Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 44.900kr. SÓL Portúgal Tilbo›i› gildir einungis ef bóka› er á netinu! Örfá sæti laus í maí Bóka›u strax á www.urvalutsyn.is * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 45 39 04 /2 00 4 Brisa Sol í eina viku - 18. og 25. maí 29.900kr. á mann** Flugsæti - 18. og 25. maí á mann m.v. 2 fullor›na í stúdíói. ÓD†R T * Innifali›: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. ** Innifali›: Flugsæti fram og til baka og flugvallarskattar. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN Ís- lands fagnar því ef óháðir sérfræð- ingar verði fengnir til að yfirfara rjúpnarannsóknir stofnunarinnar sem og rannsóknar- og vöktunar- áætlanir. Stofnunin er hins vegar mótfallin þeirri hugmynd að slík út- tekt yrði gerð á vegum Skotveiði- félags Íslands (SKOTVÍS). Í frétt Morgunblaðsins í gær var greint frá því að félagið hefði sótt um styrk til þess að fá erlenda sérfræðinga til að yfirfara rjúpnarannsóknir Náttúru- fræðistofnunar. Stofnunin telur að umhverfisráðu- neytið ætti frekar að standa að slíkri úttekt. Þetta segir Snorri Baldurs- son, forstjóri Náttúrufræðistofnun- ar. „Við treystum því ekki að úttekt á vegum SKOTVÍS verði hlutlaus vegna þess hvernig þeir, og einkum formaður félags- ins, hefur talað í ræðu og riti á undanförnum mánuðum,“ segir Snorri. „Formað- urinn hefur haldið uppi mjög harðri gagnrýni á Nátt- úrufræðistofnun Íslands og að okk- ar mati oft mjög ómaklegri og ómál- efnalegri. Hann hefur m.a. sakað stofnunina um að hafa hagrætt rann- sóknarniðurstöðum til að auðvelda umhverfisráðherra að taka ákvörðun um að alfriða rjúpuna. Meðan for- maður SKOTVÍS tekur þessi ómak- legu ummæli ekki til baka þá treyst- um við honum ekki til að standa að óháðri rannsókn. Hann veit betur en svo að Náttúrufræðistofnun Íslands sé vísvitandi að hagræða rannsókn- argögnum,“ segir Snorri. Hann segir að nú standi yfir vor- talning á rjúpu og verði niðurstaða hennar birt í júní ásamt ítarlegri skýrslu um vöktunargögn Náttúru- fræðistofnunarinnar á rjúpu frá árinu 1999. Skýrslan er unnin í sam- starfi við Reiknifræðistofnun Há- skóla Íslands.„Við mælum ekki með því að það verði gripið til breyttra að- gerða á þessu stigi,“ segir Snorri. „Fyrsta skrefið er að bíða eftir nið- urstöðum þessarar skýrslu, en við lögðum fram veiðibann og teljum ekki forsendur til að breyta þeirri stefnu á þessu stigi. Við teljum að nota eigi tímann til að hafa víðtækt samráð um hvernig haga eigi rjúpna- veiðum til framtíðar hér á landi,“ seg- ir Snorri en nefnd er nú að störfum sem vinnur að slíkum tillögum. Fagnar óháðri úttekt á rjúpnarannsóknum Snorri Baldursson Treysta SKOTVÍS ekki til að gera hlutlausa úttekt LÍÐAN nýbakaðra foreldra við útskrift af fæðing- ardeild hefur forspárgildi um hvernig þeir aðlagast for- eldrahlutverkinu og hvernig þeim kemur til með að líða sex vikum eftir heimferð. Foreldri sem líður illa við heimferð er líklegra til að líða illa sex vikum síðar. Skiptir þá engu máli hvort foreldrar hafi verið á sæng- urkvennagangi, í Hreiðrinu svokallaða eða með börn sín á vökudeild. Foreldrum barna af vökudeildum er hættara við að líða illa við útskrift en öðrum foreldrum. Aðlögun for- eldra sem hafa átt barn á vökudeild eða sængurkvenna- gangi, er mjög sambærileg viku eftir heimferð en for- eldrar sem hafa verið á Hreiðrinu hafa betur aðlagast foreldrahlutverkinu en hinir hóparnir. Þó virðist aðlög- un foreldra úr Hreiðrinu hafa tilhneigingu til að versna þegar líður á fyrstu sex vikurnar meðan hún hefur til- hneigingu til að batna hjá öðrum foreldrum. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem hjúkrunarfræðing- arnir Margrét Eyþórsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir hafa unnið en niðurstöður hennar voru kynntar á ráð- stefnunni Hjúkrun 2004. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman foreldra heilbrigðra og veikra ný- bura og hvað aðlögun þeirra að foreldrahlutverkinu og andlega og líkamlega líðan þeirra varðar. Úrtak rann- sóknarinnar var 152 foreldrar heilbrigðra nýbura, 100 úr Hreiðrinu og 52 af sængurkvennagangi, og 68 for- eldrar allra barna sem útskrifuð voru af vökudeild á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir, þ.e. sumarið 2001. Samtals tóku 110 foreldrapör þátt í rannsókninni af 174 sem valin voru í úrtakið eða 63,2%. Gagna var aflað með því að foreldrar svöruðu þrisvar sinnum spurningalistum; á meðan þau voru á spít- alanum, viku eftir útskrift og svo sex vikum eftir út- skrift. Feður jafnt sem mæður voru spurð um líðan enda segja rannsakendur að líðan annars foreldris hafi mikil áhrif á líðan hins. Bjóða þarf viðeigandi þjónustu „Fyrir okkur sem fagmenn þá skiptir það máli að vita það að líðanin hefur forspárgildi,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. „Það skiptir máli að við met- um líðan foreldra og bjóðum þeim viðeigandi þjónustu. Fólk sem líður vel fyrir heimferð er líklegt til að líða líka vel sex vikum eftir heimkomu, hvort sem barnið var á vökudeild eða ekki. Það er greinilegt að hlutirnir batna ekki af sjálfu sér.