Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 5
Sonarsonurinn Mark Fyrsta spurningin, sem fólk spyr mig yfirleitt er: Hvers vegna að giftast? Hvers vegna haldið þið ckki bara áfram að búa saman eins og þið hafið gert i meira en ár núna? Ég geri ráð fyrir, að “það sé vegna þess að ég vil bera löglega ábyrgö á ömmu Ray. Það er engan veginn nóg að ákveða, að við skulum lifa lifinu saman. Fólk getur einfaldlega ekki skiliö, að fólk geti orðið ástfangið, án þess að þvi fylgi allt þetta rugl um kynlif og peninga. Ég er búin að ganga i gegn um allt slikt. Siðasta ástarævintýri mitt entist i' nær átta ár. Endirinn varð sá, að sambandinu lauk með gráti og gnistran tanna og mikl- um hjartakvölum. Það er það, sem gerist, þegar þú verður kynferðislega háður einhverjum. Þú eign- ast ef til vili eiginkonu, en um leið tapar þú vini. Með þvi að giftast Ommu Ray eignast ég hvort tveggja. En það sem gerir gæfu- muninn, er að við munum ekki lifa neinu kynlifi. Samband okkar er hafið yfir allt slikt. Ekki get ég þó imyndað mér, að móöir min skilji þetta nokkurn tima. Hún sagði i viðtali við blaðamenn: — Hann vill giftast mér, en það getur hann ekki gert, og þess vegna hefur hann valið næstbeztu leiðina. Hefur mamma ekki tekið eftir þvi, hversu hamingjusöm við erum? Eða er hún svo miður sin, að hún er búin að gleyma öllu? Ég hef ekki gleymt einum einasta hlut, sem gerzt hefur frá þvi við hittumst. Sérstaklega man ég vel eftir þeim óttalega tima árið 1975, þegar ég var aðleggja af stað heim afturtil Kaliforniu frá ömmu Ray i London. Ég man, að ég hugsaði um það, hve veikbyggð hún var Ég las bréfið hennar og greip i hana. Þannig byrjaði það. Þá vissi ég hvernig mér leið. Hún grét og ég hélt henni þétt að mér. Þetta var i fyrsta skipti, sem við höf- um svo mikið sem snert hvort annað, og ég man, að ég var að hugsa um þaö, hversu veikbyggð hún væri. Hún var svo einmanaleg. Ég vissi þá, aö ég yrði að taka ábyrgð á henni upp frá þessari stund. |:u , j.jjíl: i ' : i H ,Hþ!HH:Pú,iPRpn#8 Vissulega reyndi hún að fá mig til þess að skipta um skoðun. Amma Ray er allt of vitur til þess að gera sér ekki grein fyrir þvi, hvað fólk myndi segja um þettá. En ég spurði hana að þvi, hvort hún vildi heldur — eyða siðustu ævidögum sinum ein i London, eða með mér i dásamlega fallegri borg i Kaliforniu. — En ég vil ekki verða þér byrði, sagði hún. Ég hefði getað grátið, þegar ég heyrði þetta, vegna þess að það sem hver Ég var auðvilað ekki með önimu Ray, þegar hún var ung, en ég þrcytist aldrei á þvf að hcyra um þá daga. Mig langar émúiigis til þess að geta gert hana jafn hamingjusama og hún var þá, segir Mark. maöur óskar sér i lifinu, er að einhver þurfi að treysUi á hann og ekkert þessu likt hafði komið fyrir mig áður...Þfb 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.