Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1983, Blaðsíða 8
Níræð Margrét Illugadóttir, Syðri-Hömrum Holtum Margrét er fædd 26. júlí 1893. Foreldrar hennar voru hjónin Illugi Jóhannsson og Guðbjörg Gísla- dóttir, en þau bjuggu að Oddgeirshólahöfða í Hraungerðishreppi þegar Margrét fæddist. Þaðan fluttu þau fáum árum síðar að Laugum í sama hreppi og bjuggu þar um 30 ára skeið. Illugi var af suður-þingeyskum ættum, en Guðbjörg var dóttir Gísla Guðmundssonar hreppstjóra í Bitru. Þegar Margrét var 5 ára gömui fór hún í fóstur til Gísla afa síns og seinni konu hans Ingveldar Eiríksdóttur frá Kampholti og hjá þeim var hún fram undir tvítugsaldur, en þá fór hún að Villingaholti til Jóns Gestssonar bónda og Krist- rúnar Gísladóttur móðursystur sinnar. Ástgeir Gíslason frá Bitru móðurbróðir Mar- grétar hóf búskap á Syðri-Hömrum árið 1916. Tveim árum seinna 1918 fór hún þangað vinnu- kona og var hjá Ástgeiri og Arndísi konu hans ýmist sem vinnukona eða lausakona eins og það var kallað þegar ekki var um ársvist að ræða og unnið var á ýmsum stöðum, en átti jafnan heimili á Syðri-Hömrum. Eftir að Gísli sonur þeirra Syðri-Hamra hjóna og Unnur Óskarsdóttir kona hans tóku við búsforráðum hefur Margrét haft heimili sitt hjá þeim og notið þar góðrar aðhlynn- ingar. Hefur hún því átt heimili á Syðri-Hömrum hátt á sjöunda áratug. Meginhluta ævinnar má segja, að Margrét hafi búið við allgóða heilsu, en þó hefir það bagað hana hin síðari árin að hún hefir átt allerfitt með að hreyfa sig um og ganga því það óhapp henti hana, að lærleggsbrotna og olli það henni lang- vinnum þrautum. Sjón, heyrn og minni eru enn í góðu lagi. Margrét er kona hæglát og dagfarsprúð, trygg- lynd og vinföst. Börn og unglingar hafa ætíð átt þar sem hún er hauk í horni. í staðinn hefur hún eignast marga vini, sem minnast frá bernskuárun- um umhyggju hennar og hollrar handleiðslu. Margrét er greind, fróðleiksfús og bókhneigð. Hefur hún marga bókina lesið sér til gagns og ánægju. Á hún gott safn bóka, sem hún lætur sér annt um. Margrét hefur alltaf rækt störf sín með alúð og trúmennsku og því átt traust þeirra sem notið hafa starfa hennar. Á níræðisafmælinu vilja systkinin frá Syðri- Hömrum, börn Ástgeirs Gíslasonar færa Margréti hinar bestu þakkir og óskir um að ævikvöldið megi verða hlýtt og rótt. Þá vill sá er þessar línur ritar einnig þakka Margréti góð kynni og margar ánægjustundir við að hlýða á fróðlegar frásagnir hennar. Vona ég, að henni endist til æviloka skýr hugsun og rólegt sálarlíf. Ágúst Þorvaldsson Pétur Pétursson, Grænagaröi, ísafirði, áttræður Hversu efagjarnir sem menn kunna að vera þá verða kirkjubækur ekki rengdar nú til dags en þær greina frá því að minn ágæti vinur Pétur Pétursson á Grænagarði við ísafjörð verði áttræður þann 28. júlí. Ég mætti honum á Seljalandsveginum fyrir nokkrum vikum léttum í spori eins og í gamla daga og gekk heim með honum og í forstofunni stóðu gönguskíðin vel hirt sem fyrr, en það er heldur ekki lengra síðan en í fyrra að þau voru notuð í Fossavatnsgöngunni og varla hafa þau staðið þama ónotuð í vetur. Svona er þetta þar sem enginn öldrunarfulltrúi er á staðnum að menn gleyma því jafnvel að þeir séu að verða áttræðir. Pétur Tryggvi Pétursson, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur í Rekavík Norður-ísafjarð- arsýslu þann 28. júlí 1903. Foreldrar hans voru hjónin Petolína Elíasdóttir frá Steinólfsstöðum í Veiðileysufirði og Pétur Jóhannsson, Halldórs- sonar refaskyttu í Látravík. Pétur missti föður sinn 1907 og var þá komið í fóstur hjá Magnúsi Finnbjörnssyni og Odddídu Jónsdóttur að Sæbóli í Aðalvík. Árið 1913 fluttust þau að Góustöðum í Skutuls- firði til Guðríðar dóttur sinnar og Sveins Guð- : mundssonar og þar ólst Pétur upp tii fullorðinsára. I Strax á unglingsárum fór Pétur að stunda sjónmennskú á bátum frá ísafirði ýmist á útilegu eða síldveiðum. 1929 hóf hann störf við netagerð hjá Samvinnu- félagi ísfirðinga. Lærði hann síð'an þá iðn hjá Pétri Njarðvík sem um 20 ára skeið rak netagerð að Grænagarði í Skutulsfirði. Var hann verkstjóri við þá netagerð um 18 ára skeið, þar til þeim rekstri var hætt 1952. Þá starfaði hann um tíma hjá útgerðafélaginu ísfirðingi h/f, fyrst á togurum þess og við fiskvinnslu í landi. Er ísfirðingur hætti rekstri hóf Pétur störf hjá Netagerð Vestfjarða h/f sem Guðundur Sveinsson fósturbróðir hans rekur og starfaði þar til ársins 1979. Árið 1958 eignaðist Pétur 3ja tonna trillu, Sigurvon ÍS 605, er hann hefir notað meðal annars til að flytja ferðafólk á norður í Jökulfirði og Hornstrandir. Er bróðir hans Bjarni Kristján lést árið 1965 keypti hann eignir hans á Hesteyri. Dvaldi hann þar ásamt eiginkonu og fjölskyldu á sumrum mörg hin síðari ár er hann hefir unnið að eyðingu refa í Sléttuhreppi, fyrst með Bjarna bróður sínum en síðar með Jóni Oddssyni refaskyttu frá Ingjalds- sandi til ársins 1980 er hann hætti vegna veikinda eiginkonu sinnar. Árið 1928 kvæntist Pétur Al- bertínu Elíasdóttur frá Fagrahvammi í Skutuls-' firði, þau reistu nýbýli að Brautarholti en fluttust 1938 að Grænagarði og hafa búið þar síðan. Þau Berta, eins og við kunningjarnir kölluðum hana, og Pétur eignuðust þrjú mannvænleg börn, tvo syni og eina dóttur. Synimir búa báðir á ísafirði og urðu landsþekktir skíðamenn um Framhald á bls. 7 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.