Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1981, Blaðsíða 8
Ingi Halldórsson bakarameistari Fæddur 15. ágúst 1895. Ldtinn 28. nóv. 1981. Ingi er fæddur aö Burstarbrekku i Ól- afsfiröi. Hann var sonur hjónanna Hall- dórs Guömundssonar bónda þar og konu hans Guörúnar Gottskálksdóttur. Hjónin i Burstarbrekku þau Halldór og Guörún voru dugnaöarfólk og komu upp börnum sfnum þrátt fyrir búsetu i haröbýlli sveit og oft erfitt árferöi. Mun Halldór hafa stundaö sjómennsku meira og minna samhliða búskapnum, m.a. verið talsvert á hákarlaskipum. Þrátt fyrir kröpp kjör mun ekki hafa veriö um skort aö ræöa f Burstarbrekku og meö mikilli vinnu hafði heimilisfólkiö i sig og á. Fram á unglingsár ólst Ingi upp í for- eldrahúsum. I þá daga, fyrirum 70 árum, var tíöarandinn annar en nú er. Þá þótti ekkisjálfsagt, aö allir unglingar ættu kost á góðri menntun, kostaöri að mestu af op- inberu fé, eins og nú er. Þeir, sem i þá daga vildu menntast, læra einhverja iðn, eða búa sig undir lifið meö þvi aö afla sér þekkingar, uröu aö kosta það sjálfir eða þá fjölskyldur þeirra, sem oft voru ekki aflögufærar. Þá þurfti aö sækja margt af þeirri menntun, sem nú er fáanleg i land- inu, útfyrir landsteinana. Ingi fór ungur aö heiman til þess að sjá sig um og afla sér menntunar. Hann fór til Kaupmanna- hafnar.dvaldi þar nokkurár, og nam þar bakaraiðn. Eftir heimkomuna stofnaöi hann brauðgerö aö Vesturgötu 14 i Reykjavik, sem hann rak um allmörg ár. Hinn 5. júni 1926 kvæntist hann Guð- laugu Erlendsdóttur, sem var ættuö úr Kolbeinsstaöahreepi á Snæfellsnesi. Guð- laug var komin af dugnaöarfólki, enda dugmikill og traustur lifsförunautur og hin glæsilegasta kona. Var heimili þeirra Inga og Guðlaugar orölagt fyrir myndar- skap og rausn. Enda varð þeim hjónum veltilvina. Guðlaug aöstoöaöi mann sinn dyggilega viö rekstur brauögeröarinnar, sem var allstór um árabil. Kreppuárin og árin þar á eftir uröu þeim þó þung I skauti. Munu þau aldrei hafa til fulls rétt sig viö fjárhagslega eftir áföll kreppuár- anna. Svo fór á stríösárunum seinni, aö þau seldu brauögeröina að Vesturgötu 14 og hættu sjálfstæöum rekstri. Ibúöhöföu þau haft I sama húsi og brauðgeröin var i', og 8 fylgdi hún meö i sölunni. Skömmu siöar tóku þau íbúð á leigu aö Baldursgötu 11. Þá ibúö haföi Ingi til ársins 1974. Eftir að þau seldu brauögeröina starfaöi Ingi nokkur ár I Ingólfsbakarii, en hóf siðan störf i brauögerð Mjólkursamsölunnar, þar sem hann starfaði allt til ársins 1971, aö hann hætti störfumfyrir aldurssakir. Hann reyndist þar, sem annars^taðar hinn ágætasti starfsmaður. Með afbrigö- um stundvis, reglusamur og ósérhlifinn, enda vinsæll af húsbændum sinum og sam st arf sm önnu m. Ingivar görvilegur maður, samkvæm- ismaður á sinum yngri árum og oftast hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Hann var sportmaður talsveröur og átti á timabili góöa hesta. Ingi var fjörlegur i viðræðum oghress i skapi meðan heilsan entist. Fyndinn og oröheppinn gat hann verið i meira lagi og kom okkur, sem um- gengumst hann, oft i gott skap. Þá spillti hin glæsilega glaölynda eiginkona ekki heimilislifinu. Enda var oft gestkvæmt á heimili þeirra. Þau hjón eignuðust þrjár dætur: Svövu, Huldu og önnu. Hlutu þær allar gott uppeldi i foreldrahúsum og haldgoða menntun. Svava giftist Gunnari Nielsen heildsala, Hulda Kristni G. Þor- steinssyni iðnaöarmanni og Anna Ólafi Sverrissyni kaupfélagsstjóra. t fjölskyldullfi sinu hlaut Ingi mörg þung högg um dagana. Guðlaug eiginkona hans lést vorið 1948, aöeins 47 ára aö aldri. Elsta dóttir hans Svava lést i ágúst árið 1968 aðeins 42ja ára og Hulda í mars árið 1971, fjörutiu og þriggja ára. Ofaná allt bættist svo að Kristinn tengdasonur hans lést árið 1980. Þessi áföll reyndu auðvitaö mjög á Inga, þó stóö hann ávallt uppréttur og lét ekki bugast. I þrengingum eftir ástvina- missi kom guöstrú hans og skapgerö hon- um að góöu haldi, en hann var maöur trú- aöur og sjálfstæöur i skoöunum. Hann var þeirrar skoðunar, að menn og fyrirtæki ættu aö standa á eigin fótum og ekki vera upp á aðra komin. Lifsviöhorf hans og framgangsmáti var i samræmi viö þessi meginsjónarmiö. Ingi átti þvi láni að fagna að búa við góða heilsu mestan hluta ævi sinnar. Ariö 1974 þarf hann þó að gangast undir stóra skuröaðgerð, sem hann náði sér þó furðu veleftir. Strax eftir þá aðgerð flutti hann til dóttur sinnar önnu og fjölskyldu henn- ar að Skúlagötu 21 i Borgarnesi og átti þar heimili upp frá þvi. Siðustu tvö árin hrakaði heilsu hans og þurfti hann þá að dvelja af og til á sjúkra- húsinu á Akranesi, en þar lést hann 28. nóv. s.l. Ég, sem þessar linur skrifa, þakka sér- staklega fyrir aö hafa orðiö þeirrar gæfu aönjótandi aö eiga samleiö með Inga Halldórssyni i yfirþrjátiu ár.Sérstaklega vil ég þakka árin sjö sem hann dvaldi undir ævilokin á heimili minu. Hann var góður og ráöhollur samfylgdarmaöur og hin mesta heimilisprýði. Barnabörn hans mátu hann mikils og hændust aö honum. Voru þau tíðir gestir i herbergi afa eða „Gamla”, eins og þau nefndu hann jafn- an. Hafði Ingi gaman af þvi aö ræða við unga fólkið þó fjarri hafifariö, að skoðan- ir lægju alltaf saman, enda umræður oft fjörlegar, en ávallt i fullri vinsemd. Astæöa er til þess að þakka læknum og hjúkrunarliöi sjúkrahússins á Akranesi þá góðu aðhlynningu sem Ingi hlaut þar. Góöum nágranna ,Birni Guömundssyni, þakka ég margan greiöann við Inga og nær daglegar^ heimsóknir siðustu árin. Þær voru mikils virði. ólafur Sverrisson. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.