Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 2
NG WESSSEE Fáll S. Pálsson Fæddur 29. janúar 1916 Dáinn 11. júlí 1983 Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður andaðist á Landskotsspítala 11. þessa mánaðar og var jarð- settur í gær frá Dómkirkjunni. Er þar fallinn í valinn einn þekktasti lögfræðingur landsins í lögmannastétt, og atkvæðamaður á.fleiri sviðum, sem hann hefir látið til sín taka á liðnum árum. Við hið sviplega fráfall Páls S. Pálssonar er þungur harmur kveðinn eftirlifandi konu hans og öðrum aðstandendum. Og stéttarbræðrum hans, og vinum fjær og nær er söknuður í huga. Við minnumst góðs félaga og starfsbróður, og margra ánægjulegra kynna á liðinni tíð. Er það nú sammæli allra, sem til þekkja, að með honum er horfinn af sviðinu góður maður og gegn, raunveru- lega langt um aldur fram. Páll Sigþór Pálsson var fæddur 29. janúar 1916 að Sauðanesi í A-Húnavatnssýslu, sonur hjón- anna Páls Jónssonar búfræðings og Sesselju Þórð- ardóttur, er þar bjuggu. Standa að honum traustar bændaættir úr Norðurlandi. Faðirinn var af Flata- tungu- og Skeggjastaðaættum, sem svo eru nefndar. Er margt sögulega þekkt fólk í þeim ættum, þó ekki verði rakið hér að sinni. Nefna mætti merkiskonuna Helgu á Æsustöðum, lang- ömmu Páls, sem var „kvenskörungur og höfðings- kona,“ „siðavöndogstjórnsöm", (Magnús, Syðra- Hóli), enda gengu um hana margar sagnir. Hún var mikil hjálparhella og vinur Hjálmars í Bólu, hún lét alltaf sækja hann um jólin eftir að hann; missti konuna. „Ovíða var skáldið jafnskörulega útleyst með gjöfum" sem þar. Það var á leiðinni í jólaheimboð á Æsustöðum sem Hjálmar sá hina „ægilegu sýn,“ og er sú saga alþekkt. Bróðir hennar, einnig langafi P.S.P., var stórbóndinn Brynjólfur læknir, Rúnar lögfræðingur, Kristín kennari og Helga sjúkraliði. Þá er Guðrún Hulda húsfreyja gift Árna Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra á Selfossi. Þeirra börn eru: Kristín húsmóðir, þá tvíburarnir Brynjólfur Tryggvi sveitastjóri og Gunnar Þór byggingarmeistari, þá Árni bóndi og yngstir eru tvíburarnir Sigrún matreiðslumaður og Sólrún framreiðslumaður. Síðan er Árni húsvörður á Selfossi, sambýlis- kona hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir. Börn hans eru: María húsmóðir, Sævar pípulagning- armaður, Gyða húsmóðir og Þórunn nemi. Yngst er svo Bryndís kaupmaður á Selfossi gift Hafsteini Má Matthíassyni mjólkurfræðing. Börn þeirra eru: Kristín viðskiptafræðinemi og Berglind í barnaskóla. Þunga sigursöngva syngur elvan mikla syrgjandi lifendum og þeim liðnu, sem hvíla í ástkærum fósturjarðarfaðmi á bökkum hennar. Þar verður Brynjólfur lagður til hinstu hvílu við hlið konu sinnar. Ég votta börnum og barnabörnum innilega samúð. Blessuð sé minning göfugmennisins Bryn- jólfs Gíslasonar. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Gísli í Flatatungu, sem Hjálmar yrkir til hið fræga kvæði í erfisgildinu mikla í Flatatungu 1862, eftir son Gísla tvítugan, sem drukknaði hér við Selsvar- arfjöru, og um gengu einkennilega sagnir. - í móðurætt var Páll Eyfirðingur, móðir hans Sess- elja Þórðardóttir var frá Steindyrum í Svarfaðar- dal, annáluð dugnaðar- og gáfukona. Þau hjón áttu 12 börn og komust öll upp, öndvegisfólk að gáfum og dugnaði. Mann sinn missti Sesselja 1932. Það má telja ótrúlegt afrek, að halda í horfi svo stóru heimili og koma til manndóms og þroska stórum barnahóp, þrátt fyrir kreppu og margvís- lega örðugleika í sveitabúskap á þeim árum. Það blés því ekki byrlega fyrir