Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 25
Hún féll fyrir nautinu Framhald af 14. siðu izt kostur á að sýna hæfni sina i leiknum við nautin. En þetta var hennar stóra stund. Það, sem Mari vissi ekki, var, að nautið sem beið hennar fyrir utan, var svo stórt að flestir nautabanar Spánar hefðu algjörlega neitað þvi að leggja til atlögu við það. Nautið vó hvorki meira ne minna en 550 kiló, og var nær helmingi stærra og helm ingi eldra en þau naut, sem hún hingað til hafði fengizt við á þeim stutta tima, sem hún hafði fengið tækifæri til þess að spreyta sig sem nautabani. 1 margar minútur hrópuðu áhorfendur af fögnuði, þegar hún sneri nautinu i kringum sig með hinum hefðbundnu | hreyfingum náutabanans. En rétt áður en ! koma átti að þvi að nautið fengi bana- stunguna, náði það að krækja i hana horn- unum, og áður en við var litið lá Mari hjálparlaus á vellinum. Það sem bjargaði lifi hennar, var hversu langt var milli horna bola. Af hreinustu tilviljun og heppni grófust hornin niður i sandinn sitt hvorum megin við grannvaxinn likama hennar. Mari grét þegar hún ar borin út úr hringnum, enlæknarnir, sem biðu hennar fyrir utan, fundu aðeins eitt litið sár á öðru læri hennar. Mari var mjög miður sin eftir að hafa orðið fyrir áraá nautsins, og var þegar farið með hana á nautabana- sjúkrahúsið i Madrid. Mari vildi alls ekki ræða það, hvernig hún hefði sloppið svona naumlega frá dauðanum. — Ég ætla aftur i hringinn og þá hef ég hugsað mér að sigra. Ég er ekk- ert hrædd við nautin, ber aðeins virðingu fyrir þeim. Allir nautabanar fá fyrr eða siðar að kenna á hornum nautsins i hringnum. Umboðsmaður minn hefur skipulagt að minnsta kosti 25 nautaöt fyrir mig i sumar, ogég hef ekki hugsað mér að rjúfa þá samninga. Mateo Campos, umboðsmaður Mari, sem einnig er umboðsmaður margra helztu nautabana Spánar segir: — Hún er hugrökk og falleg, og hefúr mikla hæfi- leika. Það eru einugnis fjórir virkilegir kvennautabanar á Spani, og hún er þeirra best. Éghefðialdrei leyfthenni að berjast við naut sem þetta. Það var bæði of stórt og of gamalt fyrir hvaða ungan nautabana sem væri. Mari fékk um 100 þúsund pesesta fyrir þetta sögulega nautaat, en þvi miður tókst nautinu að eyðileggja nær algjörlega bún- inginn hennar, og hann kostar ekki minna en 50 þúsund pesta, svo hagnaðurinn af atinu hefur ekki orðið eins mikiil og til stóð. Þfb Halló Krakkar! Mig langar tilað komast i bréfasam- band við stráka á aldrinum 16-18 ára. Sjálf verð ég 16 ára á þessu ári. Þorgerður Jósepsdóttir Fremra-Nipi, 960 Vopnafirði. Ég óska eftir pennavinum á aldrin- um 15 til 17 ára, en sjálf er ég 15 ára. Mörg áhugamál. Þorbjörg Helgadóttir, Hafnarbraut 37, 780 Hornafirði. Mig langar til að skrifast á við stelp ur og stráka á aldrinum 12 til 14 ára. Sjálf er ég 12 ára. Ahugamál: Sund. frimerkjasöfnun, og svo er ég með skiðabakteriuna. Svaraöllum bréfum, ef hægt er. Elfa B. Bjarnadóttir, Ljósalandi, 750 Fáskrúðsfirði, S-Múl. ' 'I' ' ' I • 1 'i'J.Mí Mig langar að komast i bréfasam- band við stráka á aldrinum 15 til 17 ára. Sjálf er ég 15 ára. Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta bréfi. Erla Magnúsdóttir Svinabökkum, 960 Vopnafirði. Mig langar að komast i bréfasam- band við krakka á aldrinum 11 til 13 ára. Sjálf er ég 12 ára. Óska eftir að mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Ólöf Asta Þorsteinsdóttir Suðurbyggð 12, Akureyri. Kæri Heimilis-Timi! Égóska eftir nokkrum pennavinum á aldrinum 9 tii 11 ára. Er sjálfur 14 ára. Helztu áhugamál eru: Lestur Tinnabóka, byssuleikur, dýr. Ég á sjálfur einn naggris, — popp og margt fleira. Guðni R. Ólafsson, Héraðsskólanum Skógum, A-Eyja- fjöllum, Rang. Kæri Heimilis Timi, mig langar til að eignast pennavinkonur á aldrinum 15 til 17 ára. Ahugamál: skvisur, böll, iþróttir og frimerkjasöfnun. Svara öllum bréfum. Óska helzt eftir að mynd fyldi fyrsta bréfi. Brynjólfur Tómasson, H é ra ð s s k ó 1 a n u m Skógum, A-Eyjafjöllum, Ilang. Hæ, hæ! Ég heiti Svala og mig langar til að skrifast á við krakka á aldrinum 14 og upp úr. Helzt eiga þeir að vera á Reykjavikursvæðinu. Ég er sjálf 15 ára og áhugamál eru margvisleg. Svala Sigurgeirsdóttir, Hjarðartúni 4, ólafsvik 355, Snæ- fellssý slu Kæri Heimilis-Timi. Ég óska eftir að eignast pennavini um land allt. Bæði stráka og stelpur á aldrinum 11 til 13 ára. Sjálf er ég 12 ára. Ahugamál: Margvisleg eins og t.d. bréfaskipti og margt fleira Sigriður Steinunn Þórólfsdöttir. Hjaltastöðum, Blönduhlið, Kagafirði. Heimilis-Timanum barst fyrir skömmu bréf frá International Friendship League i Brussel i Belgiu. 1 bréfinu var heimilisfang ungrar stúlku i Sri Lanka, sem óskaði eftir að eignast pennavini á Islandi. Stúlkan er 24 ára gömul, og segist hún vilja eignast pennavinkonu á Islandi. Hún stundar nú nám i raunvisindum við Háskólann i Sri Lanka og hefur m.a. áhuga á tón- list, kvikmyndum, bréfaviðskiptum, matreiðslu oglestri. Heimilisfangið og nafnið eru: Candra Liyanage 153 Kynsey Road, Colimbo 8, Sri Lanka. f bréfi sinu sögðu forsvarsmenn International Friedship League að samtökin hefðu verið stofnuð árið 1931, og væri þeim ætlað að styrkja vináttu milli þjóða og manna um 'allan heim. Það væri meðal annars gert með þvi að bjóða fólki að heimsækja fjölskyld- ur i öðrum löndum og dveljast hjá þeim. Þá væru rekin eins konar gisti- heimili fyrir fólk viða um. heim. Pennavinasambandi væri komið á með þeim, sem þess óskuðu, en með þvi gæti fólk m.a. þjálfað sig i tungu- málum og lært sitthvað um siði og venjur annarra þjóða. Hjálp væri veitt fólki, sem lent hefði i vandræðum vegna náttúruhamfara og annars álika og sitthvað fleira er á stefnuskrá þessarar stofnunar. Þeir.sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi hennar frekar, eða skrifa og óska eftir pennavinum i einhverjum ákveðnum löndum, geta skrifað til: David Fish 16 rue ll\ dr.mligi.e B 11140 Brussels. Belgium. 25

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.