Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 07.11.1974, Blaðsíða 17
til þeir gera sér grein fyrir, að lykillinn að öllu saman er samúð og skilningur milli manns og blóms. Það þarf sérþjálfað fólk til þessara starfa og það þarf að vera vel andlega þroskað. Dr. Vogel notaði einfalt kerfi til að hjálpa börnum að skilja félagsskapinn við náttúruna. — Með þvi að sjá blóm vaxa, segir hann — geta börn lært list ástarinn- ar og i sannleika skilið að þegar þau hugsa hugsun, senda þau óhemju sterkt afl eða kraft út i alheiminn .. Geimfarinn Ed Mitchell situr og ruggar sér hægt og rólega i ruggustólnum á skrif- stofu sinni i Palo Alto. Hann var sjötti maðurinn sem steig á tunglið og nú er hann yfirmaður rannsóknardeildar. — Starf Backsters er ennþá mjög um- deilt, segir hann. — En tilraunir hans hafa verið endurteknar það oft að aðrir visindamenn eru þeirrar skoðunar, að hann sé á nýrri leið. Ég er viss um, að með timanum verður starf hans viður kennt af öllum. Hann hefur sannað, að youghurt virðist hafa tilfinningar og að frumskilningurinn getur þvi verið til alveg niður á lægstu gerlastig. Ég tel að hann hafi rétt fyrir sér, en min eigin skoð- un er sú sama og i orðum dr. Kathryn Breese-Whitings: — Guð sefur i málmi, vakir i jurtum, hreyfir sig i dýrum og hugsar i manninum. Niðurstöðum rannsókna á tilfinningalifi blóma, hefur verið safnað saman i bók sem nýlega er komin út og heitir „Dulið lif jurtanna”. Þar með standa opnar dyr að nýrri trúarhugsun, dyr, sem ef til vill lok- ast ekki aftur. Clive Backster segir: — Aður var ég vantrúaður, eiginlega trúleysingi, en ég finn að til eru leiðir til visindalegra rann sókna á svo venjulegum fyrirbærum sem bænum og hugleiðslu og þær rannsóknir munu geta leitt ýmislegt i ljós um sálina. Hvað mig varðar, hef ég.egar komizt að ýmsu. I \f I II I undan Þegar prjónað er með margföldu garni, getur verið býsna erfitt að henda reiður á þráðunum i allar áttir. Gott er að byrja á þvi að þræða alla endana gegnum venjulegan gardinuliring. Hann sameinar þræðina. Þegar gallabuxur barnanna eru út- slitnar er gott að spretta af þeim vösunum og geyma þá, ef slysagat skyldi koma á nýjar buxur. Fólk , sem er i megrun og leiðist, á það til að fá sér eitthvað að borða til að hafa ofan af fyrir sér. Farið heldur i gönguferð, þvoið gluggana, gólfin, eða gerið við eitthvað sem þarfnast lag- færingar. Matarlöngunin hverfur á meðan verið er að. Þegar búið er og sofið i einu herbergi, eru rúinfötin stundum vandamái á daginn. Snjallræði er að sauina a 11- stóran poka, troða rúmfötunum i hann og nota sem „pokastól" á daginn. 17

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.