Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 NÝJASTA bók Ian Sansom, Ring Road eða Hringvegurinn eins og heiti hennar gæti út- lagst á íslensku, er einkar áhugaverð að mati gagnrýn- anda breska dagblaðsins Guardian sem segir þó erfitt að festa bókina í einhvern einn ákveðinn flokk. Þannig sé hún í raun hvorki skáldsaga né sjálfsævisaga, né heldur falli hún í hóp þeirra sagna sem byggjast á raunveruleikanum en sé engu að síður verulega skemmtileg lesning sem líkja megi við Lake Wobegon eftir Garrison Keillor. Bókin hafi í raun aðdráttarafl góðs sjón- varpsþáttar og sé eins konar rennsli stuttra frásagna um líf- ið í smábæ þar sem finna megi samlíkingar við skrif ekki ómerkari höfunda en Mark Twain, Sinclair Lewis og jafn- vel Dylan Thomas. Konungsríkið og valdið TENGSL Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu eru tekin fyrir í bók Craig Ungers, fyrrum að- stoðarritstjóra The New York Observer. Bókin nefnist House of Bush, House of Saud: The Se- cret Relation- ship Between the World’s Two Most Powerful Dynasties og staðhæfir Unger þar að tengsl núverandi Bandaríkjastjórnar við sádi-arabísk stjórnvöld stjórnist að stórum hluta af fjármálatengslum sádi- arabísku konungsfjölskyld- unnar og fjölskyldu George Bush, núverandi Bandaríkja- forseta. Leggur Unger mikið á sig við að lýsa tengslunum sem myndast hafa á milli þessara fjölskyldna í gegnum árin og er að mati gagnrýnanda New York Times óneitanlega margt gruggugt við þau tengsl, auk þess sem hann bendi réttilega á að konungsfjölskyldan hafi aðeins reynst vinir á meðan allt léki í lyndi. Slæmur áhrifavaldur HIN flóknu tilfinningasambönd sem myndast geta á æskuár- unum og siðferðilegar spurn- ingar sem einnig kunna að vakna er viðfangsefni nýjustu bókar William Sutcliffe, Bad Influence eða Slæmur áhrifa- valdur eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Þar segir frá Ben, tíu ára dreng, og kynnum hans af Carl, sem óttast engan og fyllir lífið bæði spennu og hættu. Er æskuvin- ur Bens, Olly, bætist í hópinn gerir valdabarátta vart við sig meðal vinanna sem á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar. Örlagaförin til Moskvu ADAM Zamoyski tekur und- anhald Napóleons frá Moskvu fyrir í bók sinni 1812: Napo- leon’s Fatal March on Moscow. Þar segir frá hinni örlagaríku tilraun Napóleons að ráðast inn í rússneska keisaradæmið og þeim erfiðu aðstæðum er þar mættu mönnum hans. Þannig er umfjöllun Zamoysk- is, sem er einkar ítarleg, vægðarlaus og lýsingar hans á hungri og hörmungum oft mis- kunnarlausar í látleysi sínu sem eykur enn frekar á áhrif- in. ERLENDAR BÆKUR Hring- vegurinn George Bush B laðamannafélag Íslands veitti í fyrsta skipti Blaðamannaverð- launin á árshátíð sinni, hinu svo- kallaða Pressuballi, fyrr í þessari viku. Verðlaunað var í þremur flokkum fyrir (a) rannsóknar- blaðamennsku ársins, (b) bestu umfjöllun ársins og loks voru veitt (c) blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin komu í hlut fréttahauka á Stöð 2, Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, fólks sem hefur lengi verið í eldlínunni í íslenskri blaðamennsku og er vel að viðurkenningunni komið. Daginn eftir úthlutunina lýsti Víkverji í Morgunblaðinu þeirri skoðun sinni að umfjöllun íslenskra fjölmiðla um Blaðamannaverðlaunin