Heimilistíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 12
Barry White <r HANN er þaö i soultónlistinni, sem James Last er fyrir ungt fólk um fert ugt. Barry White, fæddur i Galveston i Texas er hörkukarl, en hann er lika at- vinnumaður. Tónlist hans rennur út eins og heitar lummur á köldum vetr- ardegi. Þvi er haldið fram, aö kynæsandi textar hans hafi bjargað frá mörgu skipbrotinu i hjónabandi. Kvenfólk dýrkar Barry, þótt satt að segja sé hann litið fyrir augað, 120 kiló með smurt hár, platinuhringa með demönt- um og ótakmarkað sjálfsálit. Sjálfur segir Barry eins og Muhammed Ali: — Ég er mestur, ég er beztur og fallegastur. Frá þvi ég strauk að heiman 17 ára, hef ég ekki litið um öxl. Nú er Barry þritugur og ætlar að taka sér ársfri til að semja fleiri góð lög og texta. Beztu lög hans eru að segja má orðin sigild: „You My First, My Last, My Everything” og „For You ITl Do Anything”. Hann er kvæntur einni af stúlkunum i söngkór sinum, Love Unlimited og heitir sú Clodagh og hefur klær. En hvað er hvislaö um að Barry geti ekki haldið sig við eina konu i einu, en það er önnur saga. Barry White er vellauðugur og eins og svo margir negrar, sem koma frá fátækrahverfum stórborganna og verða rfkir, veltir hann sér upp úr alls kyns furðulegheitum, sem hægt er að kaupa fyrir peninga. Fötin hans eru marglit og sundurleit, bilarnir hans eru með gullhandföngum og maöurinn allur ber vott um,að samband hans við peninga er eitthvað undarlegt. En Barry er mikill, i tvöfaldri merkingu oghvortsem manni geöjast að persón- unni eöa ekki, er ekki þvi að neita, aö tónlist hans er afbragö. Það er þess vegna, sem plötur hans seljast i mill- jónatali. Á myndinni er Barry og Love Unlimited og það er eiginkonan með klærnar, sem er á bak við hann. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.