Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 03.09.1976, Blaðsíða 7
fræg sem harmleikur um allt England, eru tvö ungmenni af aöalsættum, lafði Catherine Gray og greifinn af Hertford, i fangelsi i Tower fyrir að hafa gifzt á laun án 'þess að spyrja Elisabetu drottningu fyrst. Lafði Catherine lézt siðar i fangels- inu án þess að sjá mann sinn aftur. Meðan frægð Rómeós og Júlíu fór aö berast út yfir landamærin og gegn um timana allt til okkar tima, hafa hinir lærðu stööugt velt fyrir sér, hvort sagan hafi við söguleg rök að styðjast. Hefur einhverntima veriö til fólk, sem hét Júlía Capuleti og Rómeó Montecci? Hafi svo verið, giftu þau sig þá á laun og létu siðan lif sitt sem fórnarlömb fjölskylduhaturs? 1 upprunalegri sögu Luigis Da Porto var nákvæm tilvitnun i Bartolomeo della Scala, höfðingja I Verona, þann hinn sama og Dante nefnir i 17. söng Paradis- ar, þannig aö hægt er aö festa söguna á ákveðnum tima. 1 6. söng i Hreinsunar- eldinum er að finna setningu, þar sem minnzt er á tvær fjölskyldur, sem hötuð- ust, Montecci og Cappelletti. En i ljós kom fljótlega aö aldrei hefur verið fjölskylda i Verona með nafninu Cappelletti eða Capuleti. Hins vegar var þar fjölskylda með nafninu Dal Cappello og grein af henni bjó allt fram til enda 13. aldar i húsi þvi, sem nú er kallað hús Júliu. Þessi Dal Cappello-fjölskylda átti i eilifum útistöðum við Monticoli-fjölskyld- una i Verona, en sú fjölskylda kom frá Monteccio Precalcino. Hún átti hús i Via della Arche Scaligere, sem nú er kallað hús Rómeós. Viö getum sem sé hugsaö okkur, aö eftirnafnið Capuleti hafi veriö Dal Cappello og Montecci hafi verið Monticoli, en jafnvel þótt ekki sé til neinn sögulegur grundvöllur fyrir sögunni af Rómeó og Júliu, er hún enn lifandi i hug- um ungra elskenda um allan heim. ótal kvikmyndaleikstjórar hafa heillazt af sögunni um elskendurna i Verona. Meðal þekktustu kvikmyndanna um Rómeu og Júliumá nefna Hollywoodmynd si'ðan 1936 þar sem Leslie Howard og Norma Shear- er léku aðalhlutverkin.Þá léku Lawrence Harwey og Susan Shantell Rómeó og Júliu 1954 undir stjórn Renato Castellani og loks þau Leonard Whiting og Olivia Hussey áriö 1968 undir leikstjórn Francos Zeffirellis. Leiksviösverkin eru óteljandi. Allt frá Eleonoru Duse og Söru Bernhardt hafa allar leikkonur viljað spreyta sig á hlut- verki Júliu. Meöal þeirra frægu, sem leik- ið hafa Rómeo má nefna Bretann Lawrence Harwey og ballettdansarinn Rudolf Nurejev hefur dansaö hann svo seint gleymist. En einn ljósasti vottur þess, hversu sag- an um elskendurna i Verona er lifandi i hugum fólks, er sú staöreynd, að ennþá, fjögur hundruð árum siðar, eru Júliu aö berast bréf viös vegar að úr heiminum. Borgarstjórn Verona hefur þurft að ráða sér einkaritara til að svara þeim öllum. Flest byrja þau á þessa leið: — Elsku Júlia, hjálpaðu mér .... H$IÐ — Vertu rólegur, við seljum þig ekki eða höfum skipti á þér, viö gefum þig einfaldlega ööru félagi. — Sagöistu ekki ætla að hengja þig, ef ég eyddi peningum i nýjan bil? — Það væri bara aö fleygja peningum að fara til tannlæknis, þegar við eigum þennan fina bor... Fyrsta skilyrði tU að geta dulið hugs- anir sinar, er að húgsa. ★ Tölva er fljótlegasta leiðin tU að marg- falda vitleysurnar. Peningar tala af skynsemi á máli sem allir skUja. Bankastjóri getur leyft sér að skrifa lélegt ljóð, en skáld getur ekki leyft sér að skrifa lélega ávisun. * Maöur getur fengið veilt hjarta af of mörgum hjartastyrkjandi. ★ er oft síöasti lykillinn á kippunni, sem opnar dyrnar. ★ Slúður i lausu lofti er alltaf I erfið- leikum með að finna lendingarstaö. ★ Ég Ht alltaf umburðarlyndum augum á mistök, sérstakiega min eigin. ★ Maður á aldrei aðtroða sannleikanum upp á fólk, sem ekki er reiðubúið að taka honum. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.