Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAMiTTIR _________________ TÍIWANS 5. TÖLUBL. — 4. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1971 NR. 54 Einar Karl Sigvaldason i. Fljótsbakki heitir bær, sem stendur á flatlendisræmu, aust- an Skjálfandafljóts, milli þess og Fljótsheiðar, bæjarleið norðar en Norðurlandsvegur liggur yfir Fljót ið á brúnni hjá Fosshóli. Heiðarbrekkan upp frá bænum er ögrandi brött. Skjálfandafljót fellur ógnandi norður með hinum jaðri túnsins. Afli er þannig boðið til viðfangs á báðar hendur. Fljótsbakki telst til Reykdæla- hrepps, en samskipti mörg að öðru leyti engu minni við Bárðdæli og Ljósvetninga, einkum hina síðar- nefndu. \ Árið 1896 komu að Fljótsbakka hjónin Sigvaldi Einarsson og Hólm fríður Sigurðardóttir, sem bjuggu þar síðan lengi. Sigvaldi var sonur Einars bónda að Glaumbæjarseli í Reykdæla- hreppi Jónssonar bónda að Hrauni í Laxárdal Einarssonar. Kona Einars í Glaumbæjarseli — móðir Sigvalda — var Sigríð- ur Jónsdóttir ættuð úr Eyjafirði. Hólmfríður var dóttir Sigurðar bónda á Ingjaldsstöðum í Reyk- dælahreppi - Eiríkssonar. Móðir liennar — kona Sigurðar — var Guðrún Erlendsdóttir bónda á Rauðá Sturlusonar (Sturluætt). Kona Erlends — amma Hólmfríðar — var Anna Sigurðardóttir, hálf- systir Jóns alþingism. á Gautlönd- um (Mýrarætt). Sigvaldi var lágur maður vexti en þrékinn og kraftamaður til á- taka. Hann var greindur maður og orðhittinn, svo frægt er. Fljótsbakka Hólmfríður var myndarleg kona, góðviljuð og vellátin. Hjónum þessum varð þriggja barna auðið: Fyrst fæddist þéim stúlka. sem skírð var Sara. Hún andaðist um það bil 10 ára að aldri. Næsta barnið var Kristjana. Hún varð þriðja eiginkona Kristj- áns Júl. Jóhannessonar búfræðings og bónda í Hriflu. Eftir lát hans giftist hún aftur Jóni Kjartans- syni bónda á Daðastöðum í Reykja- dal í S.-Þing. Þau eru bæði dáin fyrir tugum ára. Þriðja barn Hólmfríðar og Sig- valda var drengur. Hann fæddist 13. okt. 1906 og var skírður Einar Karl. Hann dó í síðastliðnum sept- embermánuði og eru þessar línur ritaðar, til þess að minnast hans, þó að ófullnægjandi verði. II. Einar Karl Sigvaldason ólst upp á Fljótsbakka og var bráðþroska vel. Faðir hans var talinn nokk':ð vinnuharður. Drengurinn gekk snemma til erfiðra verka og bótti tilþrifamikill við þau og þolCTóður. Hann varð ekki hár vexti, en þrek- inn og sterkur til átaka eins o'T fnð- ir hans. Ekki léttilega vaxinn en fótstæltur varð hann. brió=tho’;"n og brekkufrár í brattlendi FÞóts- heiðar. Sögur fóru af því. að hann, unglingur. væði SkiálfandafÞót oft þegar öðrum virtist það vera óvætt. Þannig tóku beiðin og Hð volduga vatnsfall þýðingarmikinn þátt í uppeldi hans. Einar Karl gekk í héraðsskól- ann á Laugum í Revkiadal og valdi sér þar sem aðalnámsgrein- ar: teikningu og meðferð Kennari í þeim greinum var Þór- jjallur Björnsson frá Ljóca'’í'tni. íslenzku — sérstaklega orðskiln- ing — mun Einar Karl hafa lagt mikla alúð við í skólanum. Hann var þátttakandi í unnmenna félagsstarfsemi héraðsins. Æfði íþróttir kappsamlega og náði góð- um árangri, einkum í spretthlaupi, langstökki og stangarstökki, — hlaut verðlaun. Hann fór stundum að héiman um stundarsakir til fjáröflunar, ef arðvænleg skyndivinna stóð til boða. Annars vann hann alltaf á búi foreldra sinna og var stoð þess og styrkur. Árið 1927 dó faðir Einars Karls. Tók hann þá við jörðinni og bjó með móður sinni til 1936. Fyrri hluta þess tímabils stóð Kristjana systir hans líka að búinu. En 1936

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.