Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 33
stignum, sem lá meðfram vatninu, veitti þess- ari sýn skyndilega athygli. Það var Gamli-Jón, sem hér var á ferli. Brúnka kom á móti honum á fleygiferð, og þegar hún þaut fram hjá, sá hann greinilega köflótta kjólinn og litlu fæt- urna. ,,Hvað getur þetta eiginlega verið?” sagði hann hátt við sjálfan sig. Andartak datt honum i hug, að einhver hefði bundið brúðu við makka hryssunnar. En svo heyrði hann kallað veikum rómi: „Stanzaðu, Brúnka, stanzaðu!” Þá skildi gamli maðurinn strax, hvað hér var að gerast. Hann hljóp sem fætur toguðu á eftir hryssunni og kallaðu hástöfum: ,,Stanzaðu tafarlaust, merarskömmin þin, stanzaðu strax!” Brúnka æddi áfram og virtist ekkert heyra. En þetta fór ekki fram hjá drengjunum. Eins og fyrr segir, voru þeir við veiðar skammt frá árósnum, þar sem áin rann i stórum boga. í gegnum daufan elvarniðinn heyrðu; þeir bæði hófadyn og köll gamla mannsins. Bárður leit upp og hlustaði, og þeir hinir rétt á eftir. ,,Þetta hlýtur að vera Brúnka,” sagði Litli- Jón, — ,,og það er afi, sem kallar.” ,,En hvers vegna hleypur hann á eftir hryss- unni?” sagði Tóti undrandi. Þeir sáu Brúnku ekki ennþá, þvi að kjarr byrgði sýn á þessu svæði, en þeir heyrðu, að hún nálgaðist óðum. Og þarna kom hún allt i einu i ljós. Hún kom eins og kólfi væri skotið gegnum kjarrið, snarstanzaði við árbakkann, — og fram af höfði hennar þeyttist litil vera, sem örskamma stund baðaði út öllum öngum i loftinu, en hvarf svo með miklum gusugangi i hylinn rétt framan við Litla-Jón. I fyrstu horfðu drengirnir orðlausir og undr- andi á staðinn, þar sem þessi vera hvarf. Gat þetta verið Inga litla? Það liktist henni furðu mikið, — en þeir trúðu ekki sinum eigin augum. Jú, þarna kom i ljós rauður hárlubbi og blá, tindrandi augu. Þetta var áreiðanlega Inga litla. Tveimur treyjum var þeytt til hliðar, og tveir röskir snáðar steyptu sér tafarlaust i iskalt ár- vatnið, Litli-Jó.n á undan, en Tóti rétt á eftir. t sömu svipan kom Gamli-Jón fram úr kjarrinu, móður og másandi, og sá einmitt, þegar dreng- irnir steyptu sér i ána. ,,Hamingjan góða!” kallaði hann, — ,,nú drukkna drengirnir, að minnsta kosti Litli- Jón.” ,,Nei, hann kann að synda,” kallaði Bárður... ,,Hann og Tóti eru að ná i Ingu litlu.” Nú komu þau öll upp á yfirborðið. Drengirnir héldu báðir i telpuna. Annar þeirra hafði náð i hárlubbann og hinn i pilsið en hún brauzt um á hæl og hnakka og átti þvi beinlinis þátt i þvi að draga þau öll niður i djúpið á ný, enda vissi hún ekkert hvað hún gerði, var alveg utan við sig af hræðslu. ,,Náðu strax i lurk,” öskraði Gamli-Jón til Bárðar. Bárður þaut tafarlaust al' stað til að leita að lurk. En i sömu andrá sá gamli maðurinn veiðistengur drengjanna þarna skammt frá. Hann greip þær báðar i miklum flýti og rétti þær eins langt og hann gat út i ána, til drengj- anna. Til allrar hamingju náðu drengirnir i sina stöngina hvor, með annarri hendinni, en með hinni héldu þeir i Ingu. Og þegar þannig var komið, var gamli maðurinn ekki seinn á sér að draga þau öll i land. Það fyrsta, sem Gamli-Jón gerði, var að hafa endaskipti á Ingu litlu, til að losa hana við það vatn, sem hún hafði drukkið. Og óneitanlega leit þetta illa út i fyrstu, þvi að telpan virtist al- veg meðvitundarlaus. En þegar hann hafði nuddað likamann hennar litia nokkrá stund, færðist brátt lif i hann að nýju, sem betur fór, enda hafði þessi einstæði atburður aðeins tekið örskamman tima. Hún hóstaði fyrst nokkrum sinnum, en tók siðan til að hljóða hástöfum. ,,Ágætt, ágætt,” sagði gamli maðurinn glað- lega og settist á stakan trjástofn.. ,,Nú er allt i lagi með telpuna. En hvernig liður ykkur, drengir?” ,,Alveg ágætlega,” sögðu báðir drengirnir samtimis. Þeir höl'ðu að visu báðir drukkið of- urlitiö vatn, en án þess að það kæmi að nokk- urri sök. Gamli-Jón leit á þá til skiptis. ,,Furðulegt.. furðulegt!” tautaði hann. ,,Þegar ég var drengur, datt engum i hug, að ástæða væri til að læra að synda. En nú tókst ykkur aö bjarga telpunni, af þvi að þið kunnið að synda, og þó eruð þið enn aðeins litlir labba- kútar.” Drengirmr litu livor til annars og brostu. Þótt gamli maðurinn tæki þannig til orða, vissu þeir, að hann var aöeins að iiæla þeim á sinn . sérstæða hátt. Inga litla hafði nú áttað sig að mestu og hafði þagaö um stund. llún hafði vist hug á að heyra, um hvað þeir voru að tala. En nú tók hún til að væla á ný. 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.