Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 29
5-5-6-6-7 yztu 1 og siðan ein lyggja á hverj- um prjóni 5 sinnum. Á hliðinni er alltaf tekið úr frá réttunni, þrisvar til viðbótar, þar til 3 1 eru eftir. Prjónið þær til baka. Framstykkið er nú 8 prjónum styttra og með 4 úrtökum færra en bakið. Fellið af. Vinstri hliðin er prjónuð ein, en gagnstæð. ATH! Þá er fellt af strax eftir siðustu úr- tökuna i handveginum, en ekki prjónað til baka. Hægri ermi: Fitjið upp 44-50-54-60-64-66 1 á prjóna 2 1/2 með aukalitnum og prjónið snúning, 1 sl, 1 sn. Eftir 5. prjón er skipt um lit og prjóna og prjónað mynstur — 2 yztu 1 hvoru megin eru alltaf prjónaðar sléttar. Fitjið upp eina nýja 1 i hvorri hlið og aukið úr l-l-l-O-O-O 1 út á fyrsta prjóni. ATH! Byrjið og endið með 4-2-4-2-4-5 sn, sem ekki eru taldar með i mynstrinu. Þegar ermin er orðin 3-4-5-S-6-6 cm, er tekið úr fyrir handvegi. Fellið 4 1 af i hvorri hlið og takið siðan eina 1 úr innan við 2yztu 1. Þetta er endurtekið á 4. hverj- um prjóni 7-8-9-11-11-11 sinnum til viðbót- ar. Prjónið þá 3 prjóna. Takið þá úr á hverjum prjóni frá réttunni 2-3-4-4-6-7 sinnum þangað til eftir eru 19-21-21-22-22- 221. Næsti prjónn myndar skáa i hálsmál- ið. Fellið 4-6-6-4-4-4 1 af i byrjun prjónsins og takið eina 1 úr i endann innan við 2 yztu 1. Siðan eru felldar af 3-3-3-4-4-4 1 i byrjun og ein 1 tekin úr i endann frá réttunni, þar til eftir eru 21. Prjónið þær til baka og fell- ið af. Vinstri ermin er prjónuð eins, en gagnstæð. ATHIÞá er fyrsti prjónninn i skánum við hálsmálið einum prjóni á undan, sem sagt frá röngunni. Kraginn: Byrjið yzt. Fitjið upp 113-113- 113-117-117-121 1 á prjóna nr 3 með auka- litnum og prjónið snúning, 1 sl, 1 sn. Takið 21 úr I hvorri hlið innan við yztu 1 með þvi að pjróna, 3 1 saman á 4. hverjum prjóni. Eftir 5. prjón er skipt um lit. Takið 2 1 úr i hvorri hlið á 4. hverjum prjóni, alls 3-3-4- 4-5-5 sinnum. Þegar komnir eru 4-4-S-5-6-6 cm, er skipt yfir á prjóna 2 1/2 og þegar komnir eru 6-6-7-7-8-8 cm, eru felldar af 30 yztu 1 hvoru megin. Siðan eru felldar af 5 yztul hvoru megin i byrjun hvers prjóns, þar til 21 1 er eftir. Fellið af. Frágangur: Spennið stykkin út eftir máli milli rakra viskastykkja og látið þorna alveg. Saumið peysuna saman. Takið frá réttunni upp á prjóna 2 1/2 með aðallitn- um lykkjurnar upp með hægri hlið klauf- arinnar, eina 1 fyrir hvern prjón og prjón- iðsnúning, 1 sl, 1 sn, alls 7 prjóna. Fellið af. Gerið eins meðfram vinstri brúninni, en prjónið það 4hnappagöt á 4. prjóni, það neðsta um 1 cm frá neðri brún klaufarinn- ar og það efsta um 1 cm frá hálsmáli og hin með jöfnu bili. Hnappagötin eru prjónuð yfir 2 1. Saumið endana við að neöan, saumið vasana saman, kragann á og hnappana i. w^vinir Erlendis Ég er þýzk stúlka og geng i gagn fræðaskóia. Ég hef mikinn áhuga á að skipta við einhvern nemanda' i Keykjavik, um það bil 16 ára. Þá myndi hún koma til Þýzkalands til min i sumar og ég til hennar í Reykjavik næsta sumar. Vill einhver skrifa? Ég skrifa ensku. Felicitas Schulze, 46 Dortmund, Kohlgartenstr. 31 Western Germany. Ég óska eftir bréfaskriftum við ts- lending, sein hefur mikinn áhuga á fri- merkjasöfnun. Ég er 43 ára. Harry Hand, P.O. Box 854, Kiamath Falls, Oregon 97601. Þrettán ára norsk stúlka vill skrifast á við islenzka krakka á svipuðum aldri. Ilún heitir: Elisabeth Rundharde, 5240 Valestrandfossen Osteröy, Norgc. Ég er niu ára drengur og mig langar tii að skrifast á við isienskan dreng á svipuðum aldri. Ahugamál min eru lestur, dýr, poptónlist, bréfaskriftir, saga, landafræði og draugasögur. Ég skrifa ensku og norsku. Jarle Röys Liseth, Box 146, 6930 Svelgen Norge. Ég er norsk stúla, sem langar til að eignast bréfavini á isiandi. Ég er 12 ára og vil skrifast á við stúlkur á aldrinum 12 til 14 ára. Ef einhver vill skrifa, heiti ég: Berit Trodtug, Kippe, 7700 Steinkjer, Norge. Ég er norsk stúlka og mig langar til að eignast islenzka pennavini. Ég er fædd 6. júli 1957. Af áhugamálum get ég nefnt handboita, sálfræði, sögu, tungu- mál, dans og lestur góðra hóka. Auk þess finnst mér gaman að hlusta á tónlist, og spjalla við fólk. Auk norsku skrifaég ensku og þýzku. Asbjörg Haugen, c/o John Austrheim N-6860 Sandane, Norge. Innanlands Mig langar að komast i bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Þorvarður Sigfússon, Laugarhakka, Miðfirði, V-Ilún. Mig langar að skrifast á við stráka og stelpur á aidrinum 12 til 14 ára, ég er 12 ára. Áhugamál min eru handbolti, ýtnsar iþróttir, skák, poptónlist, dans, dýr og útilegur. Arný Árnadóttir, Holtabraut 2, Blönduósi, A-Hún. Mig langar að komast i bréfasamband við stclpur og stráka á aldrinum 10 li 12 ára Bogcy R. Sigfúsdóttir, Lindarbrekku. Laugarbakka, Miðfirði, V-Hún. Við viljum skrifast á við stelpu og strák á aldrinum 12 til 14 ára. Mvnd fylgi fyrsta bréfi. Áhugamál eru iþróttir, strákar og fleira. Elin M. Guðjónsdóttir, Mánagötu 29, Reyðarfirði. Hjördis Kristjánsdóttir Hjallavegi 7, Revðarfirði. Ég er 15 ára piltur og langar til aft eignast islenzkan pcnnavin. Ahugamál min eru frimerki, iþróttir, dýr, skáta- störf og allt sem er skemmtilegt. Mig langar til að skrifast á við stúlkur og pilta 14 til 16 ára. Ég skrifa norsku og ensku. Hakon Kihle, Lundebakken 2, 3940 Heistad. Norge. óska eftir pennavinum á aldrinum 12 til 15 ára. Er sjálf 13 ára. Ahugamál mi: cru hestar, sund. strákar og fleira. Revni að svara öllum bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Guöný ólafsdóttir, Samsstöðum 4, Búrfelli, Gnúpverjahr. Árn. 79

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.