og úthlutun þeirra orkaði tvímælis. Honum þótti „ballið og verðlaunin vera heldur ómerki- legt fréttaefni sem einna helst lýsir því hversu uppteknir fjölmiðlamenn virðast stundum vera af sjálfum sér“. Áður hafði hann reyndar við- urkennt að pistill hans um þetta viðfangsefni væri undir sömu sök seldur, með honum væri hann að brjóta eigið boðorð þess efnis „að blaðamenn eigi ekki að skrifa eða fjalla um sjálfa sig eða eigin störf í fjölmiðlum nema í al- gerum undantekningartilvikum“. Ég get tekið undir þau orð, enda hef ég fyrr á þessum vett- vangi varað við þeirri tilhneigingu fjölmiðla að gleyma sér skríkjandi fyrir framan eigin speg- ilmynd. Blaðamannaverðlaunin haldast ennfremur í hendur við þá merkilegu tilhneigingu samtím- ans að skipuleggja ýmis svið veruleikans sem íþróttakeppni. Hver listgreinin á fætur annarri hefur farið þessa leið, eins og Íslensku bók- menntaverðlaunin, Edduverðlaunin og Gríman bera vott um, en að auki má benda á enda- lausar skoðanakannanir um hitt og þetta og ár- legt val fjölmiðla eða hagsmunaaðila á mark- aðsmanni ársins, konu ársins, mönnum ársins í viðskiptalífinu, að ógleymdum kynþokkafyllstu Íslendingunum. Þessi tilhneiging er auðvitað til þess fallin að kalla á fjölmiðlaumfjöllun; keppni og úrslit henta giska vel hinu knappa frásagn- arformi fréttarinnar. Kannski spilar hér líka inn í þörf okkar fyrir hreinar línur andspænis þeim ofurflókna og mótsagnakennda veruleika sem við blasir. En þrátt fyrir þessa varnagla fagna ég Blaðamannaverðlaununum sem slíkum. Gildi þeirra felst í því að hvetja íslenska blaða- og fréttamenn til dáða, auka starfs- metnað þeirra, minna á að vönduð vinnubrögð, útsjónarsemi og sjálfstæði gagnvart valdastofn- unum samfélagsins eru aðal góðs blaðamanns. Væntanlega mun það taka verðlaunin nokkur ár að festa sig í sessi og þróast. Sjálfum þótti mér að munurinn á tilnefningarflokkununum þremur hefði mátt vera meiri, eða a.m.k. ljós- ari. Svo virðist sem einn blaðamaður gæti sóp- að til sín öllum verðlaununum fyrir eina úttekt (merkilega umfjöllun sem góður blaðamaður byggir á sinni eigin rannsóknarblaðamennsku). Og hvað um ýmsar aðrar mikilvægar hliðar blaðamennskunnar, svo sem stílgaldur, viðtals- tækni eða frumleika, er ástæða til að verðlauna þær sérstaklega? Efnið sem fékk tilnefningu að þessu sinni spannar nokkur helstu hitamálin í íslensku samfélagi á liðnu ári: boðaða brottför hersins, stóriðju- og virkjanamál, hræringar í viðskipta- lífinu, meint brot á samkeppnis- og skattalög- unum. Einnig var tilnefnd úttekt á grimmum veruleika HIV-smitaðra á Íslandi og umfjöllun um kynlífsmarkaðinn, hvort tveggja mál sem ástæða er til að draga fram í opinberri um- ræðu. Persónulega hefði ég viljað sjá eitt mál- efni enn af því tagi á lista yfir tilnefningar, en það eru málefni innflytjenda á Íslandi. Þessi árin er Ísland að breytast úr tiltölulega einsleitu samfélagi í fjölþjóðlegt samfélag fólks með ólíkan bakgrunn og móðurmál. Þetta er sama þróun og hefur átt sér stað í flestum löndum veraldar á liðnum áratugum, ekki síst á Vesturlöndum. Víða hefur umræðan í fjöl- miðlum um innflytjendur verið fyrst og fremst á neikvæðum nótum; einu fréttirnar sem hafa þótt fréttnæmar hafa verið neikvæðar, fréttir sem eru til þess fallnar auka á tortryggni