Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 16
Einkastjörnuspáin 5. júní Stjörnurnar sýna, aö llf þitt veröur til- breytingarríkt mjög. Þú neyðist alltaf til aö vera að breyta einhverju til að geta fylgzt meö þeim aöstæðum, sem möta örlög þln. Likindi eru á að fólk sem máli skiptir komi inn i lif þitt á 17., 24. og 31. aldursári þinu. Vertu viðbúinn, svo þú getir notið sem mests góðs af þvi, sem við þér blasir á þessum timabilum. Þú hefur mikinn áhuga á öllu, sem er nýtt og sér- stætt að einhverju leyti. Þegar þú velur þér starfssvið, leitarðu gjaman að einhverju, sem þú getur komið hugmyndum þinum inn i og þær leiða stundum margt gott af sér fyrir samtfð- ina. Það sem þú reynir að koma á fram- færi, verður ef til vill ekki meðtekið með- an þú ert ofanjarðar, en verður vel metið siðar. Vertu viðbúinn þvi að mæta gagn- rýni samtiðarinnar á vinnubrögðum þin- um, en hvað sem sagt kann að verða, skaltu verja gerðir þinar af kappi. Þar sem tilfinningar þinar eru sterkar og móta alla persónuna, verðurðu mjög hamingjusamur ef þú giftir þig snemma. Ef svo fer ekki, muntu eiga i hverju ástar- sambandinu á fætur öðru i von um aö finna það eina rétta, en þegar þú svo finnur þaö, breytir þvi enginn. Þú verður rólegri og ánægður. Þú ert einn af þeim, sem gerir allt fyrir þann, sem þú elskar og verður þolinmóðasta foreldri. 6. júni Frumlegur og uppátækjasamur eins og þú ert, er vissara fyrir þig að vera alltaf viðbúinn breytilegum aðstæðum. Þú stendur alltaf fyrir skoðunum þinum. Ef þær mæta andúð, styrkir það bara sannfæringu þina og þú verður enn ákveðnari. Þú verður óþolinmóður, ef þú nærð ekki takmarki þinu eins fljótt og hægt er. En I stað þess að kvarta, ættirðu aö gera eitthvað raunhæft, sem kemur þér yfir erfiðleikana. Þar sem bönd þin við heimili og fjöl- skyldu eru mjög sterk, langar þig ekkert til að yfirgefa bernskuheimili þitt, fyrr en þú giftir þig. Bezt væri, að þú fyndir þér æfifélaga snemma, það hefði góð áhrif á þig og þú leggðir á þig meiri vinnu til að komast áfram. Þegar þú verður ástfanginn, gerist það skyndilega, og óforvarendis. Endi það ekki með hjónabandi, getur svo farið, að þú giftir þig aldrei. Þótt þú sért hagsýnn og rökrétt hugs- andi að eðlisfari, kanntu vel að meta létt- ari hliðar lífsins og tilverunnar og skemmta þér. Stundum finnst þér, að slikt eigi alls ekki viö i alvarlegri leit þinni að frama. En þú verður bara að læra að gera einn hlut i einu. Vinna og skemmtanir i hæfilegu hlutfalli gefur beztan árangur. Þú ert ekki allt of likamlega hraustur, en hins vegar er andlega orkan stundum of mikil miðað við hitt. 7. júni Þú hefur fjölþætta hæfileika, en þú verður að temja þér að láta ekki skap- vonzku ná tökum á þér, ef þér á að takast að nýta þá. Þótt dómgreind þin sé góð, verður hún oft fyrir áhrifum af hugboðum og þú átt erfitt með að skýra gerðir þinar. Þú veizt aðeins, að þú finnur eitthvað á þér. Þú gerir þó rangt i að framkvæma þvert ofan I það sem hugboðið segir þér. Ef þú framkvæmir samkvæmt þvi, sem þér dettur fyrst i hug, geriröu rétt og það verður þér til hins betra. Þú hefur sköpunarhæfileika, einkum á sviði tónlistar, bókmennta og myndlistar. Hjá sumum koma þessir hæfileikar Iitt fram og hjá öðrum ekki fyrr en s'eint á æv- inni en enn aðrir eru taldir undrabörn. Foreldrar sem eiga börn, fædd þennan dag, skulu vera á verði og fylgjast með listrænum hæfileikum, sem kunna aö koma snemma fram i barninu, Allir sem fæddir eru þennan dag, hafa sterkan persónuleika, eru framúrskar- andi til samræðna og hafa mikla kimni- gáfu. Einkum eru konur vinsælar i sam- kvæmislifinu og eru framúrskarandi gestgjafar. Þeim hentar vel að vera giftar háttsettum mönnum og skipuleggja heim- ilið eins og fyrirtæki. Þeim hættir stund- um til að daðra og það getur orðið til að þær eiga oft i vandræðum með ástamálin. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.