Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 17.03.1971, Blaðsíða 13
NNING Halldór Þorsteinsson, Skíðbakka Austur-Landeyjum Á öðrum degi nýbyrjaðs árs, var kvaddur frá Krosskirkju, elzti borgari Austur-Landeyjabrepps, Halldór Þorsteinsson á Skíðbakka, 94 ára gamall. Halldór fæddist í Ártúnum á Rangarvöilum 12. sept. 1876, sonur Þorsteins ísleiksson- ar bónda þar og konu hans Sess elju Halldórsdóttur. Hnildór var næst elztur 6 bræðra, sem adir urðu þekktir og dugandi menn. 'Bræður hans voru Jón söðlasmið ur í Reykjavík látinn, ísleikur hús- gagnabóTstrari Reykjavík, látinn, Þórður bóndi á Sléttubóli Austur- Landeyjum lézt á liðnu vori, Kristinn bóndi í Káragerði Vestur- Landeyjum, dvelst nú á Sjúkra húsi Selfoss og Sigurður lengi bóndi í Kúfhól, nú í Reykjavík. Þessir bræður voru svo sérstakir persónu leikar og samrýmdir að mér finnst alltaf þegar eins er getið, þá standi hinir allir Tjóslifandi fyrir hug- skotssjónum. Halldór ólst upp með foreldrum sínum og bræðrum, fyrst í Ártúnum og síðan á Berg þórshvoli. Vandist hann í æsku þrotlausri vinnu, eins og allir þeir sem þá ólust upp. Fljótt mun það hafa komið í ljós að Halldór var víkingsmaður til allra verka, enda felld önn eins og líka var í Borg- arholti á uppvaxtarárum Borghild ar. Hún flutti með sér hinn hTjóð láta virðuleika hversdagsleikans, sem mótaði allt heimilislífið. Búskap hættu þau hjón vorið 1961 og fluttu þá um skeið til Reykjavíkur. En svo sterkar voru rætur þeirra í æskusveitiuni að þau undu ekfci í Reykjavík og fluttu aftur „heim að Lágafelli“. Jóhann dó 29. ágúst 1965. En BorghiTdur dvaldi efitir það með börnum sínum, ýmist Sigvalda, yngsta syninum, að Lágafelli eða hjá Steinunni elzbu dótturinni í Reyfcjavík. Með Borghildi er fallinn traust- ur meiður úr stórum og fjölgreind eftirsóttur bæði á sjó og landi. Á þeim tíma var sjósókn úr Landeyj- arsandi snar þáttur í lífsbaráttu fólksins hór, og víst er um það, að þeir sem hér voru taldir góðir sjómenn voru engir veifiskatar. Árið 1907 kvæntist Halldór Guð rúnu Nikulásdóttur frá Bakkakoti, mikilK dugnaðar- og myndarkonu, sem reyndist honum ástrík og sam hent, unz Teiðir þeirra skildu í bili, er hún lézt árið 1917. Halldór og Guðrún hófu búskap í Reykjavík sama árið og þau giftust, og bjuggu þar í 2 eða 3 ár. Starfaði Halldór þar að smíðum, en hann var ágætur smiður. Úr Reykjavík flutbu þau hjón aftur að Bergþórs- hvoli og búa þar í húsmennsku, þar til þau flytja að Rirkjulandi í AusturLandeyjum árið 1911. Og þaðan að Skíðbakka, vesturbæ ár- ið 1920. Þar bjuggu þau til ársins 1957, er þau fengu jörð og bú í hendur Kjartani syni sínum^ og Elínu dóttur sinni, sem Tengst af höfðu dvalið heima. Árið 1959 lét Kjartan af búskap sökum van- hei'lsu. Tóku þá við búi Eyvindur Ágústsson og Guðrún Aradóttir dótturdóttir Halldórs og hjá þeim eyddi hann ævikvöldinu við gott um ættstofni. Hún var fulltrúi hinna hljóðlátu, sem vinna hvers dagsstörfin, en ekki eru taldir þeg- ar sagan er skráð. Mannlkostir hennar voru ríkuleg ir, ást og umhyggja fyrir eigin manni og börnum tryggð og vin- átta við vandalausa, sem hún kynntist, og tryggð við þjóðlegar erfðir og ættjörð. Hún befur nú verið lögð til hinztu hvíldair við hlið síns bar- áttufélaga og eiginmanns Jóhanns heitins í heimasveitinni. Börnum hennar og ættingjum votta ég innilega samúð. Blessuð sé hennar minning og fórnfúst starf. Gunnar Gufíbjartsson. atlætl og umönnun þeirra, sona þeirra og síðast en ekki sízt Elínar dóttur sinnar. Halldóri og Guðrúnu varð 5 barna auðið. Þau eru: Sesselja gift Magnúsi Jónssyni Selfossi, ETín sem lengst af hefur verið heinia, og er áður getið, Lilja gift Sigmari Guðlaugssyni, Steinunn gift Bjarn- héðni Þorsteinssyni Hellu og Kjartan er lézt árið 1964 eftir mikla vanheilsu. Mér finnst, er ég hugleiði ævi feril Halldórs á Skíðbakka, að hann hafi verið gæíumaður. Hann llfði og tók þátt í mesta framfara- tímabili þjóðarinnar, sá land sitt vaxa úr nýlendu til sjálfstjórnar, og fólkið komast úr örbyrgð til allsnægtar að segja má. Halldór var framúrskarandi tryggur mað ur og vinfastur, einlægur trúmað- ur, hann var traustur búþegn, bjó aldrei stórt, en kunni vel forráð fótum sínum í fjármálum, átti ávalt nóg fóður fyrir sinn fénað, þrátt fyrir örðugar aðstæður síns tima, var alla tíð fremur veitandi en þyggjandi, hafði gaman af að gleðja aðra, var einstaklega barn . góður og laðaði að sér öll börn. : Oft hefur móðir mín minnzt þess er hún barn að aldrei naut góð- gerða þeirra Halldórs og Guðrún ar, þá á KirkjuTandi. Og vel man ég frá æskuárunum, ko-mur mín ar til þeirra að Skíðbakka. Þær eiga sinn þátt í að lýsa upp æskuárin. ' í félagsmálum var Halldór frem- ; ur íhaldssamur, og kom þar vel fram sá sterki þáttur í skapgerð hans, trygglyndið. Þar rasaði hann ' ekfci um ráð fram, fremur en ann ars staðar. Hann var ætíð tryggur • félagsmaður Sj álf stæðisflokks- ins. Hall'dór kunni vel að gleðjast með glöðum, ekki sízt ef glóði vín á sfcál. Hann átti mifcið af g-ræsku lausum húmor, sem létti honum og öðrum lífsbaráttuna. Hon-um auðnaðist að halda andlegri og lík amlegri heilsu fram undir loka dægur, en hann lézt 23. desember fSLENDINGAÞÆTTIR 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.