Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.11.1981, Blaðsíða 5
Sigurður Haralds- son Ing’j aldss töðum an lfkari þeim mönnum helgum, sem eiga óöal sitt á himni, en þeirri manngerö sem oftast ber fyrir sjónir i veraldarsollinum hlaupandi i blindni eftir þeim auöi sem mölur og ryö granda. Engum manni hef ég kynnst sem veraldarvafstur og bjástur var jafnfjarri sem honum, engum sem var jafneölilegt aö koma i hvivetna þannig fram aö ekki væri á annarra hlut gengiö, engum sem var óeigingjarnari eöa betri. — Hann var flestum mönnum hógværari og hlédrægari. Ef til vill olli hlédrægni þvi aö gáfur hans og hæfileikar féllu stundum i skugga. Séra Björn var maöur djúpvitur. í af- mælisgrein um annan mann sagöi stilsnillingurinn séra Guömundur Óli ÓlafssonISkálholti fyrir fáum vikum: ,,... fyrir mörgum árum komu saman á Hól- um nokkrir prestar, sem fengið höföu mætur á fornu tlöahaldi og gömlum hefö- um i messusöng. Sira Björn Björnsson, prófastur á Hólum, varpaöi oröum á þessa menn viö messu i dómkirkjunni. Vildi ég óska þess, aö þau orö hans væru einhvers staðar til skráð. Hef ég varla heyrt Islenskan prest fjalla um mikiö deilumál af meiri andans spekt né sannari hógværö.” Þessi stutta lýsing á dómprófastinum á Hólum er sönn og segir mikla sögu um hæfileika og hjartalag þess öndvegis- manns. Hann var maöur sátta og samlyndis. Hann sá veraldarbjastriö af hærri sjónarhóli en flestir aðrir. Þvi var þaö honum litils viröi og tlöum skoplegt I augum hans. En þó aö hann hugsaöi dýpra og sæi betur en margur var hann engu aö slður glaövær og skemmtinn i vinahópi. Meö einni stuttri setningu eöa klmilegri athugasemd gat hann breytt dauflegri samkomu I gleöifund. Heimili séra Björns var i samræmi viö bestu eiginleika hans. Hann var kvæntur hinni ágætustu konu, Emmu Hansen frá Sauöárkróki, og voru þau hjónin samtaka I rausn og höföingsskap. — Þaö er ætfö stórviöburður aö koma heim að Holum. Hvergi á landi hér er heimreiö glæsilegri, hvergi tjá hauður og himinn ferðamanni greinilegar en þar aö hann nálgist höfuö- ból, andlegt og veraldlegt heföarsetur. Mikla mannkosti þarf til að hækka svo helgan staö. Þaö geröu þau prófastshjón- in. Prestur haföi ekki setiö á Hólum I hálfan nlunda áratug þegar þau fluttust heim eftir. Þá varö þessi fornfrægi helgi- staöur prestsetur á ný: og vart heföu getaö valist þangaö hjón sem heföu stýrt kirkjulegu starfi heima á Hólum meö nieiri pfyöi en þau. Hógvær Guös þjónn er genginn inn i fögnuö herra síns. í hjörtum vina sinna skilur hann eftir auö sem mölur og ryö fá ekki grandaö: vitneskjuna um aö I veröld okkar eru til svo góöir menn aö jafnvel nheljarhúmiö svart” veröur sólbjartur dagur I návist þeirra. ólafur Haukur Árnason. islendingaþættir Fæddur 29. maí 1899 Dáinn 15. des. 1980 Sigurður Haraldsson Ingjaldsstööum varð bráðkvaddur á heimilisinu 15. des- ember síöastliðinn. Foreldrar Siguröar voru Haraldur Ingi Hlugason Friðfinns- sonar frá Ishól, Bárðardal og Rósa Gunn- laugsdóttir Þorleifssonar frá Krósstööum i Saurbæjarhreppi I Eyjafirði. Þau giftu sig 25. okt. 1895 og þegar aðrir flúöu land, fhittu þau i heiðina. Þangað lá enginn vegur, heldur kerruslóð og þar var aldrei slmi. En þar bjuggu þau næstu 40 árin og komu upp 9 börnum I einni baðstofu. Baldvin Jónatansson