Heimilistíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 8
Sumir kalla hana Rod Stew- art f konulflú. Margt eiga þau sameiginlegt, röddina, ljósa hárið og sérkennilegt andlitið. En þar með endar liklega samlíkingin, vegna þess að Bonnie Tyler er alþjóðleg rokkstjarna, sem geymir gull- plöturnar sinar i eldhúsinu, vegna þess að i stofunni myndu þær vera eins og eitt- hvert óæskilegt rusl. Bonnie varB fræg á einni nóttu fyrir Lost In France, og ekki minnkaði frægð hennar við It’s a Hearfache, sem seldist I átta milljónum eintaka. Fyrir báðar þess- ar plötur hefur hún aflað sér bæði frægðar og fjár, enhún kann með hvort tveggja aö fara rétt eins og vel og Mercedes-bílinn, sem hún ekur daglega. — Mig langaði alltaf til þess aö verða söngkona, segir hún meö þessari óvenju- legu rödd, sem varö til þess, að hún var rekin á öftustu röð i skólakórnum. — Ég söng í svefnherberginu heima hjá mér, og lét þá sem ég væri að syngja fyrir fjölda áheyrenda. Maöur trúir þvf aldrei, aö svo eigi eftir aö verða. Heima hjá sér er Bonnie Tyler hin dug- legasta húsmóöir. Hún þvær diskana og bollana, hitar te og virðist á allan hátt falla inn I myndina, sem viö höfum gert okkur af venjulegri Swansea-húsmóður, sem þrátt fyrir allt talar með welskum hreim. Húnhættinámi I skólanum 1 Skew- en i' nánd við Neath, án þess að hafa lokið nokkru almennilegu prófi, en þá var hún kölluö Gaynor Hofáiins. — Mikiö man ég vel eftir þvi, þegar ég hætti I skólanum, segir hún. — Þaö var föstudagur, og ég gekk á milli verzlan- anna i' Skewen og spuröi, hvort ekki væri vinnu aöfá,og ámánudegi fór ég að vinna hjá einum matvörukauptnanninum. Mig vantaði peninga fyrir snyrtivörum, og það var allt og sumt.sem éghafði áhuga á 1 þá daga. Svo gerðist það einhvern tima á þvi 18 mánaöa timabili sem hún var búðar- stUlka, aö hún tók þátt I sunnudags-hæfi- leika keppni i rugby-klúbbi í bænum. — Þetta var I fyrsta skipti, sem ég söng I hljóönema, og ég var skelfingu lostin. En ég komst þó i annað sæti. 1 sömu viku sá hún auglýsingu i blaði, þar sem óskað var eftir söngkonu I einn af næturklúbbunum I Swansea. Hún fór þangað og söng fyrir eigandann, og var ráöin til þess aö syngja meö hdpi, sem 8 kallaði sig Bobby Wagne og Dixies. — ömurlegt nafn, segir hún f dag. En nú komst Bonnie aðr aun um, að gott gæti verið aö kunna eitthvaö, svo hún fór I kvöldskóla, þar sem hUn lærði hraðritun, vélritun og ensku. —Maður gerir sér ekki grein fyrir þvl fyrr en maður er hættur I skóla, að gott getur verið að kunna eitt- hvað. Ég var mjög slæm I ensku, og lagði mig ekkert eftir henni. — Éggat heldur ekki þolað vélritunina, vegna þess að ég varð alltaf að horfa á leturborðiö. En ég man enn svolltið af þvl, sem ég lærði Ihraðritun. Ég get til dæmis ennþá skrifað „Kæri herra”, og hUn krafsar merkiö fyrir þessi orð á borðið með nöglunum. — En svo gafst ég upp við þetta allt saman, en ég reyndi þó að minnsta kosti. Þegar Bonnie hafði starfað i tvö ár með Bobby Wayne stofnaði hUn slna eigin hljómsveit, Imagination. Þá gerðist það, að hún var uppgötvuð af samstarfsmönn- um lagasmiðanna Ronnie Scott og Steve Woolf. HUn var beðinum að syngja inn á band lagið My, My Honeycomb, sem tekið var upp á plötu árið 1970. Sex ár liðu þó, þartil platanvarsendá markaðinn, og þá vakti hún enga athygli, heldur hvarf I djUp gleymskunnar. Á meðan á öllu þessu stóð haföi Bonnie farið i söngferðalag um Wales, og einnig hafði hún gengið I hjónaband. HUn giftist Robert Sullivan, laglegum ungum nætur- klúbbsstjórnanda i Swansea. HUn aflaði sér vinsælda með þessum ráðahag, og mun meiri en hUn hafði hlotið með söng sinum. Nú var hUn orðin frú Sullivan, kona fyrsta Wales-piltsins, sem haföi fengið svarta beltið i judo, og það aðeins 15 ára gamali, og haföi komizt i brezka Olympiuliðið árið 1972. Arið 1976 var Bonnie farin aö hafa mikl- ar áhyggjur af welska framburðinum sin- um. Þetta gekk svo langt, að hún fór til talkennara, sem átti að losa hana við þennan sérstæða framburö. Á meðan hún var hjá kennaranum gekk allt vel, en um leið og hUn var komin heim til fjölskyld- unnar fór hún aftur að nota þann fram- burð, sem henni var eðlilegur. Allt annað virtist svo óraunverulegt. — Mér er svo sem sama um framburð minn nU orðið, en þó likar mér ekki hvernig ég segi einstök orö. Eignist ég börn, þá er ég staðráöin I, aösenda þau til talkennara. Þaö vill eng- inn ráða til sín starfsmann, sem talar eins og versti sjóari. En Bonnie haföi ekki tima til þess að hafa miklar áhyggjur af framburði sín- um. HUn varöstjarna áður en við var litið. — Ég bjóst ekki við miklu af My, My, Honeycomb, og það gerðist heldur ekki neitt. Þegar Lost In France komst á topp- inn, þá var það stórkostlegt.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.