Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 7
1 Á níræðisafmæli Snorra Sigfússonar bér brosi sólin björt á þessum degi og bliöust minning vefji huga þinn, hún lýsi þér sem ljós á förnum vegi og líf og kærleik flytji til þin inn. Þaö er svo margt sem minningarnar geyma, og mun ei gleymast á langri ævibraut. Þér ástarþakkir öll viö færum heima fyr’ allt þaö góða, þú lézt oss falla i skaut. Svo liföu heill og guð þig ávallt geymi, i gleði og sorg þú steigst hér fyrstu spor. Það mun ei gleymast, mannúö þin i heimi, á meðan nafn þitt lifir meöal vor. Þórunn Guömundsdóttir Honum var það heilög skylda að hvetja hina i góðu máli vel að duga, og fiestum betur gekk að gróðursetja gleði, trú og dyggð i barnsins huga. Árinann Dalmannsson. Bjarni Bjarnason og reist vandað og myndarlegt ibúðar- hús. — Þar stendur það vinalegt enn i dag. Jón Sigurðsson Vigfússonar frá Efstabæ i Skorradal var yfirsmiður hússins, þjóðhagi hinn mesti og frá- bærlega vandaður um vinnubrögð öll. Þegar næsta haust var flutt inn i hið nýja ibúðarhús. — Næstu árin var unn- ið markvisst að þvi að reisa öll útihús jarðarinnar, girða tún og úthaga, leggja akveg heim af aðalbraut. Sam- hliða þessu beitti Bjarni sér af alefli að þvi að slétta túnið: var þar mikið verk að vinna, meðan ristuspaði, skófla og kvisl voru þar aðaljarðyrkjutækin. — Matjurtir ræktaði hann og i allstórum stll. Bjarni á Skáney hlaut heiðursverð- laun úr styrktarsjóði Kristjáns kon- ungs IX. árið 1924 og tvisvar sinnum ræktunarsjóðsverðiaun fyrir miklar framkvæmdir i landbúnaði. Það var enginn ys né hávaði i kring- um þessar miklu og vönduðu framkvæmdir á Skáney. — Það var sem hvaðeina kæmist i framkvæmd Framhald af bls 8. gjörsamlega átakalaust: svo sjálfsagt og eðlilegt þótt það að bæta og prýða á- búðarjörðina, unz hún var orðin að stórgiæsilegu höfuðbóli og héraðs- prýði. Handaverk húsfreyjunnar á Skáney lýstu sér eigi aðeins i haglega gjörðum hlutum og smekklegri niðurskipan þeirra innan dyra. — Hún unni af al- hug fögrum blómum og gróðri jarðar. — Hún ræktaði skrautblóm i garði heima við ibúðarhúsið. — Hún lét girða stóran blett i hjalla ofan túns og kom þar upp gróskumiklum skógarrunn- um. Þeir hlægja við þeim, sem um þjóðveginn fara, og þeir blasa einnig við frá mörgum bæjum i grenndinni og minna á viljasterka, eljusama konu, sem lét sér eigi nægja að hafa yfir orð skáldsins: „Komið grænum skógi að skrýða — skriður berar sendna ströd,” heldur lét þau rætast i athöfnum sin- um. — Og grun hef ég um það, að þetta framtak Helgu á Skáney hafi hvatt ýmsa i nágrenninu til þess að fegra umhverfi bæja sinna með blómskrúði og trjágróðri. (Ég hef lýst hér skógar- reit Helgu á Skáney eins og hann leit út, er hún sýndi mér hann, siðast þeg- ar ég heimsótti þau Skáneyjarhjón). Bjarni er meðalmaður á vöxt, friður sýnum, samsvarar sér ágætlega, hreyfingarnar mjúkar, samræmdar og liðlegar, hann er sérlega snyrtileg- ur i klæðaburði. Og þótt hann gengi ó- trauður að alls konar útivinnu, þar sem samverkamenn hans komust ekki hjá þvi að óhreinka sig, þá sást hvergi duft á Bjarna. — Var þvi likast sem hvers konar grómi og óhreinindum öll- um stæði beinlinis stuggur af honum. Heimiiisbrag á Skáney var þannig háttað, að Bjarni og Helga áttu jafnan miklu hjúaláni að fagna. Milli hús- bænda og hjúa myndaðist gagnkvæm traust vinátta. Þar á bæ spillti hvorki áfengi né tóbak andrúmsloftinu. En rikuleg björg var reidd i bú, arður af búfé tryggður með gnægð af fóðri, góðri hirðingu og vakandi umhyggju. Bú þeirra Skáneyjarhjóna blómgaðist þvi samtimis og ræktun og stórstigar framkvæmdir voru i takinu. Þeim hjónum varð þriggja barna auðiö (er til aldurs komust). Og er þau hjónin höfðu búið að Skáney 35 ár, skiptu þau hinu mikla óðali milli barna sinna. Vigdis og eiginmaður hennar Guðráður Daviðsson reistu sér nýbýlið Nes niðri við Reykjadalsá. Vilborg og eiginmaður hennar Marinó Jakobsson búa á Skáney. Og einkasonur þeirra hjóna Hannes Magnús og eiginkona hans Brynhildur Stefánsdóttir reistu nýbýlið Birkihlið i túnjaðri heimajarð- arinnar. 1 Nesi hefur hin siðari árin verið tvi- býli. Ábýlisjörð Bjarna og Helgu er þvi nú orðin að fjórum öndvegis bújörð- um, prýðilega setnum, viðáttumiklir ódáinsakrar teygja úr sér og gleðja augað og benda á velmegun, starfandi hendur og myndarlega búskaparhætti. Bjarni á Skáney verður niræður 30. september næstkomandi. Þegar mér varð hugsað til Bjarna á þessum merka degi, hlaut hugurinn að hvarfla til löngu liðinna daga og dveljast við nokkur æviatriði þessa sómamanns. t þessu yfirliti yfir gengin spor hlaut hin mikilhæfa eiginkona hans, Helga Hannesdóttir, að koma við sögu, svo samhent voru þau Skáneyjarhjón, svo samofið dáðrikt ævistarf þeirra. Kæri Bjarni. Við hjónin þökkum þér innilega fyrir góða gengna tið, tryggð og ræktarsemi i okkar garð. Við ósk- um þér hjartanlega til hamingju með að hafa lifað svo langa og auðnurika ævi. Megi gæfusólin blessuð enn lýsa þér á leið. Kvöldsólin i Borgarfirði á sina ólýsanlegu töfra. Þórður Kristleifsson islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.