Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 30.04.1978, Blaðsíða 22
11 FRAMHALDSSAGAN Læknir fyrir Barböru inni, og og hingað til hefur fólkið verið algjörlega á móti þvi, ef við höfum viljað flytja börnin á sjúkrahúsið. um leið og þau gengu upp að húsinu i gegnum snjóskaflana. örfáir karlmenn sátu á barstólunum þetta kvöld. Nokkrir unglingar sátu i básunum og hlustuðu á tónlist frá plötuspilaranum. Eig- andinn benti dr. Davidson að koma til sin, og hann yfirgaf Barböru og fór til hans bak við af- greiðsluborðið. Nokkra stund töluðu mennirnir alvarlega saman. Þegar John Davidson kom aftur til Barböru var hann reiðilegur á svipinn. — Þetta verður ekki auðvelt, sagði hann þurrlega. Hann útskýrði þetta ekki nánar, og pantaði mat handa þeim. Það var ekki fyrr en hann var búinn að klára úr öðrum kaffibollanum, að hann reyndi að út- skýra fyrir Barböru, hvers vegna hann var i svona vondu skapi. — Hank Miller ólst upp i þessum fjallahér- uðum, sagði hann. — Hann kann vel að meta það, sem sjúkrahúsið hefur gert fyrir hann og fjölskyldu hans. Hinsvegar eru systkini hans eitthvaðöfugsnúin við hann vegna þess að hann giftist út fyrir fjölskylduna og sækir kirkju i borginni. Hann var búinn að tala við manninn, sem við ætluðum að hitta i kvöld, en hann efast um, að hann muni vilja hjálpa okkur. Ég þarfnast hjálpar þinnar. — Ég skal gera það sem ég get til þess að telja um fyrir þeim, sagði Barbara. Það var ekki réttlátt af John Davidson að ætlast til þess af henni, að hún tæki þetta erfiða verk að sér, þar sem hann mat ekki gerðir hennar meira en hann gerði. Þau luku við að borða og fóru aftur út i des- ember-nóttina. Þau óku út af þjóðveginum og fóru nú eftir illfærum vegi, sem lá upp i hæð- imar. Billinn rann til og frá á veginum, sem var isilagður og það glampaði á hann i tungls- ljósinu. Langt fram undan sáu þau glampa á Ijós, og loks óku þau upp að stóru ferköntuðu húsi. John Davidson reyndi að sjá út um glugg- annn: — Þetta hlýtur að vera staðurinn, sagði hann. — Ég skil, sagði Barbara. Þau voru að aka inn i bilastæðið við veitinga- húsið, sem þau höfðu borðað á i fyrra skiptið. — Eigandinn hér, Hank Miller hefur verið okkur mjög hjálplegur, sagði John Davidson, Það var engin miðstöð i bilnum, og Barböru fannst hún vera máttlaus af kulda, þegar hún reyndi að komast út úr bilnum og i gegn um snjókófið i áttina að húsinu. Dyrnar opnuðust þegar þau nálguðust og 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.