Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 37
Þótt hún heföi talað lágt, hafði Petrov heyrt orð hennar og skaut inn í: — Það er engin ástæða til að leyna ykkur hvar þið eruð. Félagi okkar hér er svo- lífið ákafur með hnefana, en honum er illa við að konur séu með uppsteit. Nú talaði Petrov mun betri ensku, en hann hafði gert um borð í kafbátnum og hann lagði höndina róandi á öxl Blanche. Hana und- raði að hún fann traust í snertingunni. — Við erum við ósa Jangtsekiang. Shanghai er nokkrum kíló- metrum ofar... já við erum í Kína, endaði hann, þegar hann heyrði hálfkæft óp Dorothy. — En.... við áttum að fara til Rússlands... ég átti að hitta manninn minn þar.... mótmælti hún. — Maðurinn þinn er ekki lengur í Rússlandi. Dorothy starði á hann og andlit hennar varð ná- fölt. — Áttu við... að hann sé.... Hún gat ekki lokið setningunni, því orðin sátu föst i hálsi hennar. — Nei, hann er ekki dáinn, ef það er það, sem þú óttast. Hann er í Shanghai og ég hef skipun um að flytja ykkur til hans. — En... byrjaði Dorothy, en hætti þegar Blanche lagði höndina yfir munn hennar í aðvörunarskyni. — Við höldum nú ferðinni áfram i djúnka, sagði Petrov. — Hér kemur hann. Sóðalegur farkosturinn var að leggjast að bakkanum. Tveir menn í lit- skrúðugum tuskum, sem þeir virtust ekki hafa far- ið úr árum saman, stukku í land og tjóðruðu bátinn við hálfrotnaða staura, sem stóðu út yfir vatnið. Kona með ungbarn á bakinu sat á þilfarinu. Hún var álíka óhrein og drusluleg og karlmennirnir og starði á fólkið á bakkanum, litlum, sviplausum augum, án þess að bæra á sér. Kaf báturinn var farinn niður aftur og þegar hann hvarf fannst Blanche, að síðustu tengslin við það sem hún hafði kallað heimili, væru rofin. En það dugði ekki að verða móðursjúk eins og Dorothy. Hún vissi, að eina mannveran, sem hún gæti fengið einhverjar upplýsingar hjá, var Petrov. Sjómað- urinn var ekkert að dylja andúð sína á þeim, en samt var hún þakklát f yrir að það skyldi vera hann en ekki mongólinn, sem var með Petrov og átti að fylgja þeim. — Farið um borð, sagði Petrov stuttlega. Hann lyfti börnunum hvoru á eftir öðru niður á þilfarið, sneri sér síðan við til að hjálpa systrunum. Dorotny grét í hljóði, en Blanche var hnarreist og leit ó- hrædd í augu Petrovs. — Haf ið þér sagt okkur sannleikann? spurði hún. — Eruð þér í rauninni að fara með okkur til John Marsden... eða er blátt áf ram verið að ræna okkur? — Hvers vegna ættum við að ræna ykkur? sagði hann þurrlega. — Kínverska Alþýðulýðveldið skort- ir ekki konur, hér er meira en nóg af þeim og vændishúsin eru ekki jafn vinsæi og áður fyrr. Karlmenn hafa ekki lengur efni á að fara þangað. Auk þess er ekki hægt að segja að þið séuð fallegar, allra síst á austrænan mælikvarða. Það gerir þig reiða, bætti hann við, þegar hann sá að Blanche roðnaði og beit á vörina. — Þú ættir heldur að vera þakklát fyrir að þetta er svona. Það gerir ykkur lif- ið auðveldara hér. Vertu óhrædd, ég fer með ykk- ur til mágs þins. Hann lyfti henni allt í einu upp, á- lika léttilega og hann hafði lyft Elaine litlu og setti hana niður á þilfarið. Fingur hnnar héldu fast um gróft efnið í jakka hans. — En... komið þér með okkur? Þér... þér skiljið okkur ekki eftir hjá... þessum manni? — Auðvitað kem ég með. Þú þarft heldur ekki að vera hrædd við Vronsky. Ég skal viðurkenna, að mannasiði notar hann ekki mikla, en hann er undir minni stjórn og gerir það sem ég segi honum og annað ekki. — Þér skiljið og talið ensku mjög vel, er það ekki? sagði hún og varð allt í einu forvitin. — Þegar við vorum í borð í kaf bátnum, hélt ég að þér kynnuð bara nokkur orð. — Það var til þess ætlast, því ég var ekki i þeirri aðstöðu, ég ég gæti sagt ykkur neitt um ákvörðun- arstaðinn. Við fengum skipanir okkar í skeyti á leið inni. Satt að segja eru tungumálin það eina, sem ég hef hæf ileika til... en nú er best að þið farið niður í káetuna, svo þið blotnið ekki. Káetan var óhrein og þar var kæfandi hiti, engar kojur, engir stólar, aðeins druslulegar mottur á gólf inu og hvorug þeirra gat fengið sig til að setjast á þær. Börnin voru óróleg og Blanche tókst ekki að róa þau. — Þú hafðir rétt fyrir þér, sagði Dorothy grát- andi og leit upp á þilfarið, þar sem Petrov og Vronsky stóðu og töluðu við Kínverjann, sem var búinn að leysa og var að leggja af stað. Konan með barnið á bakinu sat enn hreyfingarlaust og starði beint fram fyrir sig. Þeir ætla að taka okkur sem gísla, þeirtreysta John ekki lengur. Honum var lof- að góðri stöðu í Moskvu og tækifæri til að stof na þar heimili fyrir mig og börnin. Hvers vegna hafa þeir sent hann hingað? — Ég vona, að hann geti sjálfur svarað þeirri spurningu bráðlega, svaraði Blanche. — Það vona ég sannarlega líka guð hjálpi okkur, en ég er f arin að ef ast um, að hann sé raunverulega í Shanghai. Blanche, hugsaðu þér, ef þeir hafa narrað okkur f rá Englandi af þvi... af því John er dáinn.. og þeir eru hræddir um að vitum eitthvað um samtök hans í Englandi og munum segja öryggislögreglunni það ef við komumst að hvað orðið hefur um hann? — Það er ekki sennilegt, vina min, alls ekki, sagði Blanche róandi. — En hugsaðu þér, ef það er þannig og þeir hafa náð í okkur til að losna við okkur. Enginn getur hjálpað okkkur hér í kommúnistíska Kina. Ó, Blanche, hvað eigum við að gera? Hugsaðu um börnin, hvað eigum við að gera við þau? Ég er viss um að þér skjátlast, Dorothy, sagði Blanche. — Ef þeir ætluðu að losa sig við okkur, hefði það gerst, áður en við komum hingað. Þeir hefðu ekki lagt á sig alla fyrirhöfnina við að f lytja okkur yf ir hálfan hnöttinn. Vertu ekki svona hrædd, John hefur ef til vill aðeins fengið verkefni hér og verður ekki lengi. — Ó, ég vona, að það sé rétt hjá þér, sagði Doro- thy grátandi. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.