Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 29
Úr nýjum bókum ^ - öllum, að við nutum þess að vera saman án orða og atlota. Eigi leyna augu, ef ann kona manni, segir máltækið. A því var mér strítt, sem raunar var mér síður en svo stríðni, að augu skólasyst- ur f ylgdu mér nokkuð eftir. Fólk- ið þóttist sjá, að sigrar mínir væru hennar stolt, en ósigrár mínir í tuski við aðra, sýndu í svip hennar vorkunnsemi og leið- indi. Áflog voru okkar skólasystur nánasta snerting og samband. Við gerðum okkur upp reiði, slit- um skóþvengi hvort af öðru. Beittum jafnvel dálitlum fanta- brögðum. Stríðni í orðum var ekki heldur spöruð. En næðum við saman í einrúmi, vorum við feimin og töluðum fátt saman, en allt, sem hún sagði, þótti mér vel mælt og viturlegt. Hvert sinn, þegar kennslutíma- bilinu lauk heima, lagðist að mér tómlyndi og söknuður vegna tjarveru skólasystur. Þá henti það einn sunnudagsmorgun, eftir að skólatímabili lauk á laugar- degi, að ég brast í grát og grúfði andlitið niður í koddann. Svo vildi þá til, að mömmu bar að í þeim svifum og varð heldur en ekki hverft við. Spurði hún mig, hvað að mér gengi. Ég stundi upp í grátekkanum, að ekkert væri að mér. AAamma gat ekki trúað þvi og innti mig nánar eftir, hvar ég kenndi til. Hvergi, stundi ég ein- hvern veginn upp dauðsneyptur. Farðu þá á fætur og komdu þér út, sagði mamma. Ég klæddi mig oq lelt út um gluggann. En hvað sé ég, nema það, að skólasystir kemur á harða hlaupum upp tún- ið sunnan við bæinn. Og að vörmu spori er hún komin upp á loftið til okkar mömmu, eldrauð, móð og másandi. AAamma varð alveg forviða að sjá hana. Hvaða erindi átt þú núna, góða mín, spurði hún, þegar enginn skóli er? Skólasystir leit f eimnislega niður fyrir sig og stamaði upp: Ég gleymdi bók í gær, þegar ég fór heim úr skólanum. AAamma horfði á okkur íbyggin dálitla stund. Síðan gekk hún þegjandi burt og lét okkur ein eftir. Þegar mamma var farin, dró skólasystir rósaleppa upp úr vasa sínum, rétti mér þá og sagði: AAig langar að gefa þér þessa leppa, ég prjónaði þá sjálf. Ég þakkaði henni fyrir og tók í brennheita hönd hennar og sagði: En mér þykir verst að eiga ekk- ert að gef a þér í staðinn, nema þú viljir eiga bréfhestana mína. Hún játti því og tók við þeim feimnislega glöð. Síðan leið nokkur stund og við stóðum hvort á móti öðru og horfðumst i augu steinþegjandi, unz við heyrðum umgang og þustum til dyranna. Aldrei minntumst við skóla- systir þessa ævintýris. Það var einsog við værum feimnari eftir að hafa notið heiðríkju þessarar stundar, sem átti sér engan líka, var ofar öllu, æðri öllu, einhvern veginn tilvera utan tilveru, Ijós- bað í ókröfuhæfum kærleika. Rósalepparnir voru lengi til í spariskóm minum, þar til þeir lutu lögmáli lífsins að slitna og verða að lokum sem d.wft jarðarinnar. Hvort bréfhestarnir voru til lengur eða skemur, hef ég enga hugmynd um, en eitt er víst, að þeir eru líka orðnir að dufti jarðar. Fáu væri hér við að auka, er bernskunni við kemur, en forvitnum lesendum skal að- eins sagt, að þessi skólasystir er löngu horfin af okkar jarðneska sviði. Hún varð aldrei nánari lifs- förunautur minn, en nú hefur verið lýst. Þrá mín til hennar var öll fólgin í því að horfa á hana og heyra hana tala. Allt þótti mér svo óumræðilega fullkomið í fari hennar. Ekkert í heiminum hélt ég vera jafneftirsóknarvert, eins og það að fórna sér fyrir óskir hennar. Nú á tímum mun þetta kannski þykja bragðlítið ævin- týri. H$IÐ ROMA — Hvaö kostar hálfsmánaöar dvöl á Mallorca aö flugferöinni frádreginni? Hvaö starfiö þér? — Ég er götusali. Einmitt, hvaö kostar eiginlega gata nii til dags. Sjómaöur kom inn á matsölu í Kaup- mannahöfn og sagöi: — Ég ætla aö fá dameskib (konuskip)! — Dameskib? spuröi þjónninn hissa. — Já, dameskib. Þaö er auglýst i glugg- anurn. Sjómaöurinn benti benti á glært plast- skilti meö áletrun sem vissi inn i matsal- inn. Þá fékk hann skammt af biksemad. 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.