Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 23

Morgunblaðið - 29.05.2004, Side 23
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 23 Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur* í stað 19,68% vsk. áður Hagstæð gleraugnakaup Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: SMÁRALIND: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL KEFLAVÍK: GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI • SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? * Innifalið er virðisaukaskattur, 19,68%, og afsláttur 5,32%, miðað við verðlagningu í neðangreindum verslunum. Vestmannaeyjar | Framhaldsskól- inn í Vestmannaeyjum útskrifaði á dögunum tuttugu og einn stúdent og hafa nú yfir þúsund manns út- skrifast frá skólanum, sem fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Ólafur H. Sigurjónsson skóla- meistari flutti ávarp við athöfnina. Rut Haraldsdóttir hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem áttu 20 ára stúd- entsafmæli og færði skólanum fyr- ir hönd hópsins málverk eftir Bjarna Ólaf Magnússon. Þá talaði Njáll Ragnarsson fyrir hönd ný- stúdenta og þakkaði skólanum fyr- ir ánægjuleg og árangursrík ár. Tólf af útskriftarnemunum í ár hafa nú þegar ákveðið að fara í framhaldsnám, átta í Háskóla Ís- lands, einn ætlar í Hússtjórnar- skóla Reykjavíkur, einn á Bifröst, einn í Kennaraháskólann, einn í Borgarholtskóla, einn í Háskólann í Reykjavík, einn í Tækniháskól- ann og einn ætlar til Írlands í Há- skóla. Stúdent- ar út- skrifaðir í Eyjum Selfoss | Fyrirtækið Jötunn Vélar hefur keypt rekstur og lager Bújöf- urs búvéla- og véladeildar Ingvars Helgasonar og sameinað undir merki Jötuns Véla með höfuðstöðvar á Austurvegi 69 á Selfossi. Jötunn Vélar er alhliða innflutn- ingsfyrirtæki sem býður mikið úrval véla og tækja fyrir landbúnað og verktaka. Meðal þekktra vöru- merkja sem Jötunn Vélar er um- boðsaðili fyrir eru: Massey Fergu- son og Valtra dráttarvélar, Pöttinger og Vicon heyvinnutæki og Schaffer Lader vinnuvélar. Jötunn Vélar er í samstarfi við fjölda verkstæða vítt og breitt um landið sem annast þjón- ustu við viðskiptavini fyrirtækisins. Á Selfossi er fyrirtækið í samstarfi við Vélaverkstæði Þóris sem er sér- hæft landbúnaðar- og vinnuvéla- verkstæði og er í sömu byggingu. Fyrirtækið Jötunn Vélar er í eigu fjárfesta sem tengjast landbúnaði og starfsmanna félagsins og er hlutafé félagsins 80 milljónir. Áætluð velta Jötuns Véla er um 700 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru 8. Finnbogi Magnússon framkvæmda- stjóri sagði í athugun að útibú yrði í Reykjavík, í samvinnu við aðra aðila, til að þjóna viðskiptavini. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns Véla, við höfuðstöðvarnar. Fyrirtækið Jötunn Vélar ehf. stofnað á Selfossi Þorlákshöfn | Landsbankinn bauð fyrir stuttu til sumarfagnaðar í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn fyrir rekstraraðila í Sveitarfélaginu Ölf- usi til að kynna fyrir þeim við- skipti og þjónustu bankans. Boðið var upp á léttar veitingar og gestir fengu tækifæri til að hitta og ræða við stjórnendur bankans sem voru á staðnum. Við þetta tækifæri skrifuðu stjórnendur Landsbankans, Sigur- jón Þ. Árnason, Halldór J. Krist- jánsson og Ægir Hafberg, útibús- stjóri í Þorlákshöfn, annars vegar og bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarson, ásamt bæjarstjórnarmönnunum Maríu Sigurðardóttur og Sigurði Bjarnasyni, hins vegar undir 290 milljón króna lán. Af þessari upp- hæð eru 90 milljónir gömul lán sem verið var að endurfjármagna. Sveitarfélagið Ölfus stendur í miklum framkvæmdum um þessar mundir eins og viðbyggingu grunnskólans, gatnagerð í nýju hverfi sunnan Berga gegnt grunn- skólanum, en þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 56 íbúðir. Einnig má nefna byggingu íbúða fyrir aldraða, stækkun hafnarinnar, lag- færingar og endurbætur á frá- veitukerfi bæjarins og bætta íþróttaaðstöðu s.s. gerð gervigras- vallar. Ölfus tekur lán í Lands- bankanum Lántaka bæjarsjóðs | Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að taka tilboði Landsbankans í kjölfar skuldabréfaútboðs og heimila lán- töku að fjárhæð 270 milljónir króna í samræmi við fjárhagsáætlun. Lánið er verðtryggt með 4,30% föstum vöxtum. Lántökugjald er 1% með sölutryggingu innan 5 daga og stimpilgjald er 0,5%. Bæjarstjóra er veitt heimild til að kanna hvort Landsbankinn getur selt 60 milljónir í viðbót á sömu kjörum. Bæjarráð hefur einnig samþykkt að taka lán til 15 ára að fjárhæð 85 milljónir hjá Lánasjóði sveitarfé- laga. Lánið er í ísl. krónum, verð- tryggt skv. vísitölu neysluverðs með föstum 4,23% vöxtum. Bæjarráð samþykkti að veita Lánasjóðnum tryggingar fyrir láninu í tekjum sveitarfélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.