Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 3
litamyndir, 10 gripir til borðskreyt ingar og 5 ýeggskildir. Sýningu þessari var vel tekið og sala allgóð. Síðla sumars sama ár sýndi hann í Vestmannaeyjum, en var heldur óheppinn með sýningartíma. Var þó vinsamlega tekið. Varð fyrir von- brigðum með sölu. TVö málverk eftir hann voru tekin til sýnis á Listahátíðinni í Reykjavik 1970. Vakti þar sérstaka athygli ýmissa manna málverkið, sem hann nefndi: „Liðna tíð‘. Þau ár, sem Einar Karl átti heima í Hafnarfirði, afkastaði hann miklu við að mála og móta. Þó sleppti hann ekki daglaunavinnu, sem var að fá þar, og öll sumrin þrjú, brá hann sér norður í Fljóts- bakka til sonar síns í heyskapinn um tíma. „Tízkumenn“ sumir munu hafa Iitið fremur köldu hornauga til þessa ötula frístundamálara, talið hann „lærðan lítt“ og ekki í sam- ræmi við reikulan hug „atómald- ar“. Hann kippti sér ekki upp við það. IV. 1 Þó að Einar Karl væri ungur, þegar hann fór að reyna að teikna, var hann enn yngri, þegar hann byrjaði að leika sér að stuðlum f máli og að því að ríma. Varð hon- um létt um þá list. Sumar vísur hans, — einkum hinar meinleg- ustu þeirra, — gengu milli manna og skemmtu öðrum en fyrir urðu. Hið fyrsta sem eftir hann kom út í bundnu máli á prenti, hygg ég að hafi verið það, sem birt var í bók- inni „Þingeysk ljóð' 1940. Seinna birtust oft eftir hann stökur og kvæði í blöðum. Ennfremur kvæði -— og kvæðabálkar — í tímaritinu Samvinnunni. Nokkur sýnishorn af kveðskap Einars Karls fara hér á eftir. Löngum mátti greina í skáld- skap hans, bæði málarann og orð- listarmanninn eins og þrjár næstu stökur sanna: Fjarhuga. Missi að heiman hug á sveim, hlutir gleymast, verkin falla, er mig dreymir unaðs-heim: órageiminn blárra fjalla. Hólmatungur. Lindir streyma laufga hlíð, litfríð geymast blóm um klungur. Aftur heima ár og síð endurdreymast Hólmatungur. SérstæðuF náungf. Lætur liann upp litla hú‘u, líkt og storki höttum manna. Eins og fugl í fiskahrú'u finnst mér hann á meðal granna. Um íslenzkuna orti hann: Bjarma leiðir um barnsins sál og bætir oft karlegu þunga alfagurt talað íslenzkt mál, Egils- og Snorra-tunga. Hann var stéttvís bóndi og gaf stundum rímuð orð í umræður, er snertu málefni bænda: Minnkið búin! Þið skuluð ekki ræktun leggja lið. Litlar hjarðir bezt á fjalli una. í heimi þar, sem hungur blasir við, er hrópað: Bændur, minnkið framleiðsluna! Strjálbýlismenn. Á þá leggjast örlög grá eins og hjarn á runna. Verða þeir nú að flýja frá flestu, sem þeir unna. Margoft kvaddi Einar Karl látna nágranna sína með Ijóðum, er hann flutti við útfarir þeirra. Þeg- ar Sigurður Lúter Vigfússon bóndi og veitingamaður á Fosshóli, sem margir kannast við, var jarðsung- inn, minntist Einar Karl hans með eftirfarandi kvæði: Árin fljúga, — aldir þeysa hjá. Ein og söm er mannsins dýpsta þrá. ' Sú að skilja lífsins leyndardóm Drottins leitar sérhver mannleg sál, — svipuð bæn en ótal tungumál. Eins og ljóssins leita jarðarblóm. Hér við svipleg hinztu þáttaskil hugur spyr og brjóstið finnur til: Hví var Lúter kvaddur brott svo skjótt? Mun ei annað æðra, fegra svið á hann kalla til að veita lið? Bíður dagur bak við dauðans nótt. Brott er horfinn bezti granni minn. Barn og móðir trega ástvin sinn. Hér er fyrir skildi opið skarð. Hug minn þjáir liarmur furðu- sár. Hjartans þakkir fyrir liðin ár, — ótal veittan greiða í minn ) garð. I Lengi varir minning þessa manns | mótuð djúpt í sálir vina hans. Mörgum er hún mjög svo ljúf og kær. Gleðimaður fremst í flokki var. Ferðamaður langt af öðrum bar. Um hann lék oft ævintýrablær. Leiddi hest á einnar næturís yfir hyl þar saman krapið frýs. Enginri honum æðruminni var., Yfir heiðar hélt í vetrarbyl handa þó að varla sæust skil. Sigur æ í svaðilförum bar. j Beina veitti, bjó hér hröktum skjól. Byggðarmiðstöð reis á urðarhól. Minnisvarði, sem mun lengi sjásf. Æðimargur átti hingað leið oft í vanda, stundum fullri neyð. Lið og greiði Lúters aldrei brást. Sé ég land með sólksinsmerluð fjöll, svanavötn og hvíta jöklamjöll, ungt og frækið ferðamannalið. Þarna Lúter fremst í flokki er, fákur hann á apalgangi ber inn4á bjart og unaðsfagurt svið. Fleygt er þetta erindi, sem hann orti og flutti við útför gamla kenn- arans síns, Þórhalls Björnssonar á Ljósavatni: Ljóma á þitt lífsstarf brá i listaþráin ríka. Fjallabláa eyjan á ailtof fáa slíka. V. í fyrri hluta september s.l. fluttu blöð og útvarp fréttir um að leit- að væri að öldruðum manni, er gert hefði för sína aleinn í Nátt- faravíkur, sem eru eyðibyggð vest- an Skjálfandaflóa, við rætur Kinnarfjalla. Hefði maður þessi ætlað að dveljast eitthvað í Víkun- um, en ekki komið til baka á áætl- uðum tíma og fyndist ekki. Síðan var hermt í fréttum fjöl- miðlanna að maðurinn væri fund- inn, látinn, á réttri leið til manna- byggða. Var þá upplýst, að þessi maður var Einar Karl Sisvaldason fyrrum bóndi að Fljótsbakka. Einar Karl hafði brugðið sér frá Hafnarfirði norður í Fljótsbakka til þess að heyja túnið með syni sín- ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.