Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 13.05.1976, Blaðsíða 29
Greifingi bættist í fjölskylduna Á hverju kvöldi kemur hann inn og þiggur mat, einkum ost. Hann er líka orðinn góður vinur heimiliskattarins og þeir snæða oft saman — Pétur! Komdu nú Pétur! Komdu, þá færðu gráðost!..Kári Karlsen hallar sér út fyrir dyrastafinn og kallar, en ekki mjög hátt. Hann réttir fram ostinn og það rikir mikil spenna inni i húsinu. Kemur Pétur i kvöld, eða hefur hann andúð á blaöamonnum? Nei, hann er svangur og varlega læðist hann inn i forstofuna og áfram inn i stofu. Hann verður að fara svolitið varlega en ef matur er i boði, er Pétur ánægður. Pétur er greifingi. Já, greifingi! Karl- sensfjölskyldan á Maistange i Kragerö i Noregi fær á hverju kvöldi greifingja i heimsókn inn i stofu til sin og dýrið gegnir nafninu Pétur, — eftir aðeins þrjár vikur. — Þetta byrjaði i fyrra, segir dýravin- urinn Kári Karlsen. — Ég sat hérna og horföi á sjónvarpið, þegar tók að glamra og skrölta i öskutunnunum fyrir utan gluggann. Ruslið tók að hverfa úr tunnun- upi og ég sá fljótlega að brauð og ostbitar virtust sérlega vinsæl fæða hjá þessum gestum minum. Brátt komst ég að þvi, að gestirnir voru greifingjar. Einn daginn voru þeir sjö á ferð og þeir voru glor- hungraðir. Dag einn voru útidyrnar opnar og Pétur gægðist inn. Ég fleygði til hans ostbita, og kvöldið eftir vogaði hann sér aðeins lengra inn. Svo kom að þvi aö hann át matinn kattarins Tomma. — Hvernig kemur kettinum og greifingjanum saman? — Þeir eru farnir að borða af sama fat- inu hérna inni hjá okkur, og Tommi liggur og lætur fara vel um sig i bælinu, sem viö bjuggum til handa Pétri úti i garðinum. Annars er Pétur ekki einn. Hann tekur með sér mat handa öðrum greifingja og við eigum von á að einhvern tima i vor birtist hann með maka og börn hér á stofugólfinu. — Hvernig lizt svo frúnni á að eiga von á heilli greifingjafjölskyldu inn i stofu? — Ef þeir vilja koma, þá mega þeir það sannarlega, svarar frú Karlsen. — En eru greifingjar ekki mestu sóðar? — 0, nei, segir Gréta Karlsen, sautján ára heimasæta. — Allir eru að segja okkur, að það sé óðs manns æði gö hleypa greifingja inn i húsið, en Pétur er ákaf- lega þrifinn. Sjáið bara feldinn. Þar er rétt hjá Grétu. Pétur gengur vel að mat sinum. Matseðillinn i dag er brauð, bleytt upp i mjólk og góður ostbiti i ábæti.... Þegar hann er búinn, sleikir hann vandlega út um beggja megin á röndóttu trýninu, klórar sér á bakinu, lit- ur aðeins á sjónvarpiö og gengur siöan einn hring um stofuna i kveðjuskyni. Loks röltir hann saddur og ánægður niður i notalega bælið i garðinum. Nú verður gott að leggja sig svolitið.... — En ég hef alltaf heyrt að það sé óþef- ur af greifingjum. Ég finn engan óþef. —- Nei, þarna má sjá, að það er ekki allt rétt, sem stendur i dýrafræðibókum. Hér hefur enginn fundið neina vonda lykt af Pétri. Á hverju kvöldi er þetta hreint að verða eins og i fjölleikahúsi. Við veröum bráðum að fara að selja aðgang. Allir krakkar i grenndinni og margir fullorðnir setjast inn i stofu og biöa eftir Pétri. En hann kærir sig kollóttan. Þeir, sem aldrei hafa séð greifingja áöur, segja hissa: — En hvað hann er fallegur! Það er eins og allir búist við að hann sé einhver ófreskja. — Pétpr erorðinn einn af fjölskyldunni, segir Kári Karlsen ánægður, — en hann er að verða dálitið dýr i rekstri, osturinn er ekkert ódýr hjá okkur um þessar mundir.... 9Q Pétur litli greifingi er hvergi banginn, heldur kemur alla leið inn I stofu til að láta klappa sér og þiggur gjarnan ostbita af heimilisföðurnum.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.