Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 28.09.1974, Blaðsíða 2
miklu fjölbreyttari og meira viö hæfi nemenda á þessu stigi. Gunnar tók einnig viö ööru verki, er Arsæli entist ekki aldur til aö ljúka viö. Ég á þar við móðurmálsbækurnar nýju. Móðurmálsbókin fyrir 6. náms- árið, 12 ára börnin, var ósamin er Arsæll féll frá. Þaö verk tók Gunnar að sér. Mér virðist sú bók bera hand- bragði Gunnars gott vitni. Gunnar hefur einnig ásamt öðrum átt mikinn og góðan þátt i að safna úr- vals efni i lesbækur fyrir börn og ungl- inga. Um þýðingu góðs lesefnis fyrir börn og unglinga þarf ekki að fara mörgum orðum. Góðar lestrarbækur vikka sjóndeildarhring nemenda, glæða tilfinningufyrirbókmenntum og auka orðaforðann. Gunnar var mjög eftirsóttur próf- arkalesari. Þar naut sin vel hin næma máltilfinning hans, nákvæmni og vandvirkni. Það er mjög þýðingarmikið, að barnabækur komist eins réttar og mögulegt er i hendur barnanna. Gunnar lagði mikla vinnu I að svo mætti verða með prófarkalestri fyrir Rikisútgáfu námsbóka. Þegar minnzt er á kjarabaráttu kennara á siðustu áratugum, er ekki hægt að ganga fram hjá Gunnari. Þar var hann ötull og skeleggur liðsmaður. Hann átti sæti i stjórn Sambands is- lenzkra barnakennara óslitið frá 1956- 72 og um tima var hann formaöur. Gunnar gerði sér ljóst, að einvalalið þarf aö skipa kennarastéttina. En slikt gerist ekki nema stéttin sé vel launuö. Gunnar hafði ekki þann hátt á að skrifa hástemmdar blaöagreinar eða flytja æsingaræður á fundum, enda vinnast mál sjaldan frekar með þvi móti. Þaö er hiö þögla og hljóðláta starf, sem unniö er i kyrrþey að tjalda- baki, sem oft ber mestan árangur. A þann hátt starfaði lika Gunnar. Ég er sannfærður um, að hann haföi meiri áhrif og kom viöar fram til góös en margur hefur hugmynd um. Þó að Gunnar væri mikill mála- fylgjumaöur og hefði ákveðnar skoð- anir, þá var hann alltaf sanngjarn og samvinnuþýður. Það var sama hvar Gunnar hafði haslað sér völl, alls staðar hefði hann staðið framarlega, og getið sér góðan orðstir. Mér fannst alltaf sérstaklega gaman og þroskandi aö eiga orðræöur við Gunnar. Þaö var sama, hvort við ræddum við innlenda eöa erlenda menn og málefni, sögu eöa bókmennt- ir. Hann var svo skýr I hugsun, vfðles- inn og fróöur, og átti auðvelt meö að tjá sig. Ég minnist samtals við hann sársjúkan i siðast liönum júlimánuði, er hann talaði af miklum áhuga um Rússland og Bandarikin og Sturlungu Ég vissi ekki fyrr en þá að hann hafði lesið mikið um Rússland i enskum timaritum. Sturlungu hafði hann margsinnis lesið og gjörþekkti. Þá veitti hann mér nýjan skilning á einu atriði i sögunni. Um þann þátt og aöalpersónuna sagði Gunnar, aö sig hefði lengi langað til að skrifa bók. Þvi miöur entist honum ekki aldur til þess. Það er margt . sem hann hefði tekið sér fyrir hendur og framkvæmt, ef honum hefði enzt aldur til. Sagan eftir hann, sem lesin var I útvarpinu núna fyrir skömmu, sýndi, að á þvi sviði hefði hann getaö náö langt. Undirritaöur leitaði oft ráða hjá Gunnari og ræddi við hann um vanda- mál, sem upp komu. Eftir slik samtöl lágu málin jafnan mun ljósar fyrir en áður. Það varð að vana hjá mér i vax- andi mæli að sækja ráð til Gunnars. Ekki eingöngu viövikjandi móðurmáli okkar, þar