Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 7
ÁRNAÐ HEILLA Páll Þorgilsson 85 ára Heill og sæll, frændi minn góður. Nú hefur þú með heiðri og sóma lokið við helming 9. áratugsins. Og ekki hvarflar að mér efi um, að þú skilir hinum helmingnum, með sama sdma. Ég fagna þvi, að ég skuli enn vera ofan moldar m eð þér, þvi að f jærri er að ég sé leiður á lifinu. En ég húðskamma stund- um sjálfan mig fyrir að miðla mér ekki oftar ti'ma til að fá hressandi skammt andlegra vitamina af þrjótandi birgðum þinum, sem virðast ekki lúta þvi lögmáli að minnki það, sem af er tekið, þær eru eins og hafið. A þvi sér ekki borð, þdtt af sé ausið. Þú hefur verið svo innundir hjá drottni allsherjar, að hann úthlutaði þér úrvals- tegund minnisfruma. Um það bitna ógrynni fróðleiks, um menn og málefni, skritlur, skopsögur, ljóð og lausavisur sem þú hefur á hraðbergi. En fleira gerði hann við þig vel. Þú ert hagyrðingur. Og hann gaf þér slika radd- leikni að þú gast og getur vonandi enn til- einkað þér margar ólikar raddir, og brugðið þér i margra gervi og leikið. Aldrei hef ég, siðan ég kynntist þér, ef- ast um, að best hefðirðu kunnað við þig á fjölum leiksviðsins og fjalirnar ekki siður kunnað vel við þig, og þá ekki sfst horf- endur og heyrendur. Þótt allt hafirðu vel gert, sem þú hefur stundað, áttirðu best heima á leiksviðinu. Það var þinn rétti vettvangur. Fjárans klúður að þú skyldir lenda utan þess. Páll fæddistog ólst upp i afskekktustu sveit landsins, á hinu forna höfuðbóli Flosa, Svinafelli, i kallfæri við öræfa- jökul. Á vaxtarárum hans blöstu stööugt við honum sterkar andstæður stórbrotinnar náttúru, sem öræfingar höfðu mótast af gegnum kynslóðir. — Enda er sagt að i öræfum sé ekki til neitt miðlungsfólk. Með móðurmjólkinnihefur Páll drukkið i sig seiðmagnaða orku öræfajökuls, ilm úr grasi og skóg, mildi og unað sumars, — fegurð.líf og liti allra árstiða, nið og straumþunga fljótanna á báðar hendur vfðáttu sanda og sævar. Alls þessa, sem Páll hefur hlotið i arf og skynjað gegnum auga og eyra gætir í skapgerð hans. Páll kvaddi öræfin 17 ára að aldri. Og þá orðinn karlmenni að burðum. Útþráin ólgaði i blóðinu. Henni varð að fullnægja. Hvorthenni hefur verið fullnægt á þeim 68 árum, sem liðin eru síðan, veitég ekki. En ■ slendingaþættir hérhefurhann lifað og starfaö um áratugi og verið meðal þeirra sem setja svip sinn á borgina. Og aldrei hefur honum eða þeim syst- kinum, brugðist hin öræfska hjálpfýsi og samúð með öllum, er minna mega sin. Og vonandi verða þeir eiginleikar ávallt aðalsmerki öræfinga, þótt aldalöng ein- angrun sé rofin. Þegar þú áttir afmæli siðast fyrir 5 ár- um, og skaust 8. áratugnum aftur fyrir þig, óskaði ég þér víst þess, að þú stæðist öll brögð bragðslyngrar Elli kerlingar, 9. áratug þinn. Og það hefurðu nú gert með prýði fyrri helming hans, þótt eilitið hafi slaknað á stælingu og léttleik. Nú óska ég þér þess, frændi minn góður aö þér endist rikulegt glfmuþrek til næsta afmælis eftir 5 ár, og lengur, og að þú gangir styrkum fótum, er þú heilsar 10. áratug þinum. Einnig, að engin þurrð verði í þinum andlegu vitaminbirgðum, eða miðlun þeirra. Og svo óska ég þér heilla með þetta af- mæli — og áfram. M. Skaftfells P.S. Þetta nokkuð siðbúna afmælisrabb er svolítið glettið, eins og þú, frændi sæll. Er heiðra átti það með birtingu i tslendinga- þáttunum, faldi það sig. 1 dag var það svo itö6kunni minni sakleysið sjálft á svip og sagðist hafa verið þar allan tímann. Eig- um við ekki að fyrirgefa því prakkara- strikið? Látið myndir af þeim sem skrifað er um fylgja greinunum

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.