Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur! Mig langar til að vita, hvers konar tónlist country-tónlist er. Geturðu nefnt mér einhverja plötu með þess háttar tónlist? Hvað heldurðu, að ég sé gömul og hvað lestu úr skriftinni? Anna. svar: Það eru til ýmsar tegundir country-tónlistar, til dæmis irsk og skozk þjóðlög, country-rokk, sem er til dæmis tónlist Johns Denver og svo country & western, sem er til dæmis Merle Haggard og Johnny Cash. Vona, að þú sért einhverju nær. Þú ert 17 ára og úr skriftinni les ég gott skap og jafnvægi I sálinni, raunsæi og ná- kvæmni. Kæri Alvitur. Ég þakka efni þessa blaðs, sem ég les spjaldanna á milli en skemmtileg- ust finnst mér þessi ágætis lianda- vinna ykkar. Nú langar mig til að biðja þig að birta uppskrift af prjónuðum dúk. Hann þarf ekki að vera stór. Það eru kannski fleiri en ég, sem vilja reyna að spreyta sig á sllku. Ég þakka fyrirfram. svar: Þetta bréf þitt kemur alveg mátulega, þvi einmitt i þessu blaði er uppskrift af prjónuðum dúk. Hann er ósköp einfaldur, en ef hann vefst fyrir einhverjum, má hringja i prjónasér- fræðing blaðsins i sima 18686 eða skrifa. Gangi þér vel! Alvitur. Hæstvirti Alvitur! Ég hef hér fram að færa nokkrar spurningar, sem ég vona, að þú sjáir þér fært að svara. 1. Þarf maður að læra almennt flug, áður en maður lærir þyrluflug? 2. Hvar hafa Islenzkir þyrluflug- menn einkum lært þyrluflug? 3. Er það rétt að maöur megi læra á bil og taka bílpróf 20 dögum áður en maður veröur 17 ára? Með kærri kveðju og von um grein- argóð svör. Yðar einlægur Þyrill. svar: 1. Nei, þess þarf ekki. 2. Þeir hafa einkum lært i Bandarikjunum, þar sem ekki er farið að kenna þyrlu- flug hérlendis, hvaö sem siðar verður i þvi efni. En taka má fram, að þetta er alldýrt nám. 3. Þaö má byrja að læra á bil nokkru áöur en 17 ára aldri er náð, en ökuskirteini fær enginn fyrr en hann er fullra 17 ára. Alvitur. Hæ, Alvitur! Ég er ótal sinnum búin að skrifa þér, en bréfin hafa llklega farið i þessa frægu körfu þina. Nú vona ég að þú getir svarað þessum spurningum: 1. Hvar er hægt að fá litinn árabát úr trefjaplasti og hvað kostar hann? 2. Ég er og var. með strák, en svo fór ég burt um tlma og siðan hefur hann varla talaö viö mig. Þetta gæti stafaö af feimni, en hvað á ég að gera? 3. Vinkona min er alltaf að reyna að hjálpa, en hún gerir bara illt verra. Hvað á ég að gera við hana? 4-Hvernig eiga saman vatnsberi (strákur) og ljón (stelpa? 5. Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu, að ég sé gömul. Svo þakka ég allt gott f biaöinu og vonast eftir birtingu. Ljón I vandræðum. svar: 1. 1 Reykjavikursimaskránni finnurðu fyrirtæki, sem heitir Seifur. Þar fást trefjaplastárabátar. 10 feta bátur kostar 87 þúsund krónur og 12 1 feta 117 þúsund. Ararnar fylgja. 2. Ef strákurinn hefur gjörbreytzt við að þú fórst i burtu, er það varla feimni,sem aðhonum gengur. Reyndu að snúa þér að öðrum strákum og vittu, hvort hann fær þá ekki máliö. 3. Segðu vinkonu þinni blátt áfram, aö þú viljir ekki hafa neina afskipta- semi af hennar hálfu i málinu. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Hefur hún ekki nóg með sig? 4. Þau eru bæði nógu sterk til að lifa þetta af, en þegar ástareldurinn er hættur að blossa og farinn að loga ró- lega, er hætta á eilifri togstreitu þeirra á milli. 5. Þú ert svona 14 eða 15 ára. tJr skriftinni les ég aö þú sért svolltið barnaleg i þér á köflum og óákveðin. Þú hefur sennilega einhverja listræna hæfileika — ef til-vill ertu leikari i þér. Alvitur AAeðal efnis í þessu blaði: Ránsferöir Morgans skipstjóra..........Bls 4 Aberfan — níuárumsíðar...................— 6 Pr jónaöur dúkur.........................— 10 Pop— Elvis Presley.......................— 12 Af mælisdagurinn, smásaga ...............— 13 Spé-speki ...............................— 15 Lostæti af ýmsu tagi.....................— 16 Viðlag, sögukorn.........................— 19 Frægö eftir krókaleiðum .................— 19 Börnin teikna............................— 20 ,,Dáddý" barnsaga........................— 22 Hvaðveiztu?..............................— 24 pau tæddust meosilf urskeið i munninum ..— 25 Systur sauma mussu, Ijóð...................— 28 Greifingi bættist í f jölskylduna..........— 29 Heillastjarnan.............................— 30 Eru þær eins?.................. • •— 31 Ógnvaldurinn fékk að halda líf i......... — 32 Ferfætlingur á flækingi (10)...............— 33 I ævintýraleit (19)........................— 35 Pennavinir.............................. .— 38 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar bréfum og skrýtlur. Forsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson i Grindavíkurhöfn. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.