Heimilistíminn - 12.12.1974, Side 7

Heimilistíminn - 12.12.1974, Side 7
KVENNA- KÆNSKA Hún sagði honum ekki frá þekkingarskorti sínum, því öllu máli skipti, að hann vildi að hún kæmi með á námskeiðið JOHNNY bróöir menn fer á skátafund á hverjum sunnudagsmorgni og ef hann heföi ekki beöiö mig aö fara fyrir sig i bókasafnið einmitt þennan morgun, hefði þessi saga aldrei orðið til. Johnny er ákafur skáti. Hann er alltaf aö taka einhver próf og fá ný merki og hann les allt, sem hann nær i um alla skapaöa hluti 1 rauninni var ég orðin leið á að fara fyrir hann i bókasafniö si og æ. En upp á siökastiö var ég eilitiö fúsari og þaö geröi nýi bókavöröurinn, herra Bay. Hann er nefnilega viröi heils stafla af jarðfræði- og liffræöibókum ásamt kynstrum af bókum um skordýr og fljúgandi lifverur. Þrátt fyrir nokkuö reglubundnar safn- ferðir minar i vetur, þekktumst viö Bay ekkert nema til aö bjóða dóöan dag þó hann vissi vel, hvaö ég heiti. Að minnsta kosti ætti hann aö vita það, þvi hann stimplar oft bækurnar og Johnny notar kortið mitt. Sjálfur á hann bara barnakort og út á það fær hann ekki visindarit. begar Bat var búinn að stimpla bækur- nar minar þennan umrædda sunnudags- morgun, beið hann andartak, áður en hann lokaði þeim. Svo leit hann á mig og horfði eins og hann væri að meta mig. Ég velti fyrir mér, hver ástæðan væri. Gat verið að kortið væri orðið of gamalt? — Ég er að velta þvi fyrir mér, ungfrú Fletcher, sagði hann, — hvort þú gætir haft áhuga á þessu. Hann rétti mér blað og ég las: Helgarnámskeið I náttúru-, visindum. Hverju átti ég að svara? Ég horfði á hann og vildi alls ekki valda honum von- brigðum, en gallinn var bara sá, aö ég þekkti ekki sundur þröst og spóa. — Þetta er áreiöanlega athygli vert, hélt hann áfram og ég leit á hann, Hann var að minnsta kosti athygli verður og augun i honum einhvernveginn svo brún- græn og hlýleg. Ég kinkaöi kolli — Areiöanlega, sagði ég. — Svona tækifærum á maður ekki aö sleppa, finnst þér það? — Nei, auðvitað ekki, svaraði ég fljót- mælt, en svo hleypti ég i mig kjarki. — Gallinn er bara..... Hann leit út úr glerbúrinu. Þegar var komin dálitil biðröð. — Ég ætla að til- kynna þátttöku mina i dag, sagöi hann fljótt— Ef þú vilt koma með, skal ég láta þig hafa eyðublað. Nú horfði máliö öðruvisi við. Náttúran og leyndardómar hennar urðu allt i einu afskaplega spennandi. Heila helgi! Á þeim tima gat hvað sem var gerzt. — Hvenær er þetta eiginlega? spurði ég áköf. — Um aðra helgi, en ég er hræddur um að þetta sé ekki langur frestur. — Ég held að ég geti samt komið, flýtti ég mér að segja þvi fólkið i röðinni var farið að sýna óþolinmæði. — Biddu svolitið inni á skrifstofunni minni, sagði hann — Eyðublöðin eru á skrifborðinu, ég kem eftir andartak. Það allra helgasta'. Ég hafði oft velt fyrir mér, hvernig umhorfs væri þar. Þetta var huggulegt, litiö skot með katli og kaffikönnu, Ég tók lika eftir þvi hvers konar sigarettur hann reykti. Ég var svo önnum kafin við að taka eftir hlutunum, að ég rétt náði að hrifsa til min eyðublaö, áður en hann kom inn úr dyrunum. — Þvilikur dagur, andvarpaði hann — Ég hefði gaman af að vita, hvers vegna fólk kemur svona i hópum. Hann renndi hendinni gegn um þykkt háriö og var þreytulegur. — Það kemur með strætisvagninum, út- skýrði ég — og svo þjóta allir af stað eins og læmingjahjörð. Hann horfði á mig og leit út eins og ég heföi fundiö lausn lifsgátunnar. Annars er ég ekki það sem fólk kallar greind. Þau heima segja að ég sé hænuhaus. — Að mér skyldi ekki hafa dottið þaö i hug, sagði hann. — Auövitað er það strætisvagninn. Takk fyrir upp- lýsingarnar. Nú get ég tekið mér kaffihlé millistrætisvagna. Viltu fá þér bolla með mér? Þetta gengur vel, hugsaði ég. Mjög auð- velt allt saman. Við fórum bráðlega að kalla hvort annað Alec og Lyn, þvi eins og hann sagöi: — Fyrst við eigum að fara á sama námskeiöiö er eins gott að við kynnumst svolitið Fólk getur oröið góðir vinir yfir kaffi- bolla og hafrakexi, en ég sagði honum ekki frá visindalegu allsleysi minu. Hann kæmist nógu fljótt að þvi hvort eð væri. Mér var meira en nóg, að honum virtist lika vel, að ég ætlaði með. Hann bauð mér meiraaðsegja aðkoma mérsér i bilnum, þegar hann heyrði að ég átti ekki bil... — Ég hef heimilisfangið, sagði hann og veifaði eyöublöðunum. — Ég kem og sæki þig klukkan sex á föstúdaginn. Er það i lagi, Lyn? — Allt i lagi, svaraði ég — Ég skal vera tilbúin. NÆSTU tvær vikurnar snigluðust áfram og ég notaöi timann til að lesa mér til um þau efni, sem talin voru upp á eyðublaöinu. öll fjölskyldan skemmti sér, en Johnny geröi hetjulega tilraun til að hjálpa mér. — Ertu alveg viss um að þú ætlir á þetta námskeið, Lyn? sagöi hann eftir góöa stund — Ég á við — geturðu ekki séð, að þú botnar ekkert i þessu? Hann haföi verið allt kvöldiö aö reyna að berja eitt- hvað inn i hausinn á mér. — Er ég virkilega svona slæm? kvartaði ég- — Heyrðu nú, svaraði Johnny. Við skulum halda okkur að einu sérstöku efni. Hvað meö mosa, til dæmis? Þú getur þótzt vera mosasérfræöingur og viður- kennt, að þú vitir litið um allt hitt. Hann brosti breitt. 14 7

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.