Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 31.03.1971, Blaðsíða 25
Bjarnastaða-húsið og heimilið var eini og aðal samkomustaðurinn, ef unga fólkið vildi koma saman og skemmta sér svolítið, t.d. dansa einhverja kvöldstund. Þá voru Bjarnastaðir eini og sjálfsagði staðurinn. Spilaði þá Þórarinn fyr- ir dansinum og var hrókur alls fagnaðar, en liúsfreyja, Ragnhild- Ur, gaf kaffi, hverjum sem hafa Vildi. Gestrisni var mjög mikil á öllum býlum í Selvogi og ekki hvað minnst á Bjarnastöðum. Þar Var eining og hjálpsemi fólks með því bezta, sem ég hef kynnzt, og ég og við hjónin söknuðum þess mjög, þegar við þurftum að fara úr Selvogi. Þar voru vinir á öll- um bæjum. Þórarinn á Bjarnastöð- Um var dýravinur mikill og fór Vel með sinn búpening. Hann var hestamaður í betra lagi og átti venjulega góða hesta. Traust það og tiltrú, sem sveit- ungar Þórarins báru til hans, sýn- ir eftirfarandi upptalning opin- berra starfa, sem hann gengdi fyr- ir sitt sveitarfélag: Kosinn í hrepps nefnd 1908. Oddviti 1912—20 og aftur 1924—38. Hreppstjóri frá 1928—47. í skattanefnd í 23 ár. í kjörstjórn 28 ár og í sýslunefnd í áratugi. Kynsæll varð Þórarinn, þar eð afkomendur hans eru nú 138 á lífi. Nú er stundaglas þitt runnið út, þú gamli vinur. Þú ert farinn. Parðu vel. Guð fylgi þér. Ólafur Þorvaldsson. Eftirmáli. Eftirfarandi erindi átti að flytja eða syngja í níræðisafmæli Þórar- ins, en það var ekki hægt af g.i!d- um ástæðum. í þeirri von, að erg- inn misvirði það við mig, læt ég þau fylgja því, sem að framan er sagt. Stefin innihalda gaman og alvöru, svo sem ég skildi lyndis- einkunn vinar míns, Þórarins á Bjarnastöðum. Kvæðið átti að syngja undir laginu: „Hvað er svo glatt“. Leirdalur sá, sem minnzt er á í einu erindanna, var áningastaður Selvogsmanna á leið þeirra til Hafnarfjarðar. Mér er svo sagt, ef allir ekki ljúga, að orðinn sértu níræður í dag. Og ég er einn, sem verð því víst að trúa og verðugt því að syngja eitthvert lag. Marteinn Sigurðsson 8. ágúst 1898 — 29. janúar 1971. „Sól eg sá, sanna dagstjörnu, drúpa dynheimum í; en Heljar grind heyrða eg á annan veg- þjóta þunglega." Marteinn Sigurðsson fæddist á Veturliðastöðum í Fnjóskadal, son- ur Sigurðar bónda þar Davíðsson- ar, frá Reykjum í sömu sveit, og síðari konu hans, Sigríðar Sigurð- ardóttur frá Skriðu í Eyjafirði fram. Föður sinn missti Marteinn, þeg- ar hann var á 7. ári, en móðir hans hélt áfram búskap með 6 börnum í ómegð og hafði ráðs- menn til forstöðu unz börnin kom- ust á legg, og eftir að Marteinn hafði gengið á bændaskólann á Hvanneyri og var orðinn búfræð- ingur, tók hann við bústjórn á Vet urliðastöðum. En dugnaður og þekking hrukku ærið skammt til þess að búskapur mætti verða arð- vænlegur á kre]>puárunum, og vor ið 1929 brá Marteinn búi og setti saman heimili á Akureyri með móð ur sinni og systkinum. Þetta var lieimili móður minnar, og á því ólst ég upp og fékk rnína fyrstu Það var í Leirdal, — löngu fyrr á árum, að lag var tekið, sopið þá af stút. É" ' ek því glas, sem fyllt er fögrum tárum, se: ; forðum heilsa þér — og renni út. Svo í.i: 'u heill í sólar kvöldsins bjarma, og >• ni fullin um þín hvítu hár. Og þó að lífið þyngi stundum harma, svo þerrar tíminn einnig fallin tár. .lá, sittu heill, með sól til beggja handa, og sjáðu langt sem fyrrum Móses, og náðu svo til nýrri, fegri stranda, og njóttu friðar, — nú ert þú til hlés. í glasi þínu stunda er eitthvað eftir órunnið, sem ekki teljum vér. Og rennsli þeirra ekkert okkar heftir, það annar telur, hann sem betur sér. Virtu svo til vorkunnar mér braginn, vinur góði, þetta gleðimál. Lyftum svo glasi, liðið er á dagirm, og lofðung kvöldsins lielgum þessa sk;!. Ólafur Þorvaldsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.