Páli að brjótast til mennta við þessar aðstæður, en það mun hann fljótlega hafa ásett sér. Honum tókst þó að komast í Reykholtsskóla og síðan einn vetur í Kennaraskólann, því næst gerðist hann kennari í nokkur ár, Viðey, Keflavík, Seltjarnarnesi, en lét í millitíðinni skrá sig til stúdentsprófs, utanskóla, og þótti allnokkuð í ráðist miðað við undirbúning. Stóðst hann prótið með sæmilegustu einkunn, og komu þarna fram ágætar námsgátur hans. Lét hann nú ekki deigan síga og innritaðist í Norrænu- deild og síðar Lagadeild, og útskrifaðist þaðan 29. maí 1945, með góðri I. einkunn. Þegar þessum áfanga var náð tóku fljótlega að hlaðast á hann margvíslegustu störf og stöður, sumpart opinberar eða hálfopinberar. Má af því marka hvert orð fór af dugnaði hans og hæfi- leikum. SpiIIti þar ekki um hressileg og traustvekj- andi framkoma, og mikill hæfileiki að tala fyrir sínu máli. Af störfum þessum má nefna (þó hvergi tæmandi): framkvæmdastj. Fél. ísl. iðnrekenda, formennska í bankaráði Iðnaðarbankan*', form. Iðnaðarmálastofnunar, dómari í Félagsdómi, form. Kjaranefndar ríkisins, form. Sumargjafar, stj. Rauðakrossins, framkv.stj. Fasteignaeigenda Revkjavíkur, form. Lögmannafélags íslands, auk fjölda nefnda- og trúnaðarstarfa, sem ekki eru tök á að rekja hér frekar. Þá samdi hann kennslubók í þjóðfélagsfræði, fjölda greina og útvarpserinda, þ.á.m. fræðilegt erindi um stjómarskrárgildi laga, o.s.frv. Ekki er annað vitað en að hann þætti hafa gert þessu ö!l hin bestu skil; hafa þá afköst hans hlotið að vera nánast með ólíkindum. Eftir að Páll tók hæstaréttargráðuna, 23. júní 1956, rak hann málflutningsskrifstofu hér í bæ. Varð hún fljótlega með þeim stærstu í bænum, og eftir málafjölda fyrir Hæstarétti líklega sú stærsta. Tveir sona hans eru einnig hæstaréttarlögmenn, Stefán og Páll Arnór, og munu væntanlega taka við rekstri föður síns. Sem hæstaréttarlögmaður var Páll tvímælalaust í besta flokki. Hann var skarpgáfaður máður, prýðilega máli farinn, og neytti þess út í æsar. Hann var fljótur að átta sig, fljotur að aka seglum eftir því, hvernig vindur blés; svarafátt varð honum aldrei. Hann var mjög sannfærandi í málflutningi, (hefði notið sín vel fyrir kviðdómi, eins og þeir eru í útlandinu). Hins vegar var málflutningur hans aldrei á lágu plani, þvert á móti drengilegur á alla grein. Um þetta get ég vottað, því atvikin höguðu því svo að við áttumst oft við í málum. Þótt á ýmsu gengi breytti það engu milli okkar, persónulega. Það væri hægt að skrifa langt mál um Pál S. Pálsson, þótt það verði ekki gert hér að sinni. Hans verður lengi minnst fyrir mannkosti og gáfur, og einnig fyrir óvenjulega fjölhæfni og hæfileika. Honum var sitthvað til lista lagt, þótt ekki sé skráð í bækur. Hann var gleðimaður mikill í sinn hóp, og allra manna skemmtilegastur, ef hann vildi svo við hafa. Hann kunni býsn af kvæðum, vísum og sögum, enda átti hann frásagn- argáfu í ríkum mæli. Hann vartækifærisræðumað- ur í besta lagi, vel heima í fomsögunum, og skrifaði stundum í blöð í þá veru. Hann gat leikið og hermt eftir af mikilli list. Og loks var hann prýðilega hagmæltur, átti létt með að kasta fram vísu, eins og hann þyrfti ekkert fyrir að hafa. Undantekning- arlaust var sá kveðskapur bráðfyndinn, eftir tilefnum. Aðstandendum, konu og börnum, votta ég dýpstu samúð. S.ÓI. Þeir sem skrifa minningar- eða afmælis- greinar í íslendinga þætti, eru vinsamlegast beðnir um að skila vélrituðum handritum 2 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.