Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.04.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. APRÍL 2004 SÖNGLEIKURINN Assassins, eða Leigumorðingjarnir, eftir þá Stephen Sondheim og John Weidman, hefur nú ratað á fjal- irnar í helsta leikhúshverfi New York borgar, Broadway, en verkið var fyrst sett upp ár- ið 1991. Að mati New York Times eru þó margvíslegar út- skýringar á því að þessi grág- lettna kómedía hefur ekki verið sett upp þar fyrr, en verkið segir frá Bandaríkjamönnum sem dreymir um að drepa for- seta sinn. Assassins sveipar ofbeldi þó engum dýrðarljóma og tekst söngleikjahöfundunum að mati gagnrýnandans einkar vel að kalla fram tilfinningar eign- arsviptis og vonleysis, mistaka og firringar, sem hér eru magnaðar svo upp að þær verða öllum kunnugar og ná fyrir vikið að vekja óhug með sýningargestum. Verkið þykir þá einnig hafa vissa tengingu við þjóðfélag samtímans og at- hyglisþörfinni er það einkennir, enda virðist frægðin oft flestu öðru meira virði. Varir West SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér rauðan ullarsófa sem hannaður var af spænska lista- manninum Salvador Dali eftir vörum leikkonunnar Mae West. Sófinn er nú, ásamt fleiri verkum, til sýnis í CaixaForum í Barcelona, en þar má nú finna sýningu á verkum meistarans, sem haldin er í tilefni hundrað ára fæðingarafmælis Dalis. Sýningin nefnist Fjöldamenning og hýsir rúmlega 400 verk Dal- is, þar sem leitast er að ná fram þeim tengslum myndlistar og fjölmenningar er listamað- urinn sjálfur hafði í hávegum. Petrúska á uppboði NÓTNAHANDRIT Stravinskys fyrir ballettinn Petrúska verð- ur selt á uppboði hjá Sotheby’s í London í næsta mánuði. Talið er að nóturnar, sem ná yfir verkið í heild sinni, muni selj- ast á um 197–262 milljónir króna, enda hefur vefmiðill Gramophone eftir Stephen Roe, yfirmanni handritadeildar Sotheby’s að nótnahandritið sé eitt það besta eftir Stravinsky sem nokkurn tíman hafi verið boðið upp. Ballettinn samdi Stravinsky árið 1911 fyrir ball- ettflokkinn þekkta Ballet Russ- es, sem samlandi hans Rússinn Dyagilev fór fyrir. Auk nótnahandritsins fyrir Petrúsku mun einnig verða boðið upp nótnahandrit Mahl- ers að verkinu „Ich bin der Welt abhanden gekommen“, en nóturnar gaf Mahler austur- ríska tónfræðingnum Guido Ad- ler, sem hann tileinkaði verkið, á fimmtugsafmæli þess síð- arnefnda. Talið er að söluverð þess muni nema 52–79 millj- ónum króna. Leigumorð- ingjarnir í Broadway ERLENT Reuters GALLERÍIÐ Kubburinn er nýtt gallerí sem var fyrir skemmstu opnað í húsakynnum Listahá- skóla Íslands, og hefur þar með verið tekið upp á þeirri skemmtilegu og vel til fundnu nýbreytni að reka sýningarrými á vegum myndlistardeildar skólans. Sýningardagskránni er líka ætlað að end- urspegla þá starfsemi sem fram fer innan deild- arinnar, m.a. með sýningum á verkum nemenda, gestakennara og annarra þeirra er tengjast skól- anum. Fyrrum nemendur skólans, þau Særún Stefánsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Unnar Örn Auðarson voru fengin til að ríða á vað- ið með fyrstu sýningu Kubbsins, en öll tilheyra þau yngstu kynslóð listamanna og eru þar af leið- andi tiltölulega nýútskrifuð. Verk þessara þriggja listamanna eru óneitan- lega ólík á að líta en ná þó að njóta sín vel í sýning- arrýminu, sem er ekki stórt en bjart og með mik- illi lofthæð sem hentar ekki hvað síst vel verki Særúnar Stefánsdóttur, Bráð II. Verkið er staf- rænt prent á pappír og nýtir listakonan þar rýmið sem hún hefur til afnota til hins ítrasta. Hér er hvítum myndfletinum lokað af í báða enda af hundi og bráð hans. Aðeins glittir í hundinn, sem er í viðbragðsstöðu, og spenna hans augljós og er ýjað þar með að bæði hraða og hreyfingu í þessu skemmtilega verki þar sem listakonunni tekst einkar vel að virkja jaðra myndrammans og skapa þannig væntingu sýningargesta til hvíta rýmisins er skilur á milli. Líkt og áður sagði eru verk listamannanna þriggja ólík, en hvert þeirra byggir sinn eigin hluta Kubbsins og skilin milli verka eru nógu skýr til að hvert og eitt fái notið sín á sínum eigin for- sendum, jafnvel þótt rýmishlutinn sé nýttur til fulls. Þannig