Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 6
Ef þú ert gæludýravinur, viðskiptafræðingur frá Harvard eða beinasérfræðing- ur er nafn þitt og heimilisfang 2 1/2 senta virði i Bandarikj- unum. Ef þú ert töframaður, afgreiðslustúlka á veitinga- stað, sólarorkuverkfræðingur eða lögreglumaður er það metið á 3 1/2 til fimm sent. Þetta er að minnsta kosti verðið, sem Zeller Lists Inc setur á nöfn og heimilis- föng fólks af þessum stéttum, en Zellers er eitt af 21 þúsund fyrirtækjum, sem tek- ur saman og selur lista yfir fólk úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Listarnir eru búnir til i tölvum og síðan leigðir þeim, sem hafa áhuga á að fá þá, en þaö geta verið margir, allt frá fasteignasölum i Florida til fyrirtækja, sem leigja veizluborð fyrir stórveizlur. Nú er talið, að hvorki meira né minna en um 60 milljónir fjölskyldna séu á slík- um listum, svo það er býsna stór hluti bandarisku þjóðarinnar. Nafn fjölskyldunnar getur veriö á miina löngum böndum, meöal 700 þúsund nafna Bandarikjamanna, sem eitthvað hafa unnið sér til ágætis, eöa meðal 100 þúsund verksmiðjuverkamanna, 50 þúsund örf- hentra eöa 4 milljóna ellilifeyrisþega, sem hættir eru að vinna. Nafnið getur lika falizt meðal minni hópa, eins og þeirra 726, sem eru prófessorar I itölsku, 650 barnasálfræðinga eöa 260 manna, sem sérhæft hafa sig I að klifra háa turna eða byggingar og gera viö þær. Ená hvaða lista, sem nafn Bandarikja- mannsins hefur lent, þá er eitt vist, aö hann fær mikiö af bréfum þess vegna. Bandarisku póstyfirvöldin hafa komizt aö þeirri niðurstöðu, að venjuleg fjölskylda fái 2.6 bréf á viku vegna þess að nafn fjöl- skyldunnar er á einhverjum þessara merkilegu lista. Þvi hærri sem tekjur fjöl- skyldunnar eru, og þeim mun menntaðri sem hún er, þeim mun fleiri bréf má hún búast við að fá. Mest af þessum auglýsingabréfum — 78% samkvæmt athugun póstþjónustunn- ar eru annaö hvort lesin strax eða lögð til hliðar i þeim tilgangi að verða lesin siöar. Könnun, sem gerð var meöal þeirra, sem bréfin fá, sýndi, aö 43% töldu þau færa gagnlegar upplýsingar, en 23% sögöu að bréfin væru oft skemmtileg og athyglisverö, en ekki sérlega gagnleg. 20% sögðu ennfremur, að hvorki væru bréfin athyglisverð, skemmtileg né gagn- leg, og 4% höföu enga skoöun á málinu. Aðeins 9% þess, sem kom 1 póstinum eftir áöurnefndum listum fór beint úr bréfakassanum I ruslafötuna og var þar með talinn vera hreint rusl I augum þess, sem tók við þvi. — Ég býst við þvi, aö ruslapóstur sé það, sem þú ekki vilt lesa, segir Richard Dematteis. — Ég er ógiftur, og þess vegna myndu afsláttarmiöar fyrir barnamat fara beint i ruslið hjá mér, en ég geri ráö fyrir þvi að ungt fólk með börn kynni betur að meta slikt. En framleiðendur barnamatarins láta sér ekki detta I hug að senda Pablum-aug- lýsingar til piparsveina. Þeir fá lista yfir fólk, sem nýlega hefur eignazt börn. Þess vegna myndu þeir fá lista sem merktir eru 2 milljónir foreldra (nýoröinna) eöa 3 milljónir mæðra, sem hafa nýlega fætt eöa eiga von á barni. Dematteis átti eklti

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.