og deilur. Fjölmiðlar geta á hinn bóginn gegnt lykilhlutverki í að skapa einingu og skilning á milli fólks sem kemur úr ólíkum áttum. Eitt mikilvægasta framlag þeirra til lýðræðisins er leyfa ólíkum röddum samfélagsins að hljóma. Nokkrir íslenskir blaðamenn hafa á liðnum árum sinnt málefnum innflytjenda af stakri al- úð og metnaði, bæði með umfjöllun um tiltekin mál en ekki síður með persónulega viðtölum við Íslendinga af erlendum uppruna. Í Rík- isútvarpinu Rás 1 hafa t.a.m. Ævar Kjart- ansson og Elísabet Brekkan unnið gott starf og nú nýlega hefur Elísabet haldið áfram á sömu braut á síðum DV. Að öðrum ólöstuðum hefur Anna G. Ólafsdóttir á Morgunblaðinu þó skarað fram úr. Með skrifum sínum hefur hún und- anfarin ár gefið íslenskum almenningi einstök tækifæri til að kynnast fjölda fólks sem hingað hefur flutt frá ýmsum heimshornum, sögu þess (sem oft er þyrnum stráð) og þeim jákvæða sköpunarmætti sem það færir íslensku sam- félagi. Greinar hennar um innflytjendamál í Svíþjóð á liðnum vikum eru enn eitt dæmi um vandaða blaðamennsku sem á sannarlega skilið að vera tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna að ári. FJÖLMIÐLAR BLAÐAMANNAVERÐLAUNIN 2005 Nokkrir íslenskir blaðamenn hafa á liðnum árum sinnt mál- efnum innflytjenda af stakri alúð og metnaði. J Ó N K A R L H E L G A S O N Fyrir stuttu hóf Dove sápufyrirtækið aug- lýsingaherferð í Lundúnum. Auglýsing- unum er ætlað að vekja athygli á nýju stinnandi líkamskremi fyrir konur. Herferð- inni var hleypt af stokkum með stórum auglýsingaskiltum með mynd af bústinni konu íklæddri nærklæðunum einum sam- an. Á skiltinu stendur eftirfarandi „Nýtt Dove stinnandi. Prófað á alvöru línum.“ Að sögn Jo Riley, talsmanns Dove í Bret- landi, var ákveðið að nota hvorki grannar sýningarstúlkur né myndvinnslu til fegr- unar í herferðinni. Hann sagði þau hjá Dove vera meðvituð um að konur væru orðnar þreyttar á því að sjá fyrirsætur í auglýsingum sem allar nota sömu fata- stærð. Nýverið var gerð könnun á vegum fyrirtækisins þar sem tveir þriðju svarenda sögðust vera óánægðar með líkama sinn. Meira en helmingur svarenda sagðist gjarnan vilja sjá konur með línur í auglýs- ingum og 56% kvennanna sögðust vera öruggari með líkama sinn þegar konurnar í auglýsingunum væru líkari þeim sjálfum. En erum við konur svona ofurseldar ímyndinni um fullkomnu photoshop- konuna að við eigum ekki orð yfir hug- rekki kvenna sem koma til dyranna eins og þær eru klæddar með aukakílóin, hrukkurnar og appelsínuhúðina og láta taka mynd af sér á nærfötunum í of- análag. Það er kannski umhugsunarefni fyrir okkur konur að greina hismið frá kjarnanum. Franski félagsfræðingurinn Pierre Bour- dieu hélt því fram að konur næðu aldrei jafnrétti fyrr en þær hættu að taka þátt í hlutgervingu á konum. Með öðrum orð- um, við konur þurfum að hætta að vera skrautmunir, hætta að mála okkur og hætta að taka þátt í því að við þurfum að vera sætar fyrir aðra (og hætta að telja sjálfum okkur trú um að við höfum okkur til fyrir okkur sjálfar!). Þessi auglýsingaherferð er ekki hugsuð út frá réttum forsendum að mati undirrit- aðrar. Það að auglýsa stinnandi líkams- krem fyrir konur sem teljast mjúkar að mati hins almenna markaðar, hlýtur að teljast tvískinnungur. Þetta er frekar nið- urlægjandi fyrir