Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 2
Séra Friðrik A. Friðriksson Húsavík Séra Friðrik Aðalsteinn Friðriksson fyrrum prófastur á Húsavik er látinn og var til moldar borinn 28. nóv. Hann andaðist i sjúkrahúsinu þar 16. nóvember siöastliðinn eftir nokkurra vikna legu vegna afleiðinga heilablóðfalls, fullra 85 ára að aldri. Á Húsavik hefur hann dvalið ásamt konu sinni hin seinustu ár meðal vandamanna og vina að loknu löngu prestsstarfi þar og siðar i nokkur ár á Hálsi I Fnjóskadal. Mannfræðiritsvo sem Guöfræðingatal(Kennaratal og Islenskir samtiðarmenn geyma heimildir um ætt hansogæviferilfram á efri ár. — Margir munu geta hans að verðleikum. Sá er þetta ritar lætur eftir sér að rifja upp i fá- um orðum persónuleg kynni og minnast frábærra hæfileika hans og mannkosta. A útmánuðum 1934 sá ég séra Friðrik i fyrsta sinn. Það var messudagur á Hálsi og kirkjugestir sátu i stofu að lokinni guðsþjónustu. Presturinn, Asmundur prófastur Gislason var þá kvaddur fram vegna gestkomu. Bráttkom hann inn aft- ur og visaði á undan sér ókunnum manni. hvikuðu frá settu marki. Hann var ákveðinn framsóknarmaður aila sina tið_ og svo harður samvinnumaður að önnur verslun var ekki til. Hér innan sveitar sagði hann kost og löst á hverri fram- kvæmd eins og honum bjó i hug. Hann kunni hvorki né hirti um að dylja sig. Hjá honum bjó aldrei neitt undir. Slikir menn eiga auðvitað góða heimvon þegar þeir kveðja sitt hérvistarlif og annað framandi tekur viö. Sárt þykir mér að missa Sigurð vin minn svo skyndilega, aðeins 65 ára, sem þykir ekki hár aldur nú. Ein huggun er það harmi gegn að kallið bar skjótt að. Hann fékk að deyja standandi eins og herkonungum sæmdi til forna. Þegar nú Drottinn allsherjar ákvað að kalla Sigurð til sin þá finnst mér að það hefði ekki öðruvisi getað gerst: Hann stóð upp skjótt og snöggt eins og alltaf áður. Ég bið eftirlifandi eiginkonu hans, Hólmfriði Þórðardóttur frá Tannastöðum i ölfusi, Guðs blessunar. Sömuleiðis börn- um þeirra, Þórði á Selfossi, Hannesi i Þórlákshöfn, Jens á Selfossi, Arúnu sem nemur hjúkrunarfræði og Margréti sem er útlærð hjúkrunarkona. Hún gaf Sigurði litið afabarn á siðustu mánuðum lifs hans og það var sólargeisli hans i skammdeg- inu. Og jafn bjart verður um minningu Sigurðar Hannessonar og nú er ljóssins hátið ber að. Páll Lýðsson Við litum öll upp. í dyrum stdð ungur maður,en þófullþroska,dökkur á hár, en þó yfirlitsbjartur, þrátt fyrir auðsæjan þreytusvip eftir langa göngu i þungri færð. Teinbeinn og upplitsdjarfur ávarpaði hann kirkjugesti alla^i senn einarður en látlaus. Séra Asmundur kynnti gest sinn, Húsavíkurprestinn nýja er komiö hafði þangað frá Ameriku á liðnu vori en væri nú á leið til Akureyrar og vænti bils á móti sér aö Skógum. Prestarnir ræddust einir við yfir borðum og við hlýddum á. En brátt reis séra Friðrik úr sæti og kvaðst verða að halda fór sinni áfram. Ég bauö samfylgd mina og að bera tösku hans. Aldrei gleymist mér þessi för okkar um berangurinn milli Háls og Skóga. Ég spurði,hann svaraði. Hann færði umræðu- efnið útogá hærra svið.Honum var gefið aö láta aðra sjá sýnir undir hönd sér. — BiB beiö við Skógahlið og lagði þegar á brattann. Ég stóð einn eftir og fannst sem eitthvað sérstakt hefði skeð. Ég var annar enáður. Er ég kom heim á Skógahlað hélt ég enn á tösku séra Friöriks. Arin liðu og það heyrðist sitt hvað um nýja prestinn á Húsavfk. Hann gekk stundum i vinnufötum og vann eins og vikingur. Hann safnaði um sig ungum og gömlum og stýröi bæði karlakór og kirkjukór. Hann orti ljóð og söngtexta. Hann samdi lög. Hann skraut- ritaði og skrifaði nótur, liklega fegur en nokkur annar tslendingur á þeirri tfð. Hann bjó bækur undir p-entun ýmist einn eða með öðrum .Nefna má: Þingeysk ljóð, Afmælisdagabdk sérstæða og skráði til ljósritunar kórlög og lög við Passiusálm- ana. Siöar á árum þýddi hann merka skáldsögu: ,,HUn Antónia min”, er ber þýðanda sinum ljósara persónulegt vitni en venjulegt er um þýðingar. Aður en langt leið var séra Friðrik orðinn fyrirliði nýrrar prestakynslóðar i héraðinu.frjálshuga starfsglaðra manna er kenndu til i þrautum sinnar tiðar og voru ákveðnir i' aö láta gott af sér leiða. Þeim tdkst að gera hugsandi gagnrýnan almenning kirkjunni vinveittari en áður og glöggsýnni á að i siðalögmáli og kær- leiksboðun Krists felast allar þær mann- bótahugsjónirsem mannkynið hefur eign- ast og haldbestar hafa reynst. Um annasaman áhugamann leika jafn- an vindar úr ýmissi átt, og tið séra Frið- riks á HUsavik var engin undantekning hvað það snerti. Þar skiptust á skin og skúrir, sársauki og sæld. Auk starfa prestsins var hann hlaðinnöðrum störfum fyrir bæjarfélag sitt og sýslu. Ég sá hann oftast um langt skeið i lok hverssýslufundar á HUsavik. 1 kveðjuhóf er sýslumaður var vanur að halda i fundarltBc var hann ávallt boðinn. Með honum kom hressandi gustur. Lund manna léttist og gladdist. Karl Kristjánsson sem þá var enn sýslunefndarmaður Húsavíkur, gat þess eitt sinn við mig, að þá á útmánuðunum hefðu þeir séra Friðrik gert sér það til gamans aö yrkja daglega sina visuna hvor. Ein þessi visa prestsins var svona: ,.Skynjun helg og hugsjón góö, heim og lif sem fegrar, viðlag sé við yndisóð iðju hversdagslegrar". Hversdagsiðja hins dugandi heiðvirða manns er yndisóður hans til lifsins. Dýpri skilningur og hærri skal vera honum lifs- fylling. Þannig fór séra Friðrik á kostum. Hugurinn hvarflar einnig til konu séra Friöriks. — A námsárum sinum kynntist hann ungri menntakonu, Gertrud Estrid Elise. Foreldrarhennar voru Holger Niel- sen rikisskjalavörður i Kaupmannahöfn og kona hans,/Dagmar, fædd Thomsen. Ung ferðaðisthún um vegleysur Islands nær hálfhring um landiö tilmóts við örlög sin. Ung lifðihún siðan með manni sinum þeirra frumbýlingsár i annarri heimsálfu Ameriku, þar sem hann var þjónandi íslendingaþættir 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.