði stráknum að reyna sig og allt gekk þetta vel. Enda gaf Halli Baldvin venjulega verkfæri í afmælis- og jólagjafir. Ekki alls fyr- ir löngu gaf hann honum gamla verkfærakassann sinn með þeim orðum að hugsa vel um verkfærin sín og kassann mætti hann samt ekki mála. Það voru margar stundirnar sem við sátum á neðri hæðinni og spjöll- uðum um „gamla tíma“. Það var gaman að fá að vita hvernig búskap- urinn var á fyrri hluta síðustu aldar. Féð rekið á Bleiksmýrardal, gist á leiðinni, farið í göngur á Vaðlaheiði. Hver þúfa og flestir steinar höfðu sitt nafn, það hefði verið gaman að merkja þetta allt inn á kort. Síðasta ár var nú ekki þrautalaust fyrir Halla sem hafði nánast aldrei kennt sér meins og aldrei þurft að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi. Samt kvartaði hann ekki enda ekki hans stíll. Hann sagði þó einu sinni við mig að þetta væri hálfbölvað, þá vissi maður að það hlyti að vera slæmt. Honum leið alltaf best heima í sveitinni og hlakkaði til að komast heim. Þar vildi hann vera. Hann lá á sjúkrahúsinu þegar Katrín fæddist og kom að sjálfsögðu upp á fæð- ingadeild með tárin í augunum yfir litla kraftaverkinu. Hann kom svo heim í skírnina og gladdist yfir því að það væri aftur komin Katrín á Öngulsstöðum og ekki leið á löngu þangað til hann var búinn að grufla það upp að rétt fyrir aldamótin 1800 hefði fæðst stúlkubarn á Önguls- stöðum og fengið nafnið Katrín. Halli kom einnig heim í ársafmælið hennar og við vitum að hann verður með okkur þegar Baldvin Þór verð- ur fermdur nú um hvítasunnuna. Elsku Halli, við þökkum fyrir okkur, börnin okkar og allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Sveina, Gunnar, Baldvin og Katrín. Þá er komið að kveðjustund, elsku Halli minn, og er ég viss um að þú ert sáttur við það þar sem þú varst farinn að þurfa að hægja á þér sök- um aldurs og veikinda síðasta árið, en það átti ekki við þig að sitja að- gerðarlaus. Það sem skipti þig mestu máli var að geta farið út í skemmu að smíða eitthvað fallegt eða dytta að einhverju úr sér gengnu, og alltaf litu hlutirnir út eins og nýir á eftir því þú varst alveg einstaklega handlaginn. Ég er svo heppin að eiga marga fallega hluti eftir þig þar sem þú varst alltaf að gefa þínum nánustu eitthvað, já, gefa því það var ekki viðlit að fá þig til að þiggja greiðslu fyrir, þú tókst það ekki í mál, allt var þetta gert ánægjunnar vegna. Þú varst alveg sérstaklega gjafmildur og góður maður, þú skiptir aldrei skapi og ég man aldrei eftir að hafa heyrt þig blóta eða tala illa um nokkurn mann. Öll „afabörnin“ sem komu á Öng- ulsstaði hændust að þér, og þegar ég hugsa til þín þá sé ég þig ávallt fyrir mér með barn í fanginu að telja puttana eða tærnar. Þín verður mik- ið saknað, Halli minn, þú varst „afi“ okkar allra þar sem þú bjóst alla tíð hjá ömmu og afa. Það er ánægjulegt að þú náðir að koma í afmælið hans Halldórs Smára í lok mars. Þar gát- um við faðmað þig í síðasta sinn. Ég er viss um að þú ert núna upptekinn við að smíða og hugsa um öll litlu börnin á himninum og þannig líður þér best. Kalli nær því miður ekki að kveðja þig þar sem hann er úti á sjó en hugur hans er hjá okkur, hann biður fyrir kæra kveðju. Megi Guð og allir heimsins englar vernda þig. Hvíl í friði. Elín Halldórsdóttir og fjölskylda. Barbí-leikurinn stendur sem hæst og húsgagnauppboði er nýlega lokið. Lítil hnáta stendur upp með tárin í augunum. Hún fékk ekkert eldhús- borð í sinn hlut. Hnípin fer hún út í skemmu til Halla og þau taka tal saman. Á meðan þau spjalla verður eldhúsborð til í höndum gamla mannsins. Á meðan hann smíðar segir hann henni frá því nýjasta sem ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.