Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 6
Sölmundur Ingibergur Kárason Fæddur 10. september 1946 Dáinn 21. júní 1983 Þegar nánir kunningjar manns hverfa af sjónar- sviðinu, vekur það upp margar minningar og umhugsun um hve lífið er fallvalt. Nú hefur þetta gerst, þegar æskuvinur minn og jafnaldri Söl- mundur Kárason burtkallaðist, en hann lést á Borgarspítalanum að kvöldi 21. júní eftir 5 mánaða sjúkrahúslegu. Ekki datt mér í hug að það væri síðasta samverustundin okkar hér á Höfn, þegar Sölli, eins og hann var alltaf nefndur, kom ásamt konu sinni og börnum útí Ósland til að kveðja okkur hjónin, en við vorum þar á tjörninni á skautum með börnum okkar. Sölli var að fara til Reykjavíkur í rannsókn vegna lasleika, en hann bjóst ekki við að verða marga daga. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Sölli var lagður inn á Borgarspítalann og átti þaðan ekki afturkvæmt lifandi. Sjúkdómur hans var alvarlegri en búist var við og þar háði hann baráttu við hann af þrautseigju, hugprýði og æðruleysi til hinstu stundar. Mér verður iengi minnisstætt síðasta símtalið sem ég átti við Sölla daginn fyrir andlát hans. Hann var þá orðinn mjög þungt haldinn, en bað mig að segja sér fréttir að heiman. Þegar hann kvaddi, bað hann mig fyrir kæra kveðju til allra heima. Sölmundur var sonur hjónanna Önnu Alberts- dóttur og Kára Halldórssonar. Þau eignuðust sex börn, en nú eru aðeins tvær systur á lífi. Tvö börn létust af slysförum á unga aldri og tippkominn sonur lést þegar m/b Sigurfari fórst í Homafjarð- arós. Þá fórst líka tengdasonur þeirra hjóna. Kári andaðist fyrir nokkrum árum, en Anna er á lífi og dvelst á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Höfn. Sölli ólst upp í foreldrahúsum hér á Höfn og áttum við báðir heima við Höfðaveginn. Leik- völlur okkar var fjaran og sandbakkinn og á ég margar góðar minningar frá bernsku og unglings- árum okkar. Oft var glens og gaman hjá okkur krökkunum sem vorum nánast sem ein fjölskylda á þeim árum. Leiðir okkar Sölla hafa legið saman gegn um árin bæði í leik og hinum daglegu störfum fullorðinsár- Olafsson, Magnús frá Miklabæ Fæddur 7. júní 1930 Dáinn 25. júní 1983 Vér skiljum það eitt, þú ert farinn oss frá. Þigfaðmar nú ættjörðin blíða. Með trega og söknuði minnast þess má, hve mannsœvin stutt er að líða. (Ók. höfundur.) Mér finnst eins og ég geti ekki látið hjá líða, að minnast frænda míns, Magnúsar Ólafssonar frá Miklabæ með nokkrum kveðjuorðum, svo snögg- lega var hann burtu kallaður frá okkur samferða- mönnum þessa lífs. 6 Mig setti hljóðan morguninn 25. júní er mér var sagt að hann Maggi frændi væri dáinn, en þann dag andaðist hann á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, eftir aðeins þriggja vikna legu. Þá getum við tekið undir með skáldinu, sem sagði: Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit. Mitt er hold til moldar hnigið máskefyrr en afég veit. Magnús var fæddur á Sauðárkróki 7. dag júnímánaðar 1930. Foreldrar hans voru Ólafur Gunnarsson og Guðný Stefánsdóttir, bæði komin af stórum skagfirskum ættum. Ólafur var einn af anna. Snemma fór Sölli á sjó.vann alltaf síðan við sjómannastörf. Árið 1967 ákváðum við að fara í Stýrimanna- skólann og útskrifuðumst þaðan vorið 1969. Og við höfðum meira upp úr þessari skólavist í höfuðstaðnum heldur en námið eitt, því að heim komum við með okkar ágætu lífsförunauta. Kona hans er Ásgerður Haraldsdóttir frá Reykjavík og hófu þau búskap hér á Höfn, haustið 1970. Hann stundaði sjóinn sem stýrimað- ur og síðar skipstjóri og nú síðustu árin á Akurey s.f. og vegnaði honum alltaf vel. Sölli og Ása byggðu sér fallegt og vistlegt heimili hér við Kirkjubrautina. Börn þeirra eru tvö, Kári Haraldur, 13 ára og Anna Vilborg, 10 ára, sem nú sjá á eftir sínum elskulega föður í blóma lífsins. Við hjónin horfum með þakklæti aftur til þeirra samverustunda sem við áttum með Sölla, Ásu og börnum þeirra og vonumst til að geta varðveitt þær minningar með þeim og átt góðar samveru- stundir með Ásu og börnunum í framtíðinni, þó Guð hafi burtkalíað þeirra elskulega eiginmann og föður. Nú vitum við af Sölla í faðmi burtkall- aðra systkina, föður og mágs, og megi Guð blessa þau öll og varðveita. Ég er þakklátur þeim sem styttu Sölla stundir er hann lá á sjúkrahúsinu. Það var honum mikil ánægja og uppörvun. Að lokum votta ég Ásu, Kára, Önnu Boggu, móður Sölmundar, systrum og öðrum vanda- mönnum samúð okkar hjónanna og megi Guð blessa þau og varðveita um ókomin ár. Kristinn. 13 börnum þeirra hjóna, Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur frá Keflavík, og Guðný eitt af 10 bömum þeirra hjónanna Stefáns íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.