teygir verk Sirru Sigrúnar Sigurðar- dóttur, Determinism, sig til að mynda út í öll horn veggflatarins sem hún hefur til umráða. Vegg- urinn er málaður í skærum og líflegum litum í gul- um, bláum, rauðum, bleikum, brúnum og grænum tónum þar sem skýrar formmyndanir mara á mörkum hins fígúratífa og abstraktlistar. Sirra Sigrún lætur hins vegar ekki þar við sitja og verð- ur litskrúðugur veggurinn eins konar bakgrunnur fyrir þrjár ólíkar ljósmyndir sem hann prýða líkt og nótur á nótnaskala lífsins. Ólíkt listakonunum tveimur, sem báðar sýna eitt verk, kýs Unnar Örn Auðarson hins vegar að vinna með tvo ólíka miðla, annars vegar mynd- skyggnuverkið Gestalt, er byggir á 80 myndum, og hins vegar hið skemmtilega nefnda „Með ein- strengingslegum og stærðfræðilega nákvæmum reglum er hægt að forðast endurtekningu og ná fram óvenjulegri fjölbreytni“ – hillusamstæðu með krossviðarplötum sem skreyttar eru við- kvæmnislegum vatnlitamyndum af fjölbreyttu plöntuúrvali. Að grunninum til kunna vatnslita- myndirnar að minna um margt á hefðbundnar plöntumyndir, en staðsetning þeirra á hilluplötum þessa nytjahúsgagns og sá forgengileiki sem í henni felst sýnir vel að tilgangurinn er annar. Létt og loftkennd Unnar Örn er hins vegar ekki einn um að bjóða sýningargestum upp á viðvæmnislegar plöntu- myndir þótt undir óhefðbundnum formerkjum sé, því slík verk er einnig að finna á sýningu listakon- unnar Mireyu Samper í Ingólfsnausti. En þar mynda fínlegar blómamyndir í anda austur- lenskra plöntumynda hluta myndraðarinnar Samruni. Sýning Mireyu, sem sýnt hefur verk sín víða um lönd og ekki alltaf á hefðbundnum sýning- arstöðum, einkennist ekki aðeins af austurlensk- um áhrifum í tilfelli plöntumyndanna, því hið sama má segja um myndröðina Samruna í heild sinni, sem og verkaröðina Mansthithi, eða Hugar- ástand, sem sýningin dregur heiti sitt af. Verkin eru enda loftkennd og létt pappírsverk með fín- legum og ýmist hröðum eða hárfínum og ná- kvæmum pensilförum og hefur ýmist verið komið fyrir við veggi sýningarrýmisins, samkvæmt hefðbundnum upphengiaðferðum, eða í miðju rýmisins þar sem heilir glerrammar og gagnsæi pappírsins gera gestum kleift að njóta verkanna frá bæði fram- og bakhlið. Þessi óvenjulega upp- hengiaðferð hentar verkunum hins vegar misvel í Ingólfsnausti. Sá hluti Samrunamyndanna er hangir við uppganginn nær þannig að njóta sín einkar vel og þær falla vel að umhverfinu á sama tíma og þær skera sig hæfilega frá og draga þann- ig að athygli áhorfandans. Sama er hins vegar ekki hægt að segja um myndröðina Mansthithi – stærri verk sem ýmist eru unnin í sterkum rauð- um litum eða öllu dempaðri jarð- og pasteltónum er henta vel léttum pensilstrokunum – hér hefur önnum kafinn bakgrunnurinn hins vegar þau áhrif að krefjast umtalsvert meiri nálægðar milli áhorfandans og verkanna svo að þeirra verði notið til fulls. Innsetning og skúlptúr Mireyu einnig eru sér- lega skemmtileg á að líta, en við gerð þeirra hefur listakonan valið sér gjörólíkan efnivið, þótt við- kvæmnin og gagnsæið er einkennir pappírsverkin sé enn til staðar. Líflegt litaregn í formi fjölda plastpoka sem geyma mislitan vökva ná enda að setja einkar skemmtilegan svip á glugga sýning- arrýmisins og verkið nýtur sín fyrir vikið ekki síð- ur utanhúss en innandyra. Plöntuflóra og litaregn MYNDLIST Gallerí Kubbur, Listaháskóla Íslands SIRRA SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, SÆRÚN STEF- ÁNSDÓTTIR OG UNNAR ÖRN AUÐARSON – MITT Á MILLI, MEÐAL ANNARRA Sýningunni lauk í gær. Ingólfsnaust MIREYA SAMPER – HUGARÁSTAND Sýningin er opin kl. 10–22 alla daga. Henni lýkur 25. apríl. Morgunblaðið/Jim Smart „Determinism“ eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur í Gallerí Kubb. Morgunblaðið/Ásdís Hluti innsetningar Mireyu Samper í Ingólfsnausti. Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Jim Smart „Með einstrengingslegum og stærðfræði- lega nákvæmum reglum er hægt að forð- ast endurtekningu og ná fram óvenjulegri fjölbreytni“ eftir Unnar Örn Auðarson. Morgunblaðið/Jim Smart Bráð II eftir Særúnu Stefánsdóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.