Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 25
„Ég á að sitja hér til morguns”, sagði þjónn- inn. ,,Allt i einu var dyrunum hrundið upp, og stór diskur kom fljúgandi i loftinu, hann straukst við nef þjónsinSf lenti síðan i trjástofni og brotn- aði. „Eða kannske til dagsins þar á eftir”, hélt þjónninn áfram, eins og ekkert væri um að vera. „Hvernig á ég að komast inn?” sagði Lisa aftur, hærra en áður. „Áttu yfirleitt að komast inn?” sagði þjónn- inn. „Fyrst er að athuga það”. Þetta var vafalaust rétt, þóttLisufyndistþað óþarflega nærgöngult. „Það er annars undar- legt, að dýrin skuli þurfa að gera veður út af öllum sköpuðum hlutum”, hugsaði hún. Þjóninum fannst nú timaþært, að endurtaka athugasemd sina, með smánreytingum. „Hér á ég að sitja! Já, ég á að sitja hér dögunum saman!” „En hvað á ég að gera?” spurði Lisa. „Það sem þér sýnist”, anzaði þjónninn og fór að blístra. „Æ, það þýðir ekkert að tala við hann, hann er dæmalaust flón”, sagði Lisa örvæntingar- full. Og nú opnaði hún dyrnar og gekk inn. Fyrr en varði var hún stödd í stóru eldhúsi fullu af reyk. Hertogafrúin sat á þrífættum stól á miðju gólfinu og gætti smábarns. Eldabuska stóð við eidinn og hrærði i stórum potti, sem virtist vera barmafullur af súpu. „Það er sjálfsagt full-mikið af pipar i súp- unni”, sagði Lisa og hnerraði ákaft. Það var efalaust of mikið af pipar i loftinu. Jafnvel her- togafrúin hnerraði öðru hvoru og barnið grenj- aði og hnerraði alveg stanzlaust. Við reykháf- inn sat stór köttur, sem brosti háðslega, svo að munnvikin náðu út að eyrum. Eldabuskan og kötturinn hnerruðu aldrei. „Vilduð þér gjöra svo vel og segja mér, hversvegna kötturinn yðar glottir svona?” sagði Lisa dálitið hikandi, hún var hrædd um, að það væri óviðeirandi, að hún talaði fyrst. „Það er Angóra-köttur! Þarna hefurðu ástæðuna, Gris!” Siðasta orðið sagði hertogafrúin svo hrana- lega, að Lisa hrökk i kuðung. En hún komst brátt að raun um, að hertogafrúin var að tala við barnið. Hún herti þvi upp hugann og hélt áfram: „Ég vissi ekki, að angórakettir væru siglottandi. Satt að segja vissi ég ekki, að kettir gætu glott”. „Það geta þeir allir og gera það lika flestir”, sagði hertogafrúin. „Enga ketti hefi ég séð, sem glotta”, sagði Lisa. Hún var ánægð yfir þvi, að fá að rabba við hertogafrúna. „Þú hefir heldur ekki séð margt, það er alveg áreiðanlegt”, sagði hertogafrúin. Lisu geðjaðist ekki allskostar að athugasemd þessari, og hugsaði, að bezt væri að hefja máls á einhverju öðru. En nú fékk hún nóg annað að hugsa. Eldabuskan tók skyndilega pottinn af hlóðunum og fór nú að kasta öllu sem hönd á festi í barnið og höfuð hertogafrúarinnar. Fyrst kom eldskörungurinn fljúgandi, siðan fylgdi skæðadrifa af pönnum, diskum og föt- um. Hertogafrúin lét eins og ekkert væri, þótt þetta dyndi á henni, og barnið hafði allan tim- ann grenjað svo óhemjulega, að það gat tæp- lega versnað. „í guðs bænum, hugsið um hvað þér eruð að ÍTm ih rmlíml ' .=fcr- íÆmé

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.