Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 28
og gerist og tvö börn, 14 og 16 ára. Att þti fjölskyldu? Hann hristi höfuðið. — Nei, ég hef haft allt of mikið að gera til þess, en þaö er ekki öll nótt úti enn. Ég er ekki fertugur ennþá. — Littu inn hjá okkur, sagði hún. — Jó- hann yrði glaður að sjá þig. Hann brosti striönislega. — Er þetta vanaboð eða meinarðu það? — Ég meina það, fullvissaöi hiin hann. — Komdu i kvöld og borðaðu hjá okkur. Geturðu komið klukkan sex? — Já, gjarnan, svaraði hann. Siðan ók hann henni heim með vörurnar og meðan þau sátu og fengu sér drykk, hringdi hún til Jóhanns og sagöi honum frá heimsókn- inni. Þeir töluðu saman i simann og kom jafnvel saman og i gamla daga. Hún sagöi Betu frá þvi, þegar hún kom úr skólanum og Beta fylltist ákafa. — Þetta er spennandi, mamma. Hver er hann eiginlega? Segöu mér eitthvað um hann. Jóna sagði henni það sem hún vissi og lýsti Jakobi, um leið og hún gerði sér grein fyrir, að hann var mjög glæsilegur maður, miðað við aldur. — Almáttugur, þetta hljómar eins og eitthvað til að leika sér við, sagði Beta og hló, en móðirhennar hló ekki. Hún horfði á Betu með gremjusvip á andlitinu. — Leika sér við, endurtók hún. —■ Hvað áttu við með þvi? Gleymirðu ekki, að þú ert bara fjórtán ára, en ekki tuttugu og fjögurra? Beta yppti öxlum. — Mamma, þú ert hræðilega gamal- dags, sagði hún i uppgjafartón. — Veiztu ekki að karlmenn á fertugsaldri og gráir i vöngunum eru i tizku núna? Hún gekk inn i herbergi sitt, en Jóna horfði á eftir henni og gapti af undrun og hneykslun. Auðvitað var barnið að striða henni. Beta hugsaði sér auðvitað ekki að þykjast vera fullorðin og hann hefði engan áhuga á henni. Auk þess átti Beta vin og þó Jónu fyndist hann heldur gamall fyrir Betu, var það þó öllu skárra, en Jakob, sem var 38 ára. Kalli tók fréttinni um gestinn með á- hugaleysi, en hins vegar hafði hann áhuga á, hvað átti að vera i matinn. Jóhann kom snemma heim og var fullur áhuga á Jak- obi og virtist hlakka mjög til að spjalla við þennan gamla skólafélaga sinn. Hann hjálpaði til að leggja á borðið og undirbúa allt. Jakob kom stundvislega. Beta var inni i herbergi sinu, þegar hann kom. Hún hafði verið þar lengi og Jónu gramdist, að hún skyldi ekki hafa boðizt til að hjálpa henni viö undirbúninginn. En þegar Beta kom, sá hún ástæðuna. Hún hafði klætt sig I fulloröinlegustu buxnadragtina sina og þaö hiyti að hafa tekið hana klukkustundir að mála á sér andlitið eftir öllum kúnstarinnar reglum. Jóna vildi ekki særa hana með athuga- semdum, en var reið. Það náði engri átt, að f jórtán ára stúlka ataði sig svona út og þættist vera fullorðin i stað þess að vera barnið sem hún var. Jóhann tók greinilega ekkert eftir þessu, en það geröi Jakob. Hann lyfti augabrúnunum, þegar Beta kom inn i stofuna og heilsaði henni þannig, að henni fannst hún enn fullorðnari en striösmáln- ingin gerði hana. Jóna varö svolitiö hrædd. Beta var full- orðin, eins og hún var núna. Hún var ör- ugg með sjálfa sig og allur barnaskapur var á bak og burt. En fjórtán ára. Henni gramdist tilhugs- unin, og enn meira það, að Jakob lék með. Skárra hefði verið, að Beta hefði verið ó- þroskaöri og svolitiö feimin. En það var hún bara ekki. Jóhann og Jakob töluðu um gamla daga og Jóna tók þátt i samræðunum, þvi hún hafði alltaf verið með i öllu i þá daga. Börnin þögðu, en Jóna sá, að Beta geröi allt sem hún gat til að vekja athygli Jak- obs á sér... Það virtist ekki erfitt. Hann leit oftar og oftar til hennar og Beta svaraði augna- ráðinu. Jóhann virtist ekkert taka eftir hegðan dóttur sinnar og Jóna velti fyrir sér, hvort hann væri blindur eða heimskur og aðvaraði hann, þegar þau fóru með leirtauið fram i eldhúsið. Kalli fór inn til sin við fyrsta