Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 11
mikill, hygginn og umsvifasamur, dugn- aöarmaöur var hann og atkvæöamikill i fjáröflun og framkvæmdum. Hann var djarfur i ætlunum sinum og fór þar litt troönar slóöir og fór sinu hiklaust fram, og tefldi þar oft á tæpasta vaðiö. Hann var gagntekinn af hugsjónum æsku sinnar, aðdáuninni að borgaralegu gróðasjónar- miöi, og haföi að nokkru kynnzt sliku og séö i framkvæmd á Hafnarárum sinum. Hann viröist þegar hafa hafið aö stunda ólöglega verzlun, eftir að hann settist að embætti i Þverárþingi, og stundaö hana sleitulaust og hafði af henni mikinn og góðan hagnað. Jón Vigfússon virðist ekki hafa verið mikið lærður, hvorki i lögfræði né guðfræði. Málfærsla hans virðist hafa rist fremur grunnt og fyrirhyggja hans i ýmsum greinum einnig. Hann treysti fyrst og fremst á mátt auðs sins og vináttu við valdamikla menn erlendis. Þetta kemur betur fram i máli minu. Jón sýslumaður var eins og borgarar samtiðar hans, þýður og mildur við alþýðu, umgekkst fólk af umhyggju og reyndi aö vinna hug almennings. Hann var góðgjarn og hjálpsamur við þá, er hallir voru i lifsbaráttunni, og rétti þeim gjarnan hjálparhönd. Hann var skapmikill og harður i horn að taka, ef svo bar undir, vildi fara sinu fram óhindraður og njóta valda sinna af fullum krafti, og sást þá litt fyrir. Þetta varð honum að nokkru að falli eins og betur kemur fram. Hann naut þess fullkomlega, að hann var tengdur aðalhöfðingjum landsins, og þurfti hann mjög á þvi að halda, áður en ævi hans var öll. Skapgerð hans og framkvæmd þeirrar hugsjónar, er hann virðist hafa hrifizt af ungur, urðu honum að falli, og er undarlegt, að maður eins og hann, búinn að fá gott og tekju- mikið embætti, skyldi falla fyrir jafn auvirðilegum hlut, eins og að flytja inn i landiö tóbak á ólöglegan hátt. 3 Arið 1678varsiglt kaupskipi I fyrsta sinn i Straumfjörð á Mýrum og þar hófst þá verzlun. Staðurinn lá vel við til verzlunar og viðskipta úr blómlegum og arðmiklum sveitum, og fólkið á Snæfellsnesi, Hnappadal, Mýrum og jafnvel lengra aö sótti þangað verzlun. Það hafði verið draumur þessa fólks að fá hægari verzlun. Snæfellingar höföu verið kærðir fyrir ólöglega verzlun við er- lendar þjóöir, eftir að einokunin komst á. En fyrir málfylgju og framgöngu Sigurö- ar lögmanns Jónssonar i Einarsnesi, höfðu þeir sloppið sæmilega frá kærunum, án sekta og áfalla. Nú stóðu vonir til að verzlun þeirra og fleiri sveita yrði hóf- legri og hægari. Vorið næsta eöa 1679 kom skip á ný i Straumfjörð, og bar þá nokkuð óvænt til tiðinda, er haföi mikil áhrif i héraöinu. Nýskipaður sýslumaður Þverárþings, Jón Vigfússon, var þangað kominn og lenti I miklum deilum við skipstjóra kaupskips- ins. Enduðu deilur þeirra með barsmiðum og heitingum og fór svo að kaupmaður eða skipstjórinn kærði sýslumann. Krafð- ist skipstjóri, að sýslumaður setti fulla tryggingu fyrir skipinu, áður en hann léti úr höfn eða hann setti skip sitt upp til nausts ella. Sýnilegt er, að skipstjóri er hér að kæra sýslumann fyrir galdur. Hann hefur talið að heitingar hans við sig i orðasennum hafi verið galdur. Danskir skipstjórnarmenn höföu ekki góða reynslu af íslendingum I þessum sökum á 17. öld, þvi á stundum höfðu is- lenzkir menn ort krafta- eöa galdravisur um skip þeirra, og það siöan farizt. Sjálf- sagt hefur þessum erlenda skipstjóra ver- iðkunnugt um þetta og talið vist, að sýslu- maðurinn, sem lét svo dólgslega, aö hann lenti i barsmiðum og hafði I heitingum, væri ramgöldróttur. Kærum skipstjórans var ekki sinnt, og tók hann það til ráðs um siöir aö láta úr höfn i Straumfirði. Sigling hans gekk vel fyrst i stað, þar til hann var kominn aust- ur fyrir Reykjanes. Þá gerði storma, og vindur varð honum harður og sjórót mik- ið. Lenti hann i hrakningum nokkrum, og strandaði skipi sinu við Kotafjörur i Vest- ur Landeyjum. Þar fórust tveir menn og talsvert af varningi skipsins gjörónýttist, en nokkuð bjargaðist. Skipstrand þetta olli þegar miklu um- tali, illkvittnislegu og magnað hjátrú aldarinnar, eins og titt var, og dró það ekki úr, þegar það kvisaðist, að einn voldugasti og bezt menntaöi maður lands- ins I embættismannastétt, var viðriðinn málið og jafnvel valdur að strandinu með göldrum. Þetta voru tiðindi, er fengu fljótt á fæturna og flugu á skjótum tima sveit úr sveit. Það leiö heldur ekki á löngu, unz máliö var kært og tekið fyrir i héraði strax um veturinn 1670. Siðan var fjallað um það á alþingi um sumarið. Sjáanlegt er, að Jón sýslumaöur var hér kominn i mikinn vanda, þótt hann gæti hreinsað af sér gladraáburöinn fyrir dóm- stólunum, var þaö svo, aö það var hægara sagt en gert aö losna við galdraorð, þegar það var einu sinni upphafið. Það er stað- reynd sem auðsjáanleg er I rökum sögu 17. og 18. aldar. A alþingi var málið tekið fyrir. Jón sýslumaður fékk þar að fria sig af galdra- orðinu með tilmælum lögmannanna beggja og skýlausu tilboði hans sjálfs, bæði munnlegu og skriflegu, og boöiö aö vinna eiö að þvi, að hann hafi aldrei á ævi sinni numið galdur eða fordæöuskap, né um hönd haft, og aldrei i ráöi, vitorði né samsinningu verið með nokkrum manni i galdragerningum, né heldur valdur verið að óförum þeirra manna, er voru i Straumfiröi, sumariö fyrir skipbrotið á Kotafjörum i Vestri Landeyjum. Skyldi eiðurinn unninn á Smiðjuhóli á Mýrum þá eða 8. júli um sumarið. Sýslumaöur sór eiðinn undir votta tiltekinn dag á til- greindum stað. En þrátt fyrir eiöinn hefur Jón Vigfús- 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.