Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 26
gera”, sagöi Lísa dauöhrædd. „ó, veslings fal- lega nefiö”, kallaöi hún upp i örvæntingu, þeg- ar heljarstór steikarpanna flaug rétt um nef- brodd barnsins. „Ef menn skiptu sér ekki af þvl, sem þeim er óviökomandi, þá myndi jöröin snúast enn hraö- ar”, sagði hertogafrúin, hás af bræöi. „Ekki væri þaö til mikils hagræöis, ruglingur myndi komast á skiptingu dags og nætur”, sagði Lisa himinlifandi yfir því að fá tækifæri til að sýna þekkingu sina.„Svo sem kunnugt er, þarf jöröin 24 stundir til þess að snúast um öxul sinn —” „Öxi, já, vel á minnst, höggðu höfuð hennar frá bolnum!” sagði hertogafrúin. Lisa gaut augunum tortryggnislega til elda- buskunnar. Sem betur fór, heyrði hún ekki til hertogafrúarinnar, þvi að hún var nú aftur far- in að hræra i súpunni af miklum móði. Lisa hélt þess vegna áfram: „Ég held, að það séu 24 stundir, eða eru það tólf? Ég —” 26 ,,Æ, haltu þér saman, mér hafa alltaf leiðst tölur”, sagði hertogafrúin. Hún fór nú aftur að hugsa um barnið og syngja nokkurskonar vögguvisu. Við lok hverrar hendingar hristi hún barnið hranalega. „Nú getur þú haft barnið dálitla stund, ef þú vilt”, sagði hertogafrúin við Lisu og fleygði til hennar krakkanum. „Ég verð að fara að tygja mig, þvi ég ætla að spila kroket við drottning- una”. Hún strunsaði nú út úr stofunni og elda- buskan kastaði steikarpönnu á eftir henni. Lisa átti í miklu basli með krakkann, enda var þetta mesti óþekktarormur. Veslings barn- ið æpti og hrein án afláts, teygði sig og spark- aði, svo að Lisa átti i fyrstu örðugt með að halda á þvi. Brátt fann Lisa hina réttu aðferð við krakk- ann og tók hann þá með sér út. Hún hnýtti hon- um i einskonar hnút og hélt i hægra eyrað og vinstri fótinn, svo að hann gat sig ekki hreyft. „Ef égtek ekki barnið með mér, þá verður það vafalaust steinrotað innan skamms. Gengi það ekki glæpi næst að skilja það eftir?” hugsaði Lisa. Veslingurinn litli var nú hættur að snökta og hnerra, en fór svo skyndilega að hrina. „Vertu ekki að hrina, það er slæmur siður og menn eiga ekki að láta i ljósi tilfinningar sinar á þann hátt”, sagði Lisa. Barnið hrein aftur og Lisa leit á það, áhyggjufull, tilþess að sjá, hvað að væri. Barn- ið hafði stórt kartöflunef, sem var einkennilega uppbrett, í rauninni liktist það miklu frekar trýni en nefi. Augun voru óeðlilega litil og yfir- leitt geðjaðist Lisu hreint ekki að útliti barns- ins. „Ef til vill var þetta aðeins venjulegur grát- ur en ekki hrin”, hugsaði hún og leit í augu barnsins, til þess að aðgæta, hvort hún sæi þar ekki tár. En þar voru engin tár. „Ef þú ætlar þér að breytast i gris, þá geturðu siglt þinn eigin sjó, það máttu vita!” sagði hún alvarlega. Veslingurinn litli kjökraði aftur eða hrein (það var erfitt að vita, hvort heldur var). Lisa hélt áfram göngu sinni og var þögul um stund. Hún fór að brjóta heilann um, hvað hún ætti að gera við veslinginn litla, þegar hún loksins kæmi heim til sin aftur. Allt i einu hrein barnið svo rækilega, að hún leit á það skelfd. Nei, það var ekki hægt að vera i neinum vafa lengur. Þetta var grís og ekkert annað, og Lisu fannst það óþarfi, að vera að burðast með hann leng- ur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.