konur sem eru hafðar að ginningarfíflum rétt eins og fyrri daginn. Við konur eigum að vita betur en látum samt alltaf selja okkur sömu klisjuna um að staðlað útlit muni færa okkur hamingju og bæta aðgengi okkar að lífsgæðum. Opnum augun, konur, hættum að láta stjórnast og stöndum saman gegn kjaft- æðinu. Edda Jónsdóttir Tíkin www.tikin.is Morgunblaðið/Sverrir ALVÖRU LÍNUR I Fyrsta mars síðastliðinn voru stofnaðar 570 nýjarbloggsíður á folk.is en nýskráningar höfðu þá und- anfarna daga rokkað á milli 400 og 500. Þetta kem- ur fram í frétt á heimasíðu folk.is en þar segir einnig að vefurinn sé sá fjórði vinsælasti á landinu sam- kvæmt samræmdum mælingum og með næstflestu flettingarnar á eftir Morgunblaðsvefnum. II Íslendingar hópast á vefinn til að blogga. Oghvað er blogg? Jú, síður þar sem einstaklingar búa til tengla á forvitnilegt efni sem þeir finna á Net- inu og skrifa um þessa tengla og raunar allt milli himins og jarðar. Bloggarinn leggur þó höfuðáherslu á að lýsa daglegri reynslu sinni – oft í pínlegum smá- atriðum – og hugsunum sem spretta í hversdagslíf- inu. Blogg er oftast eins og milliliðalaus tjáning, eins konar vitundarflæði; bloggarinn lætur allt vaða, hann veltir því ekki mikið fyrir sér hvort textinn sé vel stílaður, rétt stafsettur, hvort samhengi sé gott osfrv. Og síst af öllu veltir hann því fyrir sér hvort það sem hann skrifar geti hugsanlega komið einhverjum öðrum við en honum sjálfum. Bloggið lýtur engri ut- anaðkomandi ritstjórn, það er enginn útgefandi, bloggarinn er sjálfs sín herra. Forsendur bloggsins eru því allt aðrar en annarra opinberlegra skrifa og þó einkum prentaðs efnis. Innihald bloggsins er ekki endilega mjög frábrugðið því sem fólk skrifaði áður í dagbækur og bréf, en Netið hefur breytt því að nú koma þessir textar fyrir almenningssjónir. III Blogg er eins konar framlenging á taugakerfimannsins. Bloggarinn opinberar sálarlíf sitt. Þekktur bandarískur bloggari, Joe Clark, segir að bloggið sé tækni til þess að flytja sálarlífið út úr lík- amanum. „Bloggið þitt er eins og nýr útlimur, nýr munnur og nýtt heilahvel. Þú ert ekkert líklegri til þess að skera þessa nýju líkamshluta af þér en hina sem fyrir eru. Ég held áfram að blogga, ekki fyrir peninga, ekki til þess að verða frægur, heldur aðeins fyrir sjálfan mig,“ segir Joe Clark. IV Bloggið er hugsanlega hápunktur hinnarsterku játningamenningar samtímans sem birtist einnig með skýrum hætti í fjölda fjölmiðla- viðtala og í raunveruleikaþáttum. Játningamenn- ingin er afleiðing rafrænnar fjölmiðlunar, eins og Marshall McLuhan benti á. Nálægðin sem hinir rafrænu miðlar skapa var ef til vill óbærileg í fyrstu en smámsaman féllu múrar einkalífsins. Nú eru allir menn að öllu leyti hluti af innviðum allra manna, sagði McLuhan. „Það er ekkert einkalíf og engir leyndir líkamshlutar. Í heimi þar sem við er- um öll að innbyrða og melta hvert annað eru dóna- skapur og klám ekki möguleg. Slík eru lögmál hinna rafvæddu miðla sem teygja taugarnar svo þær myndi heimsnet sem fangar allt.“ Bloggið opn- ar allar gáttir. Bloggið sameinar okkur í einu taugakerfi. Við vitum auðvitað ekki enn hvernig þetta breytir okkur. Verður sjálfsmynd okkar skýr- ari? Verður heimsmyndin þrengri? NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.