Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 31.10.1974, Blaðsíða 3
Hæ, Alvitur! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvernig á að skrifa þættinum „Tiu á toppnum?" 2. Hvernig á að skrifa til Utlanda og biðja um pennavini gegnum blað? Nefndu eitthvcrt blað. 2. Þegar maður skrifar lögum unga fólksins, er þá valið úr bréfunum? 4. Heldurðu, að það verði rigning I næstu viku? Hanna Svar: 1. Þú skrif'ar númer þriggja beztu laganna, að þinu áliti, og sendir til „Tiu á toppnum, Rikisútvarpinu, Reykjavik. 2. Þú skrifar og biður um pennavin, segir frá aldri þinum og áhugamálum, og það þýöir Iitið að skrifa það á islenzku. Reyndu að skrifa til „S.O.S. DET NYE, Sörkpdalsveien 10 a, Oslo 3, Norge” á norsku eða ensku. 3. Það er að minnsta kosti vist, að aldrei er rúm fyrir öll bíefin i þætt- inum. 4. Já, það verður áreiðanlega rigning einhvern tima i næstu viku. Alvitur. Alvitur minn. Viltu nú ekki reyna að komast að þvi hvers vegna eyðublöðin ágætu fyrir simnotendur voru fjarlægð úr sima- skránni og hvort við fáum þau ekki aftur. Flakkari. Svar: Hafsteinn Þorsteinsson, ritstjóri Simaskrárinnar, tjáði mér, að eyðublöðin hefðu orðið að falla niður við prentun núverandi skrár vegna timaskorts fyrir prentaraverkfallið, en þau muni koma aftur næst. Alvitur. Kæri Alvitur. Getur þú sagt mér hvernig á að fara að þvi að slétta dralon-peysur sem krumpast hafa i þvotti? Svo er ég lika illa haldin af fílapenslum, sem ég næ ekki af mér nema með andlitsvatni, en húðin þolir það bara ekki, ég verð öll eitt fleiður I framan. Hvað á ég að gera? NSH. Svar: Ef þú þværð dralonpeysur i þvottavél, þá láttu hana fyrir alla muni ekki vinda þær. Breiddu peysuna blauta og slétta á handklæði, rúllaðu þvi upp og kreistu vatnið úr og láttu svo peysuna þorna útbreidda á þurru handklæði. En sé skaðinnskeður, þá geturðu reynt að pressa peysuna létt á röngunni með rennblautu stykki á milli og láta hana svo jafna sig út- breidda. Varðandi filapensa og viðkvæma húð, skaltu reyna að halla þér yfir pott eða skál með sjóðandi vatni og breiða handklæði yfir höfuð þér, og pottinn lika, svo gufan fari ekkert nema framan i þig. Með þessu móti opnast allar svitaholur, og ekki á að þurfa að kreista, aðeins ýta óhreinindunum varlega út. Á eftir skaltu svo baða andlitið upp úr isköldu vatni til að loka holunum aftur. Loks skaltu bera gott krem á andlitið, en ekki feitt. Alvitur AAeðal efnis í þessu blaði Odauðlegi snillingurinn.................bls 4 Þegar trökkkarlinn lærði................bls 7 Hvaðveiztu?.............................bls 9 Eldhúskrókurinn........................ bls 10 Pop— Lena Zavaroni .....................bls 11 ur gömlum blöðum — Þorgils gjallandi .... bls 12 Föndurhornið............................bls 15 Maður kemur i heimsókn, smásaga.........bls 16 Regnhlíf in, velmegunartákn.............bls 17 Spé-speki................................. bls 17 Vetrarhúf urnar.........................bls20 í leiðinni .............................bls23 Fyrstu sex mánuðirnir...................bis 24 Snjókorni glerkúlu, smásaga............... bls 26 Ljóð....................................bls 29 Heittbrauð..............................bls30 Eru þær eins?...........................bls 31 Börnin teikna...........................bls 31 Sjónvarpsvélin sá meira en augu.........bls 32 Kötturinn Bastian, frh. saga............bls33 Ókunnur eiginmaður, f rh.saga...........bls 35 Ennfremur krossgáta, pennavinir, skrítlur o.fl. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.