Heimilistíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 29
Hvernig er veðrið niðri á götunni? Stærsta íbúðar- og skrifstofuhús í heimi er í Chicago. Það er 100 hæðir og skýin eru venju lega um 50. hæðina ... ÞEGAR Glenn Craft fer til vinnu á morgnana, þarf hann fjórum sinnum að skipta um samgöngutæki. Samt er hann aðeins fimm minútur á leiðinni á skrif- stofuna. Hann þarf nefnilega ekki að fara út úr húsinum sem hann býr i. Það er hæstafbúðar-og skrifstofuhús í heimi, 100 hæðir og 369 metrar. Glenn býr á 40. hæð og skrifstofan er á þeirri 20. En hún er hinum megin í húsinu og þess vegna þarf hann að skipta um lyftu. Lyfturnar fjórar ihúsinu ganga með 36 km/klst hraða, svo þetta tekur ekki langan tima. Það búa 1300 manns i þessu húsi og fólk- ið hefur öll þægindi lifsins innan þessara fjögurra veggja. Þar eru sex veitinga- staðir, allar tegundir verzlana, vöruhús, fæðingardeild, læknar, tannlæknar og tryggingafélög. Þarna eru rafmagnstæki, sem nægja myndu 30 þúsund manna bæ. 1 húsið fóru 46 þúsund lestir af stáli, það sama og þarf i 33 þúsund bila, 11.459 gler- rúður hleypa birtunni inn, en það er eink- um á efstu hæðunum, sem birtan er nægi- leg. Frú Jane Refakes, ergift vixlara og byr á 66. hæð. Hún er vön að hringja niður til dyravarðarins á hverjum morgni til að athuga hvernig veðrið er svo hún viti, hverju hún á að klæðast. Húsið er nefnilega svo hátt að regn- og snjóský eru fyrir neðan 50. hæð en þar fyrir ofan eryfirleitt alltaf sólskin. Refak- es-fjölskyldanhefurfimm herbergja ibúð og leigan er um það bil 450 þúsund isl. krónur á mánuði. Hátt uppi i húsinu er sundlaug með til- heyrandi trjágarði, þar sem tré og runnar spegia sig i vatnsfletinum, en vatnið er si- rennandi og þvi alltaf hreint. Þaö kostar ekkertfyriribúahússinsaðfara isund. Af öðru sameiginlegu má nefna billjard- stofu, keiluspilsbrautir og handknatt- leiksvöll. Þarna er lika barnagæzla og barnadaghéimili og yfir húsinu vakir hóp- ur varða til að aðgæta, hverjir fara út og inn. Þetta er eitt öruggasta hús i glæpa- borginni Chicago og það er ein af ástæö- unum til þess að biðlistar eftir húsnæði þar eru ógnarlangir. Aldrei hefur verið framið innbrot i húsið. 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.