sem hann var öllum öðrum fremri, sem ég hef haft kynni af, heldur einnig I hinum ýmsu vanda- málum hins daglega lifs. Ég veit, að margir hafa svipaða sögu að segja. Það duldist engum, sem reyndi, hve úrræða- og tillögugóður Gunnar var. Kurteisi, viröuleiki og ljúfmennska einkenndi ætið framkomu Gunnars. Það var gott að vera undir hans stjórn. Maður fylltist öryggiskennd i návist hans. Þaö var eins og manni fyndist öllu óhætt undir hans stjórn og málun- um vel borgið I höndum hans. Margs er að minnast og margt hef ég að þakka Gunnari Guðmundssyni, húsbónda mlnum og samstarfsmanni um aldarfjórðungs skeið. Lifi okkar má likja við ferðalag. Við þekkjum öll, hvað það er mikils virði að hafa trausta og góða ferðafélaga. Gunnar er sá ferðafélagi, sem mér finnst hafa haft einna mest þroskandi áhrif á mig, eftir að ég komst á fullorðinsár. Gunnar, ég þakka þér alla samfylgdina og bið þér guös blessun- ar. Ásu Kristinsdóttur eiginkonu hans, börnum, systkinum og öðru venzla- fólki votta ég mina dýpstu samúð. Þorsteinn Ólafsson f Kveðja frá Laugarnesskóla. S.l. fimmtudag fórfram útför Gunn- ars Guömundssonar, fyrrverandi skólastjóra. Gunnar tók kennarapróf vorið 1937. Strax haustiö eftir geröist hann kennari viö Laugarnesskólann. Hér starfaði hann óslitiö allt til upp- hafs siðast liðins skólaárs. Yfirkennari varð Gunnar 1945. Þvi starfi gegndi hann i 20 ár, og var skóla- stjóri siðustu 8 árin eða frá 1965.. Gunnar kom að skólanum aðeins tveim árum eftir að skólinn hóf göngu sina. Fullyrða má, að Gunnar Guð- mundsson hafi, ásamt Jóni Sigurðs- syni, fyrsta skólastjóra Laugarnes- skólans, mest mótað þessa stofnun. Dagleg umgengni Gunnars og öll framkoma við nemendur og sam- starfsmenn var til fyrirmyndar. Hún einkenndist af hógværð, virðuleik og kurteisi, og honum fylgdi einhver sér- stakur styrkur og öryggi. Hin einstaka stundvisi hans, snyrtimennska og höfðingleg framkoma, settu sérstakan blæ á allt andrúmsloft i skólanum. Félagsmálum okkar sýndi hann mikinn áhuga og var alltaf virkur þátttakandi. Ef einhvern vanda ber aö höndum, þótti sjálfsagt að sækja ráð til Gunnars. Skólaselið Katlagil ber hæst af sameiginlegum málum. Það væri ekki orðið það, sem það er nú, ef hagsýni og framtaks Gunnars hefði ekki notið við. Starf Gunnars við Laugarnesskól- ann veröur seint fullþakkað, og áhrifa hans mun hér lengi gæta. Er við að leiðarlokum kveðjum Gunnar Guðmundsson, húsbónda okkar og samstarfsmann, viljum við færa honum hugheilar þakkir fyrir vináttu hans og ágæta samvinnu á liðnum árum. Ásu Mariu Kristinsdóttur eiginkonu hans, börnum og venzlafólki vottum við okkar dýpstu samúð. Kennarar og annað starfsfólk Laugarnesskólans. f Ég rétti fram höndina hljóður, en hurö er að stöfum felld. Þótt vant sé nú vinar, Gunnar, þú vaktir og glæddir þann eld, sem lýsir jafnt lif og dauöa meö ljósi, sem ekki dvin. Það vakir I vonum þeirra, er völdu sér leið til þin. Þin gleði var æskunni ávallt svo innileg, sterk og góð, aö þar var þinn hugur og hjarta var hamingja okkar þjóð. Þú bentir börnunum þinum á bjartan og sannan stig. Það var gæfa, Gunnar, að eiga að góðvini mann sem þig. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka. f 2 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.