Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 17.10.1974, Blaðsíða 37
var dagsins voru þau fjögur önnum kafin. Bluey kom stöku sinnum inn með hressingu, það var tón- list í útvarpinu og meðan regnið streymdi niður rúðurnar, breytti stofan smátt og smátt um útlit. Hún virtist ekki lengur vanrækt og Janet gladdist innilega yfir þessari björtu og vinalegu stofu. Þetta yrði heimili hennar héreftir meira en nokkru sinni. Neil hvíldi sig oft andartak og horfði i kring um sig og ekki bar á öðru, en honum líkaði vel það sem hann sá. Ray sagði ekkert, en hann raulaði lágt með útvarpinu og henni skildist, að hann var heldur ekki óánægður. Þegarsíminn hringdi siðla dagsins, gerði hvorug- ur bræðranna sig líklegan til að svara. Janet lagði varlega frá sér pensilinn ofan á fötuna, þurrkaði sér um hendurnar og fór fram í ganginn. — Elskarðu mig ekki lengur? spurði eymdarleg rödd í hinum endanum og hún hló glaðlega. — Ó, Luke! — Ég er búinn að sitja hér dögum saman og láta mér leiðast, sagði hann. — Hví hefur ekkert ykkar komiðtil aðathuga, hvort ég er ennþá á líf i? — Við erum á kafi i að mála.... — Það var einmitt þess vegna, sem ég kom ekki, mín kæra! Hann hló glaðlega. — Mary sagði mér, hvað var á seyði. Mac var í búðinni, þegar verið var að ganga frá þessari heljarpöntun þinni. Þú veizt, að hér er ekki hægt að halda neinu leyndu. Ég komst að því, að þótt það kostaði þig minn einstaka félags- skap, væri betra fyrir mig, að vera heima. Hvernig verður þetta svo? — Þetta verður fallegt. Við erum að verða búin með dagstof una, sem er eins og annað herbergi. Þú verður að koma og sjá, Luke. Ég hefði viljað mála ganginn á eftir, en ég held, að það hætti bráðum að rigna og þá geri ég ráð fyrir að hjálparkokkarnir mínir verði fljótir að hverfa. — Mjög líklegt, samsinnti hann. — Ég kem...þeg- ar allt er búið. Annars hringdi ég vegna dansleiks- ins á laugardaginn. — Dansleikur? Janet hrukkaði ennið. — Um hvað ertu að tala? — Er Neil ekki búinn að segja þér frá því? Luke var undrandi. — Þetta er síðasti dansleikur sumarsins, árlegur viðburður og við höfum alltaf farið þangað. Allir fara og ballið er í hlöðunni á Comobella. Ég veif ekki, hvort þú hef ur hitt Camp- bell-hjónin? — Mig minnir að þau hafi komið hingað í heim- sókn rétt eftir að ég kom. — Jú, áreiðanlega. Þau f ylgjast vel með öllu, sem gerist, en þau eru indælis fólk. Gætuð þið tekið mig með í leiðinni, bíllinn minn er í viðgerð i viku og beðið eftir varahlutum frá Sidney. Það er eiginlega þess vegna, sem ég hef ekki komið, sagði hann að e ndingu í alvarlegum tón. — Auðvitað tökum við þig með. Ef við förum þá, bætti hún f Ijótmælt við. — Ég hef ekki heyrt minnzt á þetta.... og ég á engan kjól til að fara i á ball! — Veslings öskubuska. Hann hló. — Það eru búðir í bænum, þú átt peninga í bankanum og mann til að fara með. Hvað viltu hafa það fleira? — En okkur hefur ekki verið boðið? — Jú, áreiðanlega. Það hafa allir fengið bo&. Neil hlýtur að hafa lagt það einhvers staðar. — Allt i lagi, ég skal tala við hann, svaraði hún. — Þetta var Luke, sagði hún, þegar hún kom aft- ur inn í stof una og bræðurnir litu báðir á hana. Ray sá, að hún var rjóð í vöngum og augun Ijómuðu og hann velti fyrir sér hvort símtal við frænda hans gæti breytt konu svona. Hann dýfði penslinum hugsandi i fötuna og huggaði sig við að Luke væri roskinn maður. Hann hafði verið kvæntur og vissi hvernig tala átti við konur. Hann var vinsæll, líka meðal karlmanna. Janet var ung og gift manni, sem kom fram við hana eins og ráðskonu. Hann yppti öxlum, þetta kom honum ekkert við. — Bíllinn hans er bilaður þess vegna hefur hann ekki komið hingað, en hann bað okkur að taka sig með á laugardaginn á leiðinni á ballið einhvers staðar á .... ó.... Comma... eitthvað. — Comobella, sagði Ray og leit til bróður síns. Neil varð vandræðalegur á svipinn. — Ég gleymdi því. Boðið kom fyrir helgina, ég sótti póstinn, þegar ég fór í bæinn og opnaði hann þar. — Ég vissi ekkert um það, sagði Janet lágt. Roð- inn var horfinn úr vöngum hennar. — Mér þykir það leitt. Auðvitað f örum við, við er- um vanir að fara alltaf. Þú skemmtir þér áreiðan- lega vel, sagði hann fljótmæltur, þegar hann sá svipinn á andliti konu sinnar. — Allir fara þangað. Við skvettum úr klaufunum og komum ekki heim fyrr en við sólarupprás næsta dag. — Er það langt héðan? — Nei, bara níu eða tíu mílur. — Ó, er það allt? Janet settist á stól. — Ég vildi, að þú hefðir sagt mér f rá þessu, Neil. Ég býst við að maður verði að eiga kvöldkjól til að fara á ball. Smátt og smátt varð Neil það Ijóst, að hann hafði tekið eitthvað frá henni. Hún hefði eytt klukku- stundum í að ákveða í hverju hún ætlaði að vera, ekið til bæjarins og farið í búðir og velt fyrir sér fallegum kjólum sem kostuðu einhver skelfingar ósköp. — Já, þú verður að kaupa þér nýjan kjól, sagði hann og minntist þess hve móðir hans hafði alltaf hlakkað til siðasta dansleiks ársins á Comobella. Þá hafði hún skreytt sig sínum fínustu fjöðrum, m.a. demantshálsfestinni, sem faðir hans hafði gefið henni á einhverju brúðkaupsafmælinu. Hann ákvað að gef a Janet hálsfestina, en segja henni það ekki meðan Ray og Alf red heyrðu. — Farðu í bæinn á morgun og kauptu þér eitthvað. — Ég geri það, svaraði Janet og það var undar- legur tónn í rödd hennar. Það var dálítill uppreisnarandi í henni þegar hún stöðvaði bílinn fyrir utan verslunina morguninn eftir. Það var hætt að rigna og eins og hún hafði búizt við, hurfu Neil, Ray og Alfred út strax eftir morgunverð. Hún leit á Mary, sem hún hafði beðið að koma með sér, þar sem hún hafði ekki hugmynd um í hverju konurnar hér voru við slík tækifæri. Mary var áköf að koma með og eyða peningum annarra, eins og hún orðaði það. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.