“ Guðrún segir að góð þjónusta sé veitt nýbökuðum foreldrum fyrstu dagana eftir að heim er komið, en síð- an dregur verulega úr eftirfylgni. Sérstaklega eigi þetta við um foreldra úr Hreiðrinu. Hún bendir á að við rannsóknir hafi komið í ljós að aðlögun versnar mark- tækt eftir því sem líður á fyrstu sex vikurnar hjá for- eldrum úr Hreiðrinu en hún batnar marktækt hjá öðr- um foreldrum. „Hugsanlega erum við að sleppa fólki, sem allt virðist ganga vel hjá, of snemma,“ segir Guð- rún. „Það skiptir máli að meta líðan þessara foreldra. Við höfum verið að gera stórar breytingar á þjónustu við foreldra án þess í rauninni að vita afleiðingarnar.“ Guðrún og Margrét benda á að niðurstöðurnar gefi til kynna að hjúkrunarfræðingar þurfi að vera meðvit- aðir um líðan foreldra eftir fæðingu á öllum deildum. „Ef við getum haft áhrif á líðanina fyrir heimferð get- um við haft áhrif á líðanina eftir sex vikur,“ segir Guð- rún. Þær segja niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að halda áfram að skoða aðlögun foreldra að foreldra- hlutverkinu. Mikilvægt að fylgjast með líðan nýbakaðra foreldra Morgunblaðið/Þorkell Líðan foreldra við útskrift af fæðingardeild hefur for- spárgildi um hvernig þeir aðlagast foreldrahlutverki. TINNA Alavis var ein af tíu efstu stúlkunum í fegurðarsamkeppn- inni Queen of the World, sem fram fór í München í Þýskalandi á föstudagskvöld. Þá vann hún net- kosninguna þar sem netverjar gátu kosið hvert fljóðanna þeim þætti fegurst. Alls tóku um 60 stúlkur víðsvegar úr heiminum þátt í keppninni. „Jú, ég var svolítið stressuð, ég verð nú að segja það. Ég var að- allega stressuð yfir að ég kæmist ekki í topp tíu,“ segir Tinna. Hún var í tvær vikur í Þýskalandi og mikið mæddi á stúlkunum. „Við æfðum á hverjum degi. Vökn- uðum klukkan sjö og vorum ekki búnar fyrr en seint á kvöldin, það voru endalausar myndatökur.“ Tinna segir að hún hafi fengið alls konar tilboð meðan á keppn- inni stóð, t.d. frá umboðsskrif- stofum fyrir fyrirsætur, og því getur vel verið að hún eigi eftir að vinna eitthvað við sýningar- störf í framtíðinni. Hún varð í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands síðastliðið vor. Tinna stundar nám í Mennta- skólanum í Kópavogi og stendur í ströngu um þessar mundir því nú eru prófin að skella á. Fyrsta próf Tinnu er eftir rúma viku og tók hún skólabækurnar með til Þýska- lands. „Ég var eitthvað að glugga í þær en náði ekki að lesa mikið,“ segir Tinna. Íslensk stúlka meðal tíu efstu Morgunblaðið/Jim Smart Tinna Alavis lenti í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands 2003. NOTENDUR mbl.is geta pantað ókeypis smáauglýsing- ar á vefnum fram til 1. júní nk. Auglýsingarnar munu birtast á smáauglýsingavef mbl.is, og verður hver auglýsing inni í sjö daga. Að þeim tíma lokn- um er auglýsandanum sendur tölvupóstur þar sem honum er boðið að framlengja birtingu um aðra sjö daga eða bóka nýja auglýsingu. Auglýsing getur innihaldið allt að 160 stafi og hægt er að láta mynd fylgja sé þess ósk- að. Ókeypis smá- auglýsingar á mbl.is RAMMT hefur kveðið að þjófnuðum á bifhjólum undanfarna viku á höf- uðborgarsvæðinu, og segist formað- ur vélhjólaíþróttaklúbbsins aldrei hafa upplifað annað eins. Búið er að stela tveimur 800 þúsund króna tor- færuhjólum og gera tilraun til þjófn- aðar á því þriðja á aðeins einni viku. Segir Hrafnkell Sigtryggsson, for- maður vélhjólaíþróttaklúbbsins, að þjófar séu greinilega farnir að skipu- leggja sig og sækjast eftir hinum svokölluðu motocross-hjólum. „Þjóf- arnir eru farnir að fylgjast með því hvar þessi hjól er að finna og skoða hversu auðvelt er að ná þeim. Síðan fara þeir hreinlega og „sækja“ þau,“ segir Hrafnkell. „Hugsanlega nota menn hjólin sem gjaldmiðil í ein- hverjum vafasömum viðskiptum.“ Til marks um bíræfni þjófanna nefnir Hrafnkell að þeir víli ekki fyr- ir sér að fara inn í bílskúra með þjófavörnum og renna hjólunum út með viðvörunarkerfið glymjandi yfir sér. Ein tilraun þjófanna heppnaðist þó ekki sem skyldi því þá kom eldri kona að þeim fyrir algera tilviljun og flúðu þeir þá á brott. Hrafnkell hvet- ur bifhjólaeigendur til að verja hjól sín með öllum mögulegum hætti. Dæmi um torfæruhjól sem horfið hefur að undanförnu. Verðmæti svona hjóls er um 800 þúsund kr. Mikið um þjófnaði á torfæruhjólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.