skáld orti þegar hann kom i Heiðarsel: Hér eru blómin býsna mörg Barnahópur er það fagur. Auöur, Sigrún, Sigurbjckg Siguröur,Hermann, Ingi.Dagur. Guörún lék sér á gólfinu en ValgerBur var ófædd. Nú er HeiBarsel löngu komiB I eyBi. Þar er aBeins kyrrB og fegurB en fátt sem minnti á stóran barnahóp. SigurBur fór ungur aB heiman. Tvo vetur var hann á unglingaskóla á Ljósavatni. Hann vann víða viö landbúnaðarstörf og einn vetur á vertiö á Vestmannaeyjum. Beitarhúsa- maður var hann frá Einarsstöðum.hélt til á Fljótsbakka og gekk á beitarhúsin á Geldingarnesi. 18. júli 1931 kvæntist Sig- urBur Elinu Gi'sladóttur, IngjaldsstöBum og hófu þau þar búskap. Þau eignuðust 6 mannvænleg börn sem öll eru gift og eiga börn. SigurBur og Elin bjuggu á Ingjalds- stöðum yfir 40 ár og voru mjög samhent. Margir bæöi gestir og gangandi leituöu þar athvarfs sumir til að á, eina nótt, aör- irfyrir lengri ti'ma. Alltaf var pláss á Ing- jaldsstöðum og eitthvaö i búri til að seöja svanga. Sigurður byggði útihús og stækk- aði túnið fyrst einn en siBar uxu synir hans og dætur og hjálpuðu til við búskap- inn. Hann var góður bóndi og hygginn og fórsvo vel meö skepnur aö til fyrirmynd- ar var. Mikið orð fór af þvihve vel honum fórst aB hjálpa skepnum sem gekk illa að fæBa. Var leitað til hans frá flestum bæj- um isveitinni og jafnvel lengra aB. Gefur auga leið hversu mikinn tíma þetta hefur tekiö og þaö á mesta annatfma ársins, því það varli'ka sauöburöur á Ingjaldsstööum og ekki alltaf hægt aö fara á bil, heldur varð að notast við hesta. Stundum var sagt að hann hefði erft ljósmóöurhendur Sigurbjargar Sigurðardóttur fööurömmu sinnar, en hún tók á móti öllum börnum þeirra Haraldar og Rósu og sat hjá sum- um nágrannakonum sinum og var með eindæmum f arsæl i starfi. Hún var ólærð. Siguröi fórst eins og Sveini landlækni forðum að ánægjan yfir vel unnu verki og þakklæti manna og dýra voru honum næg laun. Hann varmikillhúmoristiog hrókur alls fagnaðar i góðra vina hópi. Það var líka gott aö leita til hans ef á móti blés. Hann var forðagæslumaður i mörg ár, einnig sá hann um bööun. Allir áttu að baöa og átti hver kind að vera 3 min. ofan i. Lét hann gjarna einhverja gamansemi fylgja hverri kind.stundum kastaði hann fram vfsu t.d. um útlitærinnar eða ef eitt- hvaö fór úrskeiöis. Þannig gerði hann erf- itt og sóðalegt verk að dálitlu ævintýri. Hann fylgdist vel meö öllum framförum I landbúnaði. Síöustu árin sem hann lifði bjó hann meö nokkrar kindur í skjóli dótt- ur sinnar, Kristinar og Atla tengdasonar sins og andaöist þar i faðmi fjölskyldunn- ar álngjaldsstöðum. Elin var farin á und- an. Sigurður haföi þá búið á Ingjaldsstöö- um f tæp 50 ár. Vertu sæll frændi,þökkum samfylgdin a, það vargottaðmega hafa þigsvona lengi. Sara og Rósa Kveðja Svo óvænt fórstu elsku frændi minn en áfram lifir um þig minningin. 1 hljóðri bæn þér sendi hjartans þökk er hugsa ég tilþín, þá verðég klökk. Með englum himins heldur þú nú jól með horfnum vinum vermdur kærleikssól Ég veit að þú þráöir þennan endurfund og þetta verður eilif gleðistund. Við hinstu kveðju klökk ég felli tár þvi kveöjustundin er svo fjarska sár. En ég gleð6t af þvi, að úti var þin þraut er þreyttur lagöist þú i drottins skaut. Rósa 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.