Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 28. sept. 1974 — 29. tbl. — 7. árg.—nr. 180 TIMAIVIS Giinnar Guðmimdsson fyrrverandi skólastjóri Fæddur 16. des. 1913 Dáinn 16. sept. 1974. Meö Gunnari Guðmundssyni er genginn óvenjulega gáfaður og traust- ur skólamaður. Maður, sem allir báru virðingu fyrir og tóku mikið tillit til. Siðustu árin átti hann við vanheilsu að striða. Hann andaðist á Landspitalan- um 16. þ.m. eftir langa og stranga sjúkdómslegu. t hinni erfiðu legu leyndi sér ekki hans mikla karl mennska og sálarkraftur. Ég vil nota tækifærið og láta i ljós aðdáun mina á þeirri miklu umhyggju og fórnfýsi, sem eiginkona hans og nánustu ættingjarog vinir sýndu, með þvi að skiptast á um að vera hjá hon- um dag og nótt siöustu vikurnar, sem hann lifði. Ég veit, að fyrir það var hinn látni mjög þakklátur. Gunnar Guðmundsson fæddist 16. des. 1913 að Fagradal i Dalasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðm. Ari Gislason kennari og Sigriður Gisla- dóttir. Kennarapróf tók Gunnar vorið 1937. Hann stundaði nám i nútima hljóð- fræöi við heimspekideild Háskóla ís- lands 1943-45 og tók próf i þeirri grein. Fróðleiksfýsn og námsþorsti mun snemma hafa sótt að Gunnari. Á unglingsárum hans var kreppan i algleymingi. Þá voru öll skilyrði til menntunar önnur og lakari en nú á dögum. Þá var ekki árennilegt fyrir börn fátækra alþýðumanna að ganga menntaveginn. Unglingar urðu fljótt aðstanda á eigin fótum fjóarhagslega. Það fékk Gunnar snemma að reyna. Til allrar hamingju fyrir skólamál okkar lá leið Gunnars i Kennaraskól- ann. Þar komu fljótt i ljós og duldist engum hans miklu námshæfileikar og gáfur. Að loknu kennaraprófi 1937 gerðist Gunnar kennari viö Laugarnesskól- ann. Fyrstu átta árin var hann almennur kennari, næstu tuttugu ár yfirkennari og skólastjóri siðustu 8 árin frá 1965-73. Þau urðu þvi mörg sporin hans i Laugarnesskóla, og þeirra munu lengi sjást merki. Það fór strax mikið orð af Gunnari sem kennara. Hann var með af- brigðum vinsæll meðal nemenda sinna, og þeir báru mikla virðingu fyrir honum. Allir nemendur hans, sem ég hef hitt, ljúka upp einum munni um, hvað þeir hafi mikið lært hjá Gunnari. Það lá svo vel fyrir honum að útskýra og gera allt létt og auðskilið. Sú námsgrein, sem Gunnar tók mestu ástfóstri við og kenndi mest var móðurmáliö okkar. Ast Gunnars á islenzkunni var án efa tengd hans sterku þjóðerniskennd. Sérkenni okkar sem þjóðar er fyrst og fremst málið, sem við tölum, ásamt sögunni og bókmenntunum. Þegar Gunnar hóf kennslu var lftið um kennslubækur i islenzku. Mikil framför hefur orðið á því sviði hin sið- ari ár. Mér virðist núna vera tiltölu- lega vel séö fyrir bókakosti i islenzku, a.m.k. á barnaskólastiginu. Það eigum við Gunnari manna mest að þakka, þó að fleiri hafi þar lagt hönd á plóginn og unnið gott verk. Vil ég nefna nokkur dæmi i þvi sambandi. Snemma tók Gunnar að sér eftirlit með islenzkukennslu við Laugarnes- skólann og hafði það á hendi um nokk- urra ára skeið. Þá mun honum hafa fljótlega orðið ljóst, að þörf var á hent- ugri kennslubók i stafsetningu. Hann réðst þvi i það, ásamt Arna Þórðar- syni, að semja kennslubók i staf- setningu fyrir barna- og unglinga- stigið. Sú bók kom fyrst út árið 1947. Þessi kennslubók bætti úr brýnni þörf og var vel tekið bæði af kennurum og nemendum. Siðar var þessari bók skipt i tvennt, sérbók fyrir barnaskól- anna og önnur fyrir gagnfræðaskól- ana. Ég efast um, að við gerum okkur ljóst, hve gifurlega mikil vinna liggur að baki samningu slikra bóka. Þessar bækur hafa oft verið endurprentaöar. Siðustu útgáfurnar eru endurskoðaðar og nokkru bætt við, auk þess dálitið myndskreyttar. Þessar bækur hafa um aldarfjórðung verið kenndar i öll- um barna- og gagnfræðaskólum landsins og mörgum sérskólum. Um 1950 samdi Arsæll Sigurðsson ritæfingar fyrir yngri börn. Arsæll mun hafa haft hug á að auka og endur- skoða þessa bók. Hún þótti heldur þung. En honum entist ekki aldur til þess. Það kom i hlut Gunnars aö annast það verk. Gamla bók Arsæls var merk nýjung og að mörgu leyti góð kennslubók. En hinar nýju ritæfingar, sem eru i tveim heftum, eru án efa EH32E

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.