Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 24
Sherlock Holmes fær sér einkaritara SHERLOCK Holmes hefur fengiö sér ekki margt um leynilögreglumanninn einkaritara 22 ára stúlku aö nafni Lesley fræga, sem aöeins hefur veriö til i bókum, Whitson. Hún var áöur kennari og vissi en er fyrir mörgum aödáendum maöur af Lesley Whitson svarar daglega bréfum til hins ódauölega Sherlock Holmes. kjöti og blóði. 1 hverjum mánuði berst mikill fjöldi bréfa til heimilisfangs Holmes, Baker Street 221 b. Arið 1880, þegar Conan Doyle hóf að skrifa Holmes-bækurnar, náöi Baker Street ekki lengra en að 85. En nú er gatan miklu lengri. Blokk, sem kölluö er Abbey House, er númer 215 til 237. Þaö er tryggingafélag, sem á blokkina og hjá þvi er Lesley Whitson á launaskrá. t mörgum bréfum er Sherlock Holmes beöinn um ráö. Þar getur veriö um aö ræöa óupplýsta glæpi I Indlandi, Venesúela eða Japan, en inn á milli er leitað ráða i ástaráorgum. Bifvélavirki i Thailandi skrifar til dæmis: — Kæri herra Holmes! Konan min er ástfangin af öörum manni og nú nennir hún hvorki aö hugsa um mig né börnin okkar átta. Geföu mér rðö — hvernig á ég aö losna viö hana? Ég veit ekki hvert ég á annars aö snúa mér og ég skal borga vel. Leigubilstjóri i New York skrifar: — Ef þiö doktor Watson komiö hingaö, skal ég aka ykkur ókeypis um borgina. Þiö fáiö áreiöanlega nóg að gera hérna. Litil stúlka frá Memphis i Tennesee skrifar: — Pabbi minn segir mér svo margt um þig. Ertu klárari en Iron- side? Ég skrifaði honum einu sinni af þvi að hundurinn minn var týndur, en hann svaraði ekki bréfinu.... Leysley svarar öllum bréfunum. Ef einhver biöur um svar strax, skrifar hún, að því miður sé Sherlock Holmes fjar- verandi um tima. Til dæmis varð hún að svara sænskri konu i Gustavsberg á þá leið, að Holmes væri svo upptekinn, að hann gæti alls ekki komið i áramóta- veizluna hjá henni... Gleymist Sherlock Holmes aldrei? — Nei, segir Lesley. Sherlock Holmes er allt of stórkostlegur til að gleymast nokkurn tima. Holmes og Watson munu lifa að eilifu. 24

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.