tækifæri, en Beta varð kyrr i stofunni. Hún hlpstaði ekki, þegar móðir hennar minntist á skól- ann daginn eftir og það var ekki fyrr en Jóna skipaði henni aö fara að hátta, að hún fór, og sendi Jakobi langt augnaráð um leið. Andrúmsloftið var svolitið þvingað það sem eftir var og það var ekki framorðið, þegar Jakob bjióst til að fara. Jónu létti, þegar hann fór. — Sástu þetta? spurði hún Jóhann, þeg- ar þau voru að laga til i stofunni. — Sá ég hvað? spurði hann. — Hvernig Beta daðraði við Jakob, svaraöi hún reiðilega. — Ég skammaðist min fyrir hana. Sú fær aldeilis að heyra þaö á morgun. — Della, svaraði Jóhann. — Beta var al- veg eins og venjulega og hún er ekki nema fjórtán ára. Jóna stundi. — Ég er hrædd um að hún sénokkrum árum eldri en skirnarvottorð- ið hennar segir. Það var hræðilegt að sjá andlitið á henni i kvöld. — Fannst þér það, sagði hann og yppti öxlum. — Mér fannst hún falleg. Hún lik- ist þér. — Hagaði ég mér svona, þegar ég var á hennar aldri? spurði Jóna. — Ertu búin aö gleyma hælaháu skón- um? svaraði hann hlæjandi. — Ég varð næstum að bera þig yfir dansgólfið. — Ég daðraöi að minnsta kosti ekki við karlmenn, sem gætu veriö faöir minn. Hann svaraöi ekki og þau töluðu ekki meira um það. Jóna náði ekki tali af Betu um morgun- inn. Það yrði að bíða þar til hún kæmi heim síðdegis. En þá hringdi Beta og sagöist fara heim með skólasystur sinni og læra hjá henni. Það var algengt. En þegar hún var ekki komin heim um kvöldmat, fór Jóna að hafa áhyggjur. Beta hafði ekki sagt hjá hvaða skólasyst- ur hún væri. Hún spurði Kalla, en hann svaraði án þess að lita á hana, að hann hefði ekki hugmynd um það. Jóna vissi, að hann vissi, en vildi ekki segja frá. Jóhann fór á fund um kvöldið og Kalli til félaga sins að gera við skellinöðru. Jóna var ein meö hugsanir sinar og beiö eftir Betu. Brátt var hún viss um, að Beta væri með Jakobi og loks hringdi hún til hans á hótelið. Hann var ekki þar og klukkan varð tiu. Jóna sá ekki sjónvarpið heldur allt aör- ar myndir. Hún sá dóttur sina i fangi Jak- obs og leiö allar þær kvalir sem móðir getur ein liðið undir þessum kringum- stæðum. Klukkan var að ganga tólf, þegar bif- reið nam staðar utan við húsiö. Það var bfil Jakobs og þau sátu þar bæði. Beta var dapurleg á svipinn og Jóna reiddist. Hún þaut út að bilnum, reif upp hurðina og greip i handlegg Betu. — Láttu Betu vera, sagði Jakob. — Það eru ekki skammir, sem hún þarfnast núna. Nú komum við inn. Jóna nötraði af reiði, þegar hún horfði á Jakob hjálpa Betu út úr bilnum. Hún var niöurlút og Jóna fékk sting i hjartað. Hann klappaði Betu á vangann þegar þau komu inn og sagði henni að fara að hátta, hann þyrfti að tala svolitið við mömmu hennaí. Beta kinkaði kolli og fór orða- iaust. Jakob greip um handlegg Jónu og þau gengu inn i stofuna. — Ég veit hvað þú heldur, sagði hann alvarlegur. — Hvað get ég haldið, þegar þú kemur heim með hana svona? sagði hún reiöi- lega. — Hvað voruö þiðað gera. Nei, ég vil ekki vita það. — Þú skalt vita það, Jóna, sagði hann hörkulega, — en fyrst langar mig að vita, hvort þú eyðir nógum tima i að tala við dóttur þína. — Beta segir mér allt, svaraði Jóna þrákelknislega. — Jæja, gerir hún það, sagði hann tor- tryggnislega. — Þá veiztu liklega að hún er með unglingum, sem hafa fullmikinn áhuga á fiknilyfjum og þess háttar. Þú veizt sennilega lika, að Einar vinur henn- ar selur eiturlyf og er reiðubúinn að eyði- leggja lif fólks. Beta hefur dreift fyrir hann. Jóna, ég er hræddur um aö ég veröi að segja þér ýmislegt, sem þú hefur ekki vitað. Þegar ég sá Betu I gærkvöldi, sá á sjáöldrum hennar, að hún hafði tekið eitt- hvað inn. Þess vegna vildi ég hitta hana i dag. Framhald á bls. 38 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.