Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 3
Kæra alvitra. Ég er svo móðguð og hneyksluð að ég næ ekki upp i nefnið á mér. Þannig er, aðöll húsgögn okkar hjóna eru i gömlum stil, sum verulega gömul og við erum hreykin af þeim. Nýlega kom svo roskin kona I heimsókn og varö starsýnt í kring um sig. Ég útskýrði fyrir henni, að þetta væru ,,antik”-húsgögn. — Já, vinan, það gerir ekkert til, sagði konan — Þau geta verið falleg líka og þið hafið kannske ekki efni á að kaupa neitt nýtt. Ég missti máliö. Atti ég að segja henni að þessi hús- gögn væru margfait dýrari en ný, einmitt vegna þess að þau eru gömul. Antik. Svar: Engin ástæða til útskýringa. Konan hefur einfaldlega ekki haft hugmynd um, um hvaðhún var að tala. En það eru vafa- laust aðrir, sem njóta þess að horfa á hús- gögnin ykkar. Svo þetta vinsæla, hvernig er skriftin og stafsetningin og hvernig eiga Vatnsberi (strákur) og Tvfburi (stelpa) saman? Sveitalubbi. Alvitur. p.s. Getið þið ekki haft spennandi mynda- sögu i blaðinu? Kæri Alvitur. Getur þú sagt mér, hvað nýtt trommusett kostar og hvar er hægt að kaupa það? Hvers vegna er hætt að velja beztu auglýsingu ársins I sjónvarpinu? Svar: Hjá Hljóðfæraverzluninni Rin feng- um við þær upplýsingar að ódýrustu trommusett sem þar væru seld, kostuðu um 100 þúsund krónur. Ný trommusett eru væntanleg i verzlunina bráðlega og þau munu kosta um 200 þúsund. Ég náði ekki i neinn mann, sem gat frætt mig fyllilega um þetta með vinsælustu auglýsinguna, en eftir þvi sem ég komst næst, var það fyrra útvarpsráð sem gekkst fyrir samkeppninni á sinum tima. Líklega hefur núverandi útvarpsráð ekki áhuga. Skriftinn er skýr en dálitið forskriftar leg. Stafsetningin gæti verið betri, at- hugaðu einkum, að það kemur ekki rs I staðinn fyrir zetuna. Vantsberastrákur og tviburastelpa hafa ekki alltaf sömu skoðanir á hlutunum, en ef þau tolla saman þrátt fyrir það, endist neistinn þeim alla ævina. Alvitur. p.s. Þetta með myndasöguna er at- hugandi og ætti að vera hægt. AAeðal efnis í þessu blaði: Hann barðist með penna............bls 4 Spé-speki ........................— 6 Amma f innur alltaf ráð, smásaga....— 7 Hvað veiztu?............... .— 9 Prjónuðdýr................. — 10 Pop—The Rubettes..................— 12 Lubba lóhnoðri, barnasaga.........— 13 Blómin f inna til með okkur.......— 16 Sex ára stúlka kom upp um mannræningja — 18 Landhvörf, Ijóð..........................— 19 ,, Fínn" matur úr f iski.................— 20 Úr gömlum blöðum.........................— 21 Skrifstofa inni í skáp...................— 25 AAarkar uppf inningar, lásar ............— 26 Gaf bróður sínum 1000 lítra af blóði.....— 28 Föndurhornið, kertastjakar...............— 29 Eruþæreins? ............................ — 30 Konan fær ekki frídag....................— 30 Rauði krossinn greiðir úr................— 31 Lengsta bréf í heimi.................... — 32 Lengstu neglurnar........................— 32 Kötturinn Bastian, f rh.saga barnanna ....— 33 Ókunnur eiginmaður, frh.saga..............— 35 Ennfremur skrýtlur, krossgáta, Alvitur svarar o.f I. Forsiðumyndin gæti verið íslenzk, en hún er þó tekin í Norður-Noregi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.