Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 21.04.1977, Blaðsíða 13
Blómin okkar ALPAHOSIN reynist mörgum erfið Blóm og blómarækt er mikiö áhuga- mál flestra nú á dögum. Um tfma hurfu blóm næstum af heimilum fólks hér á landi, en þau hafa náö vinsæld- um á nýjan leik. Þess vegna þykir okk- ur rétt aö taka upp smáþátt hér f blaö- inu, sem fjallaö gæti um blóm og meö- ferðþeirra. Munum viö leita uppl. hjá sérfræöingum, styöjast viö eigin reynslu og lýsingar i blómabókum. Ef þiö viljiö fá einhverjar leiöbeiningar um ákveöin blóm getiö þiö sent okkur linu, og viö munum leitast viö aö svara spurningum ykkar, eöa fá viö þeim svör hjá öörum, okkur fróöari um blómarækt. Fyrsta blómiö, sem við ætlum aö fjalla um aö þessu sinni er alparósin, eöa azalea, sem alltaf stingur upp kollinum f blómaverzlunum, þegar kemur aö jólum, og seinni part vetrar. Alparósin er meö eindæmum fallegt blóm, þegar hún skartar sinu fegursta, alþakin blómum, en þvi miður llöur oftast ekki á löngu þar til hún fölnar upp og deyr, eigendunum til mikillar armæðu. Sagt er, aö erfitt sé aö halda llfi I alparós, en mér hefur sjálfri tekizt aö láta hana lifa i nær þrjú ár, og meira aö segja blómstra aftur, en þá kom fyrir dálltið slys og plantan dó. Úti I náttúrunni er plantan slgrænn dvergrunni, og á þviaö geta blómstraö ár eftir ár. Þetta er ekki eins auövelt innanhúss, en samt er ástæöa til þess aö reyna þaö. Eitt atriöi er þýðingarmikiö I sam- bandi viö ræktun alparósa. Þær mega aldrei þorna. Þetta þýöir þó ekki, aö þær eigi alltaf aö standa I vatni. Vökv- iö þær daglega og gætiö þess, aö mold- in sé alltaf rök. Þegr blómin eru öll Azalea, alparós, Rhododendron simsii er upprunnin I Japan og á Ind- landi. Hún kom fyrst til Belglu áriö 1819, og þar varö hún fljótlegs mjög vinsælt stofublóm. Nú hefur hún mikla fjárhagslega þýöingu fyrir blóma- ræktendur þar, enda er hún eitt þeirra vinsælasta bióm. (Timamynd GE) fallin af plöntunni er ágætt aö taka hana úr pottinum hrista af henni lausa mold, og setja nýja mold á hana. Vökviö hana siðan og gefiö henni áburðarvatn annað slagiö. Tilbúinn áburður er að sjálfsögöu ágætur, en þess veröur aö gæta, aö blandan sé ekki of sterk. Farið alltaf eftir leiöbeiningunum, sem eru á umbúðunum. Til skamms tlma hefur veriö hægt aö fá þurrkaöan kúaskít I plastfötum I Sölufélagi garöyrkju- manna. Hann hefur reynzt mér mjög vel I blómaræktinni. Bæöi er hægt aö blanda honum saman viö moldina I blómapottunum, þegar skipt er um mold. Svo er ágætt aö láta hann út I vatniö, sem þiö vökviö meö, eöa láta ofurlítiö af honum ofan á pottana, og þá skila efnin sér úr honum til plönt- unnar I hvert skipti, sem vökvaö er. I blómabókum segir, aö alparósin eigi aö standa á heldur svölum staö eftir aö hún hefur boriö blóm og einnig er stungiðupp á þvi, aö hún sé tekin úr pottinum og gróðursett I blómabeöúti I garö. Þaö hæfir ef til vill ekki veörátt- unni hér, en þó veit ég til, aö hún hefur lifaö af sumar i garöi, og slöan veriö tekin inn aftur, þegar kólna tók aö haustinu. Muniö bara aö láta moldina aldrei þorna, þá er voöinn vls, og vökviö plöntuna meö áburöarvatni frá þvl hún hefur fellt blómin, og þangaö til hún feraöblómstrahjá ykkuraftur næsta vetur. — fb

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.