Íslendingaþættir Tímans - 29.03.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 29.03.1980, Blaðsíða 6
Bjarni Bjarnason Fæddur 29. júnf 1895 dáinn 13. febrúar 1980. Bjarni var fæddur i Bolungavik, lést á ' sjúkrahúsinu á Akranesi. tJtför hans fór fram frá Akraneskirkju, föstudaginn 22. febrúar. Hann var sonur hjónanna Jónu Jónsdóttur og Bjarna Þorlákssonar, sjó- manns, ættuöum úr Skötufiröi í Isa- fjaröardjúpi, en hann drukknaöi viö þriöja menn ásamt Siguröi bróöur Jónu í fiskiróöri 5. desember 1894. Jóna var fædd og uppalin i „Koti”, seinna Ytri-Búöum, en þaö er taliö fyrsta byiiö sem byggt var utan Hólsár, þar sem nú stendur kjarni Bolungavikurkaupstaöar. 1 móöurætt var Bjarni kominn af hinni kunnu Hólsætt i kvenlegg frá Sæmundi syni Ariia Gfslasonar, sýslumanns á Hlföarenda, en sú ætt sat Hól frá því skömmu eftir siöaskipti 1570-1580 allt fram aö 1940. Bjarniólst upp í Hólshreppi, meö móöur sinni, til tiu ára aldurs, en þá lést hún, aöeins þrjátiu og fimm ára gömul, eftir þaö ólst hann upphjá vandalausum og án tilsjónar ættmenna sinna. Ariö 1915 kvæntist hann Friögeröi Skarphéöinsdóttur, ættaöri úr Isafjaröar- djúpi af Látraætt, hinni ágætustu konu sem æörulaus meö bros á vör baröist meö manni sinum viö kröpp kjör. Þau voru í fyrstu vinnuhjú á Hóli en höföu sfna bú- setu á ýmsum stööum i hreppnum bæöi í Bolungavfk og Skálavfk. Bjarni stundaöi bæöi sjómennsku og verkamannavinnu, en haföi lengst af bú- skap eöa skepnuhald meö og um skeiö var hann bóndi aö áöalstarfi. Þau Friögeröur áttu saman 11 börn, en sjö þeirra dóu i frumbernsku, aöeins fjögur komust til fulloröinsára og eru enn á lifi. Friögeröur lést 5. júli 1943, aöeins 55 ára. Hinn 20. april 1946 kvæntist Bjarni ööru sinni eftirlifandi konu sinni Olöfu Jónu Jónsdóttur, af Arnardalsætt, frá Hnifsdal. Bjarni flutti þá frá Bolungavik ogátti þangaö ekki afturkvæmt til dvalar. f Hnifs<fal bjuggu þau til ársins 1951, Bjarnistundaöi þar alla vinnu sem til féll, m.a. vann hann mikiö viö hina sérstæöu vegagerö á óshlfö, þar sem hann slasaöist illa. Ariö 1951 fluttu þau hjónin til Akraness, og hafa veriö búsett þar slöan. A Akranesi stundaöi Bjarni ýms störf, vann viö byggingu sementsverksmiöj- unnar, I Hvalstööinni i Hvalfiröi o.fl., en 6 lengst af og þar til hann varö aö hætta störfum, vann hann i Hraöfrystihúsi Heimaskaga h.f. Áriö 1960 hætti hann öllum störfum vegna sjóndepru, sem ekki varö ráöin bót á þó aö leitaö væri til færuustu augn- lækna. Hann varöþví aö sætta sig viö aö vera blindur tuttugu siöustu ár ævi sinnar. Meöan sjón leyföi haföi hann kindursér, til yndisauka og afþreyingar i tómstund um, eftir aö hann settist aö á Akranesi, en þaö sýnir ,,aö römm er sú taug” og þótt hann gripi til ýmissa starfa á lifsleiöinni sér og sinum til li'fsbjargar, þá hefur skepnuhiröing og önnur landbúnaöarstörf staöiö hug hans næst. Bjarni var mikill feröamaöur og haföi yndi af feröalögum. Orölagöur fyrir þrek og ratvisi i feröalög- um aö vetrarlagi á heiöum Vestfjaröa, sem ætiö voru farin fótgangandi. Oft feng- inn sem fylgdarmaöur ef mikiö þótti viö liggja. Hann var snyrtimenni mikiö cg vand- virkur viö öll störf, viö sum svo aö til ann- arra var ekki leitaö ef til hans náöist. Hann var bundinn svo sterkum átthaga böndum aö i raun sætti hann sig aldrei viö aöhverfa úr átthögum sinum. Bjarni sótti þvi alltaf til æskustöövanna og oft eftir aö hann var oröinn blindur, héldu honum engin bönd hann fann einhver ráö til þess aö komast vestur, enda kjarkmikill og úrræöagóöur til hinstu stundar. Meö seinni konunni átti hann eina dóttur, Friögeröi Elínu, sem ásamt stjúp- dóttur hans, Erlu Guömundsdóttur og móöur þeirra hefur veriö stoö hans og stytta i ellinni, um mörg og dimm ár. Eftirlifandi börn Bjarna eru Guöfinna, búsett á Akureyri, ekkja Frímanns Pálmasonar, bónda f Garöshorni á Þela- mörk, Jóna, ógift i Reykjavik, starfar hjá Flugleiöum, Jón ólafur, kvæntur Þor- geröi Gisladóttur, búsettur I Hafnarfiröi, gjaldkeri i Grænmetisverslun Landbún- aöarins, Skarphéöinn, kvæntur Sigríöi Karlsdóttur, flugumferöastjóri, Friö geröur, gift Benedikt R. Hjálmarssyni, trésmiö, búsett Akranesi og stjúpdóttirin Erla Guömundsdóttir, gift Gisla Sigurös- syni, byggingarmeistara, búsett á Akra- nesi. Barnabörnin uröu sautján og barna- barnabörnin fjðrtán. Hér hefur veriö stiklaö á stóru um ævi- feril Bjarna Bjarnasonar. Þó segir þar litiö frá leiö erfiöismannsins um grýttar götur hérvistardaga. Þaö var ekki muliö undir efnalausa ómagamenn á þeim árum og þaö segir sig sjálft aö átakalaust hefur þaö ekki veriö aöeignast 11 börná fáum árum ogsjá öllu farboröa. „Kjik-in setja á manninn mark”. Bjarni ólst upp viö haröhnjóskuleg skilyröi og viö tók hörö lifsbarátta. Ég kynntist Bjarna nokkuö á yngri árum enda var hann alla tiö sem ég man, heimagangur há afa og ömmu á Hanhóli, þar sem ég ólst upp. Svo vildi og til aö hann tók viö býli þeirra þegar þau hættu og bjó þar um skeiö. Bjarni heitinn þótti stundum hrjúfur og hvatvis, en alltaf var hann glaöbeittur og villaus á hverju sem gekk og mun svo hafa veriö til hinstu stundar. Mér kom hann fyrir barngóöur og hlýr undir hjúpnum, enda tók hann gjarnan málstaö þeirra sem minna máttu sfn. Hann lét aldrei bugast þótt á brattann væri aö sækja lengst af, en ekki hefur þaB veriö auövelt starfssömum ákafá manni sem Bjarni var, aö lifa blindur og verklaus i nærfellt 20 ár. Bjarni er nú farinn leiöina okkar allrá yfir móöuna miklu. Viö minnumst hans meö hlýhug. Guömundur Jakobsson. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.