Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 13
Popp-kormð LEIKA BITLANA SJÁLFA OG LÖGIN ÞEIRBA LÍKA Nú er i uppsiglingu merkilegt fyrir- brigfti sem kallast Beatlemania. I fljótu bragði gætu menn haldið að þetta væri eins konar bitlaæði, en það er nú ekki svo, heldur eru þetta hljóm- sveitir, sem stæla Bitlana, og eru allar kallaðar Beatlemania. Illjómsveitir þessar eru starfræktar i Bandarikjun- um. t upphafi var hór einungis um eina hljómsveit að r;eða og sta'dlu félagar i henni þá Hingo Starr, George Harri- son, John Lennon og Paul McCartney. Heir, sem byrjuðu urðu svo vinsælir jafnt á Broadway og i Los Angeles, að ákveðið var að stofna nyjar hljóm- sveitir undir sama nafni. Eru nú starf- andi að minnsta kosti átta lieatle- mania-hijómsveitir og halda þam hljómleika um þver og endilöng Bandarikin. F'jormenningarnir i þessum hljóm- sveiturn syngja, spila, hreyfa sig og klæða étt einsog Billarnir hefðu sjálfir gert, og það sem meira er, þeir eru nauðalikir i útlití hinum upprunalegu ensku Bitlum. Þeir leika nú ein 29 af vinsælustu lögum Bitlanna og við feikna góðar undirtektir allra, sem heyra og sjá. Bandariskir blaðarp.enn isegja, að Beallemania-æðið hafí komið eins og jarðskjálfti. Þykir þetta þvi merki- legra, sem nú eru liðin 11 ár frá þvi Bftlarnir héldu sina siðustu hljómleika og sjö ár eru frá þvi siðasta platan þeirra kom á markaðinn. Bandarikjameún ha£a löngum veriði álitnir rniklir peningámenri og fyrir': tveimur árum ákváðu tveir slikir, að athuga, Irvort enn mætti ekki hafa fé út úr almenningi með Bitlunum. Hljóm- listarmönnúm var boðið að spreyta sig áhlútverk'Um Bitlanna. Þúsundir buðu sig fram til reynslu. Valdir voru úr hópnum fjórir þeir beztu, og þeir settir i læri i New Yorkíi niu mánuði áður en þeim var sleppt lausum á sviðinu sem Beatlemania. Nú berjast allir jafnt um að komast á hljómleika þessara nýju hljóm- sveita. Gildir það jafnt um þá, sem aðeins hafa heyrt um Bitlana, en aldrei séð þá og fólk, sem komið er til ára sinna, en fyrr á árum var með sannkallað Bitlaæði. Uppselt er að segja má á hverja einustu hljómleika um leið og þeir eru auglystir. Beatlemania-mennirnir tveir, þeir sem hugmyndina fengu i upphafi, sjá ekki að Bitlaáhuginn fari neitt þverr- andi i Bandarikjunum. Þeir eru þegar farnir að leita að 12 til 13 ára gömlum ! tónlistarmönnum, sem likjast Bitlun- um i útliti, og eiga þeir aö vera tilbúnir til þess að skemmta fólki um og eftir 1980. Þeir trúa þvi sem sagt, að Bitla- æðið eigi ekki eftir að liða undir lok i bráðina. Þið sjáið svo nýju Bitlana hér á myndinni. Það fara háar greiðslur til fyrirmyndanna i Bretlandi, þvi það kostar ekki svo litið að fá aö leika lögin þeirra, en hvort þeir fá lika greitt fyrir að leyfa að leika þá sjálfa vitum við ekki.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.