Heimilistíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 26
Að gefa gjafir Að troða smekk sínum upp á aðra í stað þess að komast að hvað raunverulega er á óskalistanum Ungt par, sem ætlaði sér að lifa óborgara- legu lifi á heimili, sem innréttað væri eftir hendinni og ekki samkvæmt neinum hefð- um, vakti óblandna furðu fjölskyldna og ættingja fyrir brúðkaupið með þvi að til- kynna, að þau væru að safna ákveðnu mynstri af silfurborðbúnaði. begar þeir nánustu gátu ekki stillt sig um að spyrja um ástæðuna, fengu þeir að vita, að óskin væri sett fram i sjálfsvörn! Silfurborð- búnaður stendur ailtaf fyrir sinu og þeir sem fara eftir svo einföldum óskum, hafa góða möguleika á að gjöf þeirra sé virt og notuð. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um alla þá undarlegu hluti, sem gott fólk á öllum aidri tekur upp á að gefa fólki i afmælisgjöf, brúðkaupsgjöf og þó eink- um og sér i lagi i jólagjöf, þegar allar verzlanir eru fullar af fjölbreyttu vöruúr- vali við allra smekk. Finnst ykkur þetta kaldhæðnislega sagt, er það bara vegna þess að þið eruð fljót að gleyma, eða langt er siðan þið haf- ið gáð i skápana eða kassana i geymsl- unni. Þar er áreiðanlega að finna eitthvaö af hlutum, sem einhver hefur gefið ykkur af góðum hug, hlutum sem gefandanum fannst einmitt það það sem ykkur vant- aði. Þið voruð þvi miður ekki á sömu skoðun, vegna þess að svo vildi til, aö þið höfðuð annan smekk. I rauninni er óskynsamlegt að kaupa hluti handa heimilum annars fólks, nema viðtakandi hafi greinilega látið i ljós að hann óski sér hins eöa þessa og gefandinn viti nákvæmlega hvaða hlut er átt við. Varla eru til tvær fjölskyldur á landinu sem búa algjörlega eins og það væri i meira lagi undarlegt, ef fólk úti i bæ kynni betur að búa eitt heimili skrautmunum, en þeir sem heimiliö eiga. Fólk hefur venjulega gert sér sinar föstu hugmyndir um, hvernig það vill hafa heimili sitt. Ljónslappir i tizkustofum. Fólk sem býr við nýtizku innréítingar eða eitthvað alveg sérstakt, er sannfært um að það hafi valið rétt. En það skal ekki halda, að það geti með góðu móti breytt heimilum annars fólks, sem býr við venjuleg húsgögn eöa er umkringt af fin- um, ekta hlutum frá hinum og þessum timabilum sögunnar, með þvi að koma me.ð eitthvað hátizkulegt að gjöf. A hinn bóginn verða þeir, sem lifa